DiscoverHlaðvarp Heimildarinnar
Hlaðvarp Heimildarinnar
Claim Ownership

Hlaðvarp Heimildarinnar

Author: Heimildin

Subscribed: 1,555Played: 45,663
Share

Description

Í hlaðvarpi Heimildarinnar, áður Kjarnans, má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.
764 Episodes
Reverse
Þóra Björnsdóttir er viðmælandi í 38. þætti mannfræðihlaðvarpsins Raddir margbreytileikans. Þóra er fædd 1986 í Reykjavík. Hún lauk BA námi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, MA gráðu í þróunarfræðum frá sama skóla 2011 og doktorsprófi frá HÍ 2023 sem fjallar um börn í Ghana sem ferðast frá norðurhluta landsins til höfuðborgarinnar í leit að betra lífi. Doktorsrannsókn Þóru varpar ljósi á líf barna sem flytja að heiman á eigin vegum fyrir átján ára aldur í Ghana og flutningsferli þeirra með áherslu á réttindi barnanna. Rannsóknin skoðar hvernig hefðbundin réttindi hagnast þessum börnum og hvernig þau móta sín eigin réttindi, svo-kölluð lífsréttindi, þegar hefðbundnu réttindin eru ekki fullnægjandi. Áhersla er lögð á sjónarhorn þátttakenda með raddir þeirra og atbeini í forgrunni. Þóra hefur starfað með börnum og ungu fólki í fjölda ára og starfar í dag sem verkefnastjóri frjálsra félagasamtaka þar sem hún, meðal annars, mótar og sinnir forvarnarfræðslu á ofbeldi gegn börnum. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarkennari og leiðbeinandi við HÍ, verið sérkennslustjóri á leikskólanum Holti, sem og verkefnastjóri Erasmus+ verkefnis sem snýst um andlega heilsu fólks. Í dag starfar Þóra sem verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children in Iceland, en það verkefni snýst um kynheilbrigði barna.
Mannfræðingurinn Marco Solimene er viðmælandi í 37. þætti Röddum margbreytileikans. Marco er ítalskrar ættar, fæddur í Róm árið 1976 en hefur búið á Íslandi um langt skeið. Marco er með MA-gráðu í félagsfræði frá La Sapienza háskólanum í Róm og doktorsgráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúist um rómafólk frá Bosníu í Róm sem og á Balkanskaga og í Rúmeníu. Marco er nýráðinn sem lektor í mannfræði við HÍ. Í þessum þætti er rætt um yfirstandandi rannsókn Marco á stöðu rómafólks á Ítalíu gagnvart stjórnvöldum varðandi búsetu. Rómafólk hefur þá staðalímynd að vera varasamt flökkufólk, en staðreyndin er sú að sumt rómafólk færir sig reglulega frá einum stað til annars, á meðan margir hafa fasta búsetu. Þessi þjóðfélagshópur lifir við þá seigu hugmynd að vera sífellt á ferðinni, að „passa ekki inn“, að sniðganga lög og reglur, jafnvel að vera ógn við ríkið. Að hafa fasta búsetu er ráðandi hugmynd í flestum ríkjum og er forsenda fyrir viðurkenndri stöðu innan ríkisins og er einn af hornsteinum þjóðríkisins. Marco hefur rannsakað hvernig þessar hugmyndir hafa áhrif á þróunarverkefni ESB innan Evrópu, þar sem litið er á jaðarhópa eins og rómafólk sem „frumstætt“ og varasamt, og að vissu leyti ósjálfbjarga og hjálparþurfi. Þarna stangast á hugmyndin um stöðu „ríkisborgara“ og hóps sem fer sínar eigin leiðir við að lifa sínu lífi, og hefur sínar hugmyndir um búsetu, þar sem „þróunarhjálpin“ skilar ekki alltaf tilteknum árangri. Þessi þáttur er á ensku.
Gestur vikunnar er Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdarstýra Jafnlaunastofu. Helga Björg er með BA-próf í félagsfræði og MS-próf í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Jafnlaunastofa er sameignarfélag í eigu Sambands íslenskra sveitafélaga og Reykjavíkurborgar og hefur það hlutverk að stuðla að launajafnrétti starfsfólks sveitarfélaga og veita stjórnendum stuðning við að framfylgja slíku jafnrétti. Aðferðafræði sveitafélaganna er að leggja áherslu á virðismat starfa en sú leið virðist skila árangri, en árið 2019 var óleiðréttur launamunur kynjanna 14,8% á almennum vinnumarkaði, 14% hjá Ríkinu og 7,4% hjá sveitarfélögunum. Í hlaðvarpinu ræða þær Helga og Sigrún af hverju það hefur reynst svona erfitt að ná launajafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og hvaða leiðir eru færar til að bregðast við kynjuðum launamun með sérstaka áherslu á hvers vegna virðismat starfa sé líklegra til að skila árangri en ýmsar aðrar leiðir.
Gestur vikunnar er Viktor Orri Valgarðsson, nýdoktor í stjórnmálafræði við háskólann í Southampton í Bretlandi. Viktor lauk doktorsprófi frá sama háskóla en í doktorsverkefni sínu skoðaði hann hvers vegna kosningaþátttaka hefur minnkað í mörgum þróuðum lýðræðisríkjum, með sérstaka áherslu á hvort og hvernig stjórnmálalegt sinnuleysi og firring geti útskýrt þessa þróun. Þessa stundina tekur hann þátt í alþjóðlegu rannsóknarverkefni, TrustGov, en það skoðar eðli, orsakir, afleiðingar og mynstur stjórnmálatrausts á heimsvísu. Hann hefur einnig beint sjónum að því hvernig stjórnmálatraust skiptir máli á tímum heimsfaraldurs COVID-19, til að mynda hvaða hlutverki slíkt traust gengdi í vantrausti til bóluefna. Í þætti vikunnar segir hann Sigrúnu frá doktorsverkefni sínu en einnig frá þeim verkefnum sem hann er að vinna í þessa stundina, sem meðal annars tengjast stjórnmálatrausti á Íslandi í alþjóðlegu samhengi.
Í fyrsta hlaðvarpinu eftir langt hlé fær Sigrún til sín þau Sunnu Símonardóttur aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði og Ara Klæng Jónsson, nýdoktor. Þau stýra stóru rannsóknarverkefni, sem fékk öndvegisstyrk frá Rannís árið 2022. Verkefnið skoðar áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi. Í stóra samhenginu hefur fæðingartíðni löngum verið há á Íslandi í en hún hefur þó farið hríðlækkandi síðastliðinn áratug. Þau Sunna og Ari sem leiða verkefnið ásamt Ásdísi Arnalds forstöðumanni Félagsvíndastofnunar skoða þessar breytingar og vilja öðlast skilning á ástæðum þeirra. Þau segja Sigrúnu frá verkefninu og ræða um þær niðurstöður sem að komnar eru fram, meðal annars um hvort að fjölskyldustefna á Íslandi styðji nægilega við barnafjölskyldur og fangi síaukinn fjölbreytileika og breyttar þarfir fjölskyldna, ásamt því að greina hvernig foreldramenning mótar ákvarðanir um barneignir.
Helga Ögmundardóttir fæddist í Neskaupstað árið 1965. Hún lauk Fil.kand. prófi 1992 frá Stokkhólmsháskóla, ásamt námi í heimspeki, vísindaheimspeki og -sögu, siðfræði, rökfræði, o.fl. frá sama skóla. Einnig lagði Helga stund á nám í lífvísindum við Háskóla Íslands og í Kaupmannahöfn, sem og garðyrkjufræði við Garðyrkjuskólann í Ölfusi. Helga lauk MA prófi 2002 í mannfræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í mannfræði 2011 frá Háskólanum í Uppsölum. Megin rannsóknaráherslur Helgu eru umhverfis- og orkumál, auðlindanýting og samskipti manna og náttúru almennt. Helga er dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Í þessum þætti mun vera spjallað um mannfræði og umhverfismál, loftslagsbreytingar og aðra þætti sem tengjast breyttum lífsskilyrðum á plánetunni bláu, og þeim sporum sem maðurinn er að marka á hana. Mögulegar afleiðingar þessara spora eru ræddar, sem og þeir möguleikar sem eru í stöðunni, ef ekki á að fara illa, nokkuð sem kallað hefur verið „djúp aðlögun“. Í því sambandi hefur komið fram nýtt hugtak, „vistmorð“, þar sem litið er á umhverfismál sem mannréttindamál, og þar sem glæpum gegn náttúrunni er stillt upp sem glæpum gegn mannkyni.
Páskavarp Tæknivarpsins

Páskavarp Tæknivarpsins

2023-04-1201:14:22

Flugur.is hjálpuðu okkur að gera þennan þátt að veruleika. Svikapóstar sem eru ekki frá ríkislögreglustjóra, endurhlaðanlegar rafhlöður, páskaegg og ný OnePlus spjaldtölva eru meðal umræðu dagsins. Einnig segja þáttastjórnendur frá því hvaða áskriftir þeir eru með þessa dagana með að streymisveitum. Umsjónarmenn þáttarins eru Andri Valur, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir Sverrisson.
Gestir hlaðvarpsins að þessu sinni eru í fleirtölu, þær Kristín Harðardóttir og Hulda Proppé. Hulda er fædd 23. janúar 1971 í Reykjavík en alin upp í Hafnarfirði. Auk þess hefur hún búið í Champaign-Urbana í Illinois (USA), Minneapolis (Minnesota USA), New York (New York, USA), Cambridge (Massachusets (SA), Cambridge (Bretland) og býr nú í Reykjavík. Hulda lauk BA prófi í mannfræði 1997 og MA prófi í mannfræði 2002 við Háskóla Íslands en hluti af framhaldsnáminu var ár við University of Minnesota. Áhugasvið Huldu er Samfélag og menning, fólk og fjöll, ferðalög, útivist, list og handverk (mest prjónaskapur), fjölskylda og vinir. Í gegnum tíðina hefur hún unnið sem barnapía, skúringarkona, barþjónn og bóksali, stundakennari við HÍ í mannfræði, sérfræðingur hjá Sameinuðu Þjóðunum í New York og sérfræðingur hjá Rannís. Núverandi starf Huldu er sem rannsóknastjóri við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Kristín fæddist 21. júlí 1966 í Reykjavík en hún hefur auk þess búið í Garðabæ, Connecticut (USA) og Flórens (Ítalíu). Hún lauk BA námi í mannfræði 1998 og MA námi í mannfræði 2002 frá Háskóla Íslands. Áhugasvið Kristínar eru samfélag og menning, fólk, ferðalög, útivist, fjölskylda og vinir. Hún hefur unnið sem verslunarstjóri, í byggingarvinnu, sem aðstoðarmaður lögfræðings, aðstoðarmaður prófessors, verkefnastjóri Mannfræðistofnunar, við sérverkefni fyrir Stofnun Vilhjálms Stefansson, sem aðjunkt við mannfræðideild (2001-2012), sérfræðingur Félagsvísindastofnunar og forstöðumaður Mannfræðistofnunar (2005-2010) við HÍ. Í dag starfar hún sem forstöðumaður Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknastjóri við sviðið.
Gestur hlaðvarpsins er Stella Samúelsdóttir. Stella er fædd 27. febrúar 1975 í Reykjavík en hefur auk þess búið í Ísrael, Ítalíu, Malaví og í New York og New Orleans í Bandaríkjunum. Hún lauk BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1999. Árið 2003 útskrifaðist hún með Post Graduate Diploma í alþjóðasamskiptum frá The Johns Hopkins Unversity og 2004 með Post Graduate Diploma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún D-vottun í verkefnastjórnun Endurmenntun HÍ (verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun) sem hún lauk 2010. Áhugasvið Stellu snúa að ferðalögum, mannréttindum og alþjóðamálum. Í gegnum tíðna hefur hún meðal annars starfað á verkfræðistofu, sem sérfræðingur á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Malaví og haft yfirumsjón með ýmsum verkefnum þar, sem sérfræðingur hjá fastanefnd Íslands til Sameinuðu þjóðanna í New York, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í þróunarmálum og rekið eigið fyrirtæki. Í dag starfar Stella sem framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Nú þann 22. janúar gengur nýtt ár kanínunnar í garð samkvæmt hinu kínverska dagatali. Þau Anna og Magnús staldra því við og líta um öxl á ár tígursins sem reyndist nokkuð viðburðaríkt. Í hlaðvarpsþætti dagsins eru meðal annars rifjuð upp viðtöl við góða gesti og spiluð brot af því besta sem á boðstólum var.
Mun gervigreind þvinga íslenska skóla til að endurskoða námshögun? Apple gæti mögulega gefið út sýndaveruleikagræju í ár, eða hvað? CES hátíðin er nýafstaðin og við gerðum upp nýtt og spennandi þaðan. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
Við erum komnir úr jólafríi! Tæknivarpið fjölmennti og fór yfir árið 2022 í tækni. Stjórnendur: Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfa, Gunnlaugur Reynir, Kristján Thors, Vöggur Mar og Sverrir Björgvins.
Saga þessa málsháttar er frá tímum Song-veldisins sem frægt var fyrir öflug viðskipti og efnahag, menningarlíf, matargerðarlist og fjölmargt fleira. En þrátt fyrir þetta mikla blómaskeið var Song-veldi raunar umkringt óvinum. Við fylgjumst með viðbrögðum Zhēnzōng keisara og ráðgjafa hans þegar Khitanar úr Liao-veldi norðursins gera innrás, sumarið 1004. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.
Lína Guðlaug Atladóttir, viðskiptafræðingur og Austur-Asíufræðingur, segir okkur frá bók sinni Rót sem hún gaf sjálf nýverið út. Bókin er uppfull af spennandi fróðleik um Kína og þá ævintýralega nútímavæðingu sem þar hefur átt sér stað, skrifuð á léttum og persónulegum nótum. Lína hóf Kínavegferð sína árið 2003 þegar hún fór til Kína að sækja dóttur til ættleiðingar og hefur æ síðan haldið áfram að kafa dýpra inn í þennan menningarheim.
Borgþór Arngrímsson les valda pistla úr Kjarnanum í hlaðvarpinu Eitt og annað ... einkum danskt. Pistlar hans njóta mikilla vinsælda á Kjarnanum og í þeim sem hér birtist fjallar hann um það að heil öld er liðin frá því Danir fengu sinn fyrsta pylsuvagn.
Síðasti gestur okkar fyrir jól er Eva Björg Ægisdóttir rithöfundur. Hún vakti fyrst athygli fyrir fyrstu bók sína, Marrið í stiganum, en fyrir hana hlaut hún Svartfuglinn, verðlaun sem eru veitt höfundi fyrir handrit af sinni fyrstu glæpasögu sem kemur út í kjölfarið. Síðan hefur Eva verið mjög afkastamikil og gefið út fimm bækur, þar á meðal Strákar sem meiða núna fyrir jólin og er hún tilnefnd til Blóðdropans en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir bestu glæpasöguna ár hvert. Bækur Evu hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Eva lauk BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og kemur kannski ekki á óvart að henni þótti afbrotafræðin sérlega skemmtileg. Hún er einnig með M.S.-gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi. Þær Sigrún ræða um rithöfundaferil Evu með áherslu á hvernig hið félagsfræðilega sjónarhorn getur reynst gagnlegt við að verða metsöluhöfundur glæpasagna.
Í laufléttum og skemmtilegum jólaþætti fá Dagrún og Vilhelmína til sín góða gesti. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – þjóðfræðistofu, segir fréttir af starfseminni. Í haust stóð Rannsóknasetrið fyrir athyglisverðu námskeiði fyrir almenning um ritun endurminninga. Námskeiðið var vel sótt og tókst með eindæmum vel. Þá segir Eiríkur frá nýrri bók sem kom út nú í desember og nefnist Myndir og minningar frá Ströndum. Bókin er samstarfsverkefni Rannsóknarsetursins og Sauðfjárseturs. Í bókinni eru 42 frásagnir og myndir, sem eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar og koma frá fólki á Ströndum eða sem hefur tengingar við svæðið. Myndirnar og frásagnirnar. Eiríkur ræðir einnig ýmsa þjóðtrú tengda veðri og gefur góð ráð hvernig spá má fyrir um jólaveðrið. Eva Þórdís Ebenezerdóttir doktorsnemi í þjóðfræði segir frá jólasveininum Stekkjastaur út frá nýstárlegu sjónarhorni. Stekkjastaur er þekktur fyrir að vera stirður og með staurfót, en hvað þýðir það í raun? Í rannsóknum sínum blandar Eva Þórdís saman þjóðfræði og fötlunarfræði og í þættinum greinir hún frá niðurstöðum sínum varðandi þennan áhugaverða jólasvein og birtingarmyndir hans. Að lokum ræða Dagrún og Vilhelmína við Margréti Höskuldsdóttur rithöfund. Bók hennar Dalurinn kom út fyrr á þessu ári. Bókin segir frá Sif, ungum þjóðfræðinema sem dvelur í afskekktum dal vestur á fjörðum og skrifar þar lokaritgerð í þjóðfræði. Dularfullir atburðir eiga sér stað og ýmsar þjóðsagnapersónur og vættir koma við sögu. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir í þjóðfræði og fjölbreytta miðlun á þjóðfræðiefni. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Bók Sigríðar Víðis Jónsdóttur, Vegabréf íslenskt, hefur vakið verðskuldaða athygli síðan hún kom út og var nýlega tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Í bókinni býður Sigríður lesandanum með sér í ferðalag um lönd sem mörg okkar vita lítið um og notar sjónarhorn og reynslu einstaklinga til að hjálpa okkur að skilja sumar af þeim brýnustu samfélgslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, t.d. fátækt, ójöfnuð og viðvarandi stríðsástand. Sigríður var lykilfyrirlesari á Félagsfræðideginum sem haldinn var hátíðlegur í byrjun desember og kom í heimsókn í hlaðvarpið í tengslum við það. Þær Sigrún ræða um ferðalög Sigríðar og hvað hún og við öll getum lært um heimsmálin í gegnum ferðalög hennar.
Í þættinum er fjallað um kínverska læknislist, og hvers vegna hún er að ýmsu leyti jafn hátt skrifuð og hin vestrænu læknavísindi í Kína. Á kínverskum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum finnast tvenns konar lyfjageymslur, bæði fyrir vestræn lyf og kínversk. Þar ríkir ekki sama skipting og við eigum að venjast í hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar. Kínversku jurtalækningarnar, taiji-æfingar, nuddmeðferðir og nálastunga hafa sinn sess sem annar af tveimur helstu möguleikum fyrir meðferðir á hvers kyns sjúkleika. Höfundur pistilsins er Steingrímur Þorbjarnarson sem einnig les upp.
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt? Borgþór Arngrímsson les pistil sinn um hótellið á hafsbotni sem birtist fyrst á Kjarnanum í maí 2021.
loading
Comments (1)

Ragnar jóhann Sævarsson

Gott og vel þakk þér

Apr 15th
Reply
loading
Download from Google Play
Download from App Store