Aukasendingin fékk formann KR Egil Ástráðsson í heimsókn til þess að kryfja flest þeirra mála sem kosið verður um á körfuknattleiksþingi helgarinnar. Stærst mála eru kannski breytingar á reglum um erlenda leikmenn og fjölgun leikja í efstu deild, en einnig er um fjölda annarra mála að ræða svosem hvaða búningum heimalið geta verið í, hversu margir leikmenn geti farið á venslasamning og hvort taka þurfi tillit til leikdaga liða af landsbyggðinni. Hérna er hægt að lesa þau þingskjöl sem v...
Sjötti maðurinn var ekki fullskipaður að þessu sinni en fékk til sín góðan gest en það var enginn annar en Snorri Vignisson. Rætt var um Bónus deild karla, 1. deild karla og fréttir vikunnar. Allskonar liðir fengu að láta ljós sitt skína og það var meðal annars snert á tillögum sem eru á borði KKÍ varðandi reglubreytingar í einum liðnum. Snorri ræddi 3x3 á Íslandi og margt, margt fleira. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson. Sjötti maðu...
Aukasendingin spjallaði í dag við Hannes Jónsson framkvæmdastjóra KKÍ. Til umræðu voru mörg ólík málefni, aðallega þó sá samningur sem sambandið gerði við pólska sambandið um að Ísland myndi leika í Katowice á EuroBasket í haust. Þá er í seinni hluta spjallsins farið yfir stórar tillögur sem fara fyrir þing KKÍ sem er á dagskrá 15. mars og þær breytingar sem verða á stjórn og hjá formanni sambandsins. Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn mættur með þátt vikunnar, en hann er með hefðbundnu sniði. Bónus deild karla er í aðalhlutverki ásamt föstum liðum inná milli. Kraftröðun, byrja/ bekkja, senda á Leifstöðina og fyrstu deildar hornið heldur áfram göngu sinni eftir góðar móttökur. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson. Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn kom saman beint eftir leik Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni EuroBasket 2025 og ræddi leikinn. Ísland mátti þola níu stiga tap í leiknum og þurfa því að treysta á að geta annaðhvort sigrað Tyrkland komandi sunnudag í Laugardalshöll eða að Unhverjalandi mistakist að vinna Ítalíu á sama tíma til að tryggja sig áfram á lokamótið. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson. Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristall...
Aukasendingin spjallaði við aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins og þjálfara Stjörnunnar í Bónus deildinni Baldur Þór Ragnarsson á leikdegi íslenska liðsins fyrir leik gegn Ungverjalandi í Szombathely í undankeppni EuroBasket 2025. Baldur Þór hefur verið aðstoðarþjálfari íslenska liðsins á síðustu árum ásamt því að hafa verið með yngri landsliðum Íslands, en á báðum vígstöðum hefur hann gert ansi vel. Þá hefur hann einnig verið nokkuð sigursæll með félagsliðum uppeldisfélags síns í Þór, með...
Aukasendingin hitti fyrir leikmann íslenska landsliðsins Hauk Helga Briem Pálsson á hóteli liðsins í Berlín í gærkvöldi, en þar æfir liðið þessa dagana fyrir lokaleiki undankeppni EuroBasket 2025. Fyrri leikurinn er í Ungverjalandi gegn heimamönnum komandi fimmtudag og svo lýkur undankeppninni með leik heima í Laugardalshöll komandi sunnudag. Haukur Helgi var aðeins 19 ára gamall árið 2011 þegar hann var fyrst valinn í íslenska landsliðið og því spannar ferill hans með liðinu að verða 14 ár....
Aukasendingin hitti fyrir fyrirliða íslenska landsliðsins Ægir Þór Steinarsson á hóteli liðsins í Berlín í dag, en þar æfir liðið þessa dagana fyrir lokaleiki undankeppni EuroBasket 2025. Fyrri leikurinn er í Ungverjalandi gegn heimamönnum komandi fimmtudag og svo lýkur undankeppninni með leik heima í Laugardalshöll komandi sunnudag. Ægir Þór hefur marga fjöruna sopið með íslenska liðinu. Var í báðum liðunum sem fóru á lokamót, fyrst í Berlín 2015 og svo tveimur árum seinna í Helsinki 2017. Í...
Helgi, David and Jeanne have been away for a while, but it was because of a storm. We go over the tables and where teams might finish at the end of the season. The women's league is about to split into the A- and B-division and we discuss if Tindastóll will keep the fifth position, if Grindavík will survive after this season as well as some other storylines. We talk about the best and worst transfers and if there are any players that haven't met expectations. We skim the lower divisions...
Sjötti maðurinn mættur aftur eftir viku pásu. Að vanda rennt yfir Bónus deild karla og í þetta skiptið var valið amk. eitt lið sem hvert einasta lið vildi ekki mæta í úrslitakeppnisseríu. Fórum yfir 1. deildina og liðna umferð þar, fréttir vikunnar, fastir liðir og allskonar stuð. Þá er sérstök umræða um landslið Íslands sem leikur í vikunni lokaleiki sína í undankeppni EuroBasket 2025. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson. Sjötti maðurinn er...
Aukasendingin fékk góðkunningja þáttarins Sigurð Orra “Véfrétt” Kristjánsson í heimsókn til að fara yfir sviðið. Ræddar eru fréttir vikunnar, síðasta umferð Bónus deildar karla, leikir kvennalandsliðs Íslands gegn Tyrklandi í gær og Slóvakíu komandi sunnudag, sigurvegarar og taparar vikunnar, topp fimm listi og margt, margt, margt fleira. Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn var að vanda að taka upp á sunnudagskvöldi. Farið var yfir leiki sunnudagsins en sömuleiðis var farið yfir leikina á fimmtudags og föstudags. Margir fastir liðir, margar pælingar og útlendingamál rædd í lok þáttarins. Fyrsta deildin fékk áframhaldandi sviðsljós, topp 5 listi og margt, margt fleira. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson. Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn var fullskipaður í þetta skiptið. Farið var vel yfir Bónus deild karla og sömuleiðis fréttir vikunnar. Í fyrsta skipti í sögu þáttarins fékk 1. deild karla sviðsljósið og var það gert vegna fjölda áskorana. Power ranking og margt, margt fleira. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson. Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn er mættur þessa vikuna og fullmannaður í þetta skiptið. Farið var yfir liðna umferð í Bónus deild karla, fréttir vikunnar og fasta liði. Þá er í þættinum opinber afsökunarbeiðni frá dyggum hlustanda sem gæti komið einhverjum á óvart og margt, margt fleira. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson. Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn er mættur aftur eftir gott jólafrí. Í þetta skiptið var Ögmundur erlendis en Eyþór og Mikael stóðu vaktina í þetta. Farið var yfir Bónus deild karla í bland við skemmtilega hefðbundna liði. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson. Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Aukasendingin kom saman með góðkunningjum þáttarins þeim Sigurði Orra “Véfrétt” Kristjánssyni og Guðmundi Inga Skúlasyni. Farið var yfir allar viðureignir síðustu umferðar Bónus deildar karla, spáð í lagskiptingu deildarinnar og þá eru einnig ræddar Bónus deild kvenna og fyrstu deildir karla og kvenna. Þá er einnig farið yfir hvaða fimm þjálfarar sem ekki eru í Bónus deild karla ættu að fá lið á næstunni og hvaða leikmenn hafa mögulega lækkað í verði á tímabilinu. Aukasendingin er í boði Kr...
Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer fyrrum leikmaðurinn Brenton Birmingham yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum. Brenton er 52 ára gamall í dag, en skóna lagði hann á hilluna sem leikmaður b liðs Njarðvíkur árið 2016, þá 43 ára gamall. Eiginlegum feril hans með aðalliði í meistaraflokki var þó lokið nokkrum árum áður, árið 2011, en þá var hann leikmaður Njarðvíkur. Brenton kom fyrst til Íslands árið 1998 og lék sem atvinnumaður í 12 tímabil á Íslandi með lið...
Sjötti maðurinn tók upp stóra jólaþáttinn beint eftir leik Vals og Tindastóls, en gestir þáttarins eru Gunnar Birgisson sérfræðingur hjá RÚV íþróttum og Frikki Beast leikmaður Sindra í fyrstu deild karla. Þátturinn var í þeim stíl að farið var yfir öll liðin og hvað þau þurfa að gera betur eða hrósað þeim fyrir að gera vel. Sömuleiðis allskonar fastir liðir og spurt og svarað með Gunna. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson. Sjötti maðurinn ...
Helgi, David and Jeanne start off joking about the holidays and go straight to congratulating the Icelandic Basketball Federation's (KKÍ) basketball man and woman of the year. The biannual KKÍ meeting is coming up next spring and we guess that the big topic will probably be the amount of foreign players allowed on teams (surprise, surpise...). We go a little heavy on the men's side this episode as we leaned a little more on the women's side last time. We discuss the mini-silly s...
Sjötti maðurinn tók upp þátt þar sem farið var yfir allt það helsta úr liðinni viku. Áhugaverð kraftröðun, Q&A og nýr liður sem heitir Brakið leit dagsins ljós. Þetta og margt, margt fleira. Í næsta þætti hjá sjötta manninum fá þeir góða gesti og ætla að halda jólauppgjörsþátt, getur ekki klikkað. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson. Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Kristofer Roman kolbeins
Mer fynnst leiðinlegt að hlusa a eihvap svona en þetta kom mer á ovart þetta er svo skemmtilegt og lika þegar. Maður þekir manneskjuna hana lofisu mjög skemmtilegt