Óskar Bjarni ætlaði sér að verða leikari en það fór öðruvísi en ætlað var. Hann er svo mikill Valsmaður að það hálfa væri nóg. Hr. Valur væri réttnefni. Handboltinn á hug hans allan og hann þjálfar jöfnum höndum bestu leikmenn þjóðarinnar og börnin blíð. Óskar Bjarni lætur konuna um að keyra bílinn úti á landi svo þau rati örugglega á áfangastað.
Fyrsti forsetaherrann á Bessastöðum elskar að elda mat fyrir sína nánustu og brennur fyrir heilsueflingu. Sjálfur er hann afreksmaður í íþróttum og stundar crossfit af miklum móð. Björn Skúlason vildi skoða heiminn og fór frá Grindavík til Alabama í háskólanám. Það mætti segja að sú ákvörðun hafi að lokum leitt hann í faðm Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.
Ingi Garðar hefur unnið eftirtektarvert starf sem stjórnandi Skólahljómsveitar Vesturbæjar og nágrennis; svo mjög að Reykjavíkurborg sá ástæðu til að útnefna hann Reykvíking ársins. Hann hefur ferðast um víða um heim vopnaður sinni básúnu, gerir við blásturshljóðfæri og gríðarlegt safn 78 snúninga platna.
Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið í fremstu röð íslenskra leikara alveg frá því hún birtist okkur sem Mimi í RENT árið 1999 þar sem hún sló eftirminnilega í gegn. Hún gegndi stöðu Borgarleikhússtjóra í nokkur ár og elskar Frakkland. Svo segist hún vera heppin í leigubílum.
Ása Berglind er marghöm kona sem situr nú á Alþingi Íslendinga. Ferilsskráin er óvenju löng fyrir svona unga konu og ljóst að þarna fer engin meðalmanneskja. Hún klífur fjöll í kjólum og hefur bragðað flest þau sæföng sem í boði eru á veitingahúsum.
Ólafur Páll Gunnarsson, oftast kallaður Óli Palli, byrjaði sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu en ekki leið á löngu þar til hann spreytti sig sem útvarpsmaður og sér ekki fyrir endann á því ævintýri. Þættir hans á Rás 2 eru landsmönnum að góðu kunnir en er ekki bara tímabært að hann setjist hinum megin við borðið og sitji fyrir svörum?
Edda Björgvinsdóttir hefur verið ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar um árabil. Hún hefur skapað marga eftirminnilega karaktera bæði á sviði, í útvarpi og ekki síst í sjónvarpi og kvikmyndum. Lífið er þó ekki alltaf dans á rósum.
Ólafur Egilsson er höfundur nokkurra vinsælustu sýninga síðustu ára og má þar nefna Elly, Þetta er Laddi og 9 líf sem dæmi. Það virðist hafa legið nokkuð beint við að listirnar tækju Ólaf í faðm sinn en hann ólst upp á miklu menningarheimili og eru hæfileikarnir honum vissulega í blóð bornir.
Halldóra Geirharðsdóttir hefur verið í eldlínu íslenskra sviðslista um árabil og vakti fyrst athygli sem framlínukona rokksveitarinnar Risaeðlunnar þar sem hún blés í saxófón og söng. En flestir þekkja hana þó úr leiklistinni en hún hefur leikið mörg eftirminnileg hlutverk í leikhúsi og á hvíta tjaldinu.