Já OK

Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?

Jólabjór, Julebrygg og J-Dag (kannski Ora baunir líka).

Gleðileg jól! Jólakarlar ræða jólahluti og drekka jóla(hvít)öl á meðan! Sumir myndu segja að Julebrygg Tuborgs sé ekki jólabjór Íslendinga, en þær manneskjur væru að ljúga að sjálfum sér… í bili.

12-24
43:15

Gamlar jólahefðir

Hó hó hó! Hvaða myndir skerið þið í laufabrauðið? Hér er heill þáttur stútfullur af gömlum íslenskum jólahefðum.

12-10
01:04:50

Sæmundur Hólm

Enn einn kynlegi kvisturinn... en við elskum kynlega kvista er það ekki? Sæmundur Hólm, við megum vera mjög þakklát fyrir honum, Sóli Hólm er líka alveg fínn sko! En þetta er Sæmundur Hólm!

11-30
51:00

Gíslaklettar

Trúir þú á álfa? En að álfar geti framið morð? Fylgist með í næsta þætti af CSI: Elfe Edition á Skjá Einum!

11-12
42:57

Íslenzk fyndni

Villi las sig til um allskonar grín, náði samt ekki að skrifa mikið niður, þáttur eftir minni, smá old skool, smá gerður í mikla vinnutörn. Staðreyndirnar á afslætti á forlagid.is með kóðanum jaokhladvarp

11-08
46:25

Hallbjörg Bjarnadóttir

Eru þið nokkuð með rödd sem spannar fjórar áttundir? Nei? Það var hún Hallbjörg Bjarnadóttir með! Shiiiii

10-15
01:10:06

Heklína

Í þessum þætti fer Villi í lélegasta drag íslandssögunnar, enda ekki hver sem er sem getur gert þetta bara sísvona, svo er drag ekki bara að "setja á sig meik". Villi segir Fjölni frá bestu dragdrottningu Íslandssögunnar. Það er mikið í þessum þætti, gleði, sorg, og allt inn á milli. Heklína, we love you.

10-01
47:24

Herbert Guðmundsson

Í þessum þætti Villi and Fjölnir can't walk away from hearing all about Herbert Guðmundsson. En ætli Hebbi hlusti á Já OK? Hebbi?! Svaraðu...kallainu...frá mééééér!

09-17
56:07

Hannes Hafstein

Strákarnir mæta aftur! Að þessu sinni eru þeir að reyna sitt besta til að halda sig á dagskrá, sem þýðir að héðan í frá kemur brakandi ferskur þáttur aðra hverja viku! Við skoðum líf Hannesar Hafsteinar, um leið og við tökum stöðutjékk á hvor öðrum líka. Kóði hjá Forlaginu : jaokhladvarp

09-03
57:01

Hannes Boy aka Hannes Beggólín

Hannes Boy er geggjaður veitingastaður á Siglufirði, en hvaðan kemur nafnið? Fylgisti með í næsta þætti...nei djók í þessum þætti.

04-05
45:07

Falun Gong

Stefán Ingvar kíkti í heimsókn. Hann er með uppistand í Sykursalnum - Stefán Ingvar sigrar atvinnulífið. https://tix.is/event/19107/stefan-ingvar-sigrar-atvinnulifidHann átti líka að skrifa lýsingu en fór heim áður en hann gerði það því hann er svo kvöldsvæfur. 

03-12
55:11

Sæfinnur Vatnsberi

Kallaður Sæfinnur með sextán skó, við köllum hann vatnsbera frekar því það var vinnan hans. Maður sem beið eftir því alla sína ævi að fá að byrja að lifa.

02-26
34:19

Guðlast og Spaugstofan

Er maður gamall því manni finnst Spaugstofan aftur fyndin eða var hún alltaf fyndin og maður fór í gegnum tímabil? Bara pælingar. Heyrumst.

02-19
34:44

Þegar Ísland vildi kaupa Grænland

Jú krakkar mínir það var ekki bara Bandaríkin sem vildi kaupa Grænland, heldur Íslendingar líka. Sjálfur vil ég bara kaupa mér flugmiða til Tene. Fátt íslenskara en að fljúga til Tene. Væri samt gaman að heimsækja Grænland.

02-05
44:08

Þvottabirnir á Íslandi

Þvottabirnir eru hálfbirnir. Villi er hálfur Íslendingur, en hann er samt Íslendingur. Fjölnir er hálft legend og hálfur meistari, en samt 100% kóngur? Hversu gott er það? Villi er að skrifa þennan texta bsþsáh (bara svo það sé á hreinu) ekki Fjölnir.

01-29
46:14

Saga flugelda á Íslandi

Hvernig skrifar maður flugeldahljóð? vííííííjjjúúúúúúúuuuum....BANG!

12-18
49:38

Gleymdu jólasveinarnir

Villi og Fjölnir eru auðvitað líka jólasveinar en það eru MÖRG sem hafa gleymst í gegnum tíðina. Hér förum við yfir þau öll, hverja má bæta við á listann? Það er spurning... Kannski litla-pung.

12-11
49:44

Strompaslys

Desemberuppbót? Hvað er það? Meiri pening? Kíkið á vr.is fyrir frekari upplýsingar. Þessi þáttur er í boði VR.Ef þið viljið styrkja okkur með kaffibollum þá er slóðin hér: https://buymeacoffee.com/jaokAnnars er þessi þáttur um slys í strompum...á íslandi...

12-04
40:09

Steina Vasulka

Kaupa kaffi : https://buymeacoffee.com/jaokÞetta er hljóð en hér fjöllum við mest um vídeó, vídeólist. Did vídeolist kill the podcast star? Það er stóra spurning, eða nei samt ekki. Við spjöllum allavega við Maríu Guðjohnsen (@mariagudjohnsen) um hina stórmerkilegu Steinu Vasulka.

11-27
47:52

Sirry Steffen

Hi. Villi and Fjölnir take a trip though the time machine and all the way to Hollywood just to meet the first Icelandic woman to work as an actress on the big screen. That's impressive! Hope you know that! Does anybody read this??

11-21
42:19

Recommend Channels