Límónutréð

Límónutréð er hlaðvarp um leikskólamál. Rætt verður um allt milli himins og jarðar sem tengist leikskólastarfi og gestir þáttanna koma úr öllum áttum leikskólasamfélagsins

OMEP - Adrijana Visnjic-Jevtic

Límónutréð hitti Adrijönu Visnjic-Jevtic á EECERA ráðstefnunni í Brighton. Adrijana er dósent við háskólann í Zagreb, Króatíu. Hún er einnig forseti evrópudeildar OMEP samtakanna. Í þættinum segir Adrijana okkur frá rannsóknaráherslum sínum og starfi OMEP

11-15
16:42

Vöxum saman - Ráðstefna 1. nóvember 2024

Í þættinum segja þær Harpa Kolbeinsdóttir, leikskólastjóri í Stekkjarási og Unnur Henrysdóttir, leikskólakennari í Marbakka, okkur frá ráðstefnunni Vöxum saman sem haldin verður í Skátaheimilinu í Hafnarfirði 1. nóvember n.k. Skráning fer fram í gegnum netfangið voxumsaman@gmail.com

10-15
29:36

EECERA ráðstefna í Brighton-inngangur

Límónutréð fór á EECERA ráðstefnu í Brighton í byrjun september s.l. og tók upp nokkra þætti. Í þessum þætti hittum við nokkra íslenska þátttakendur og heyrum hvernig þeirra upplifun var af ráðstefnunni. Næsta ráðstefna EECERA verður í lok ágúst 2025 í Bratislava, Slovakiu

10-04
45:05

Móttaka og leiðsögn í leikskóla - Linda Ósk Sigurðardóttir

Í þættinum segir Linda Ósk Sigurðardóttir, sérkennslustjóri í leikskólanum Hlíð í Reykjavík, okkur frá meistararannsókn sinni. Linda Ósk lauk meistaranámi í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf við Menntavísindasvið HÍ og í rannsókninni skoðaði hún móttöku og leiðsögn nýs starfsfólks í leikskóla.

07-06
29:16

Leikskólinn Iðavöllur, Akureyri

Í þættinum heimsækjum við leikskólann Iðavöll á Akureyri og tölum við Önnu Lilju Sævarsdóttur leikskólastjóra. Við fórum um víðan völl enda á leikskólinn sér langa sögu og margt áhugavert er framundan í starfinu, t.d. eru kennarar að taka þátt í nýju verkefni sem tengist hæglæti og fljótlega verður opnuð ungbarnadeild í húsnæði grunnskóla í hverfinu.

05-29
30:41

Fjölmenning í leikskólum - Fríða Bjarney Jónsdóttir

Í þættinum segir Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála hjá Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar, okkur frá starfi sínu. Fríða Bjarney segir okkur einnig frá doktorsrannsókn sinni sem þar sem hún skoðar námsrými fjöltyngdra barna í leikskólum. Þar sem Barnamenningarhátíð stendur nú yfir í Reykjavík, endum við á lagi hátíðarinnar 2023, Kæri heimur með hljómsveitinni Flott

04-20
39:19

Jónína Hauksdóttir varaformaður KÍ

Í þættinum er rætt við Jónínu Hauksdóttur varaformann KÍ. Hún leikskólakennari frá Akureyri. Hún segir okkur hvernig nýtt starf leggst í hana og hvaða áherslur hún hefur þar.

03-21
29:23

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri

Í þættinum segja þau Íris Hrönn Kristinsdóttir og Gunnar Gíslason okkur frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Þar er unnið að ýmsum áhugaverðum verkefnum sem m.a. tengjast leikskólastiginu.

02-19
31:16

Málörvun og læsi í leikskólum - Dr. Rannveig Oddsdóttir

Límónutréð heimsótti Dr. Rannveigu Oddsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri. Hennar sérsvið er málþroski og læsi og í þættinum fjallar hún um sínar rannsóknir sem tengjast málörvun og læsi í leikskólum.

12-15
26:10

Flæði og jákvæð sálfræði - Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi

Í þessum þætti heimsækjum við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi þar sem unnið er í út frá kenningu Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði og hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Þær Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri og Elín Friðriksdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, sögðu okkur frá starfinu í Uglukletti og hvernig það hefur þróast frá opnun leikskólans árið 2007.

11-16
32:27

Raunfærnimat í leikskólakennaranámi

Í þættinum segja þær Ína Dögg Eyþórsdóttir, Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir og Dr. Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir frá raunfærnimati í leikskólakennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um þessar mundir er verið að meta þróunarverkefni um raunfærnimat sem unnið var á þessu skólaári og taka ákvarðanir um næstu skref. 

04-06
25:04

Yngstu börnin í leikskólanum - Dr. Hrönn Pálmadóttir

Í þættinum segir Dr. Hrönn Pálmadóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, okkur frá rannsóknum sínum sem tengjast yngtu leikskólabörnunum. Hvað þarf að hafa í huga þegar leikskólastarf fyrir yngstu börnin er skipulagt? 

10-22
29:03

Leiklist í Laufskálum - Hildur Lilja Jónsdóttir og Sigríður Jóna Clausen

Í þessum þætti heimsóttum við leikskólann Laufskála í Grafarvogi sem leggur áherslu á leiklist starfinu. Hildur Lilja Jónsdóttir leikskólastjóri, og Sigríður Jóna Clausen verkefnastjóri, sögðu okkur frá hvernig unnið er með leiklistina bæði í skipulögðum stundum og hvernig hún fléttast inn í daglegt starf. 

10-08
46:33

Styrking leikskólastigsins - skýrsla starfshóps

Í þessum fyrsta þætti haustins komu fulltrúar starfshóps á vegum Mennta-og menningarmálaráðuneytsins um styrkingu leikskólastigsins og kynntu tillögur hópsins. Hópurinn leggur fram fjölþættar tillögur um hvernig efla megi skólastarf á leikskólastigi, m.a. um endurskoðun á aðalnámskrá leikskóla, reglugerð um starfsumhverfi leikskóla og byggingarreglugerð. Tillögurnar eru nú til umfjöllunar í ráðuneytinu, m.a. í samhengi við fyrstu innleiðingaráætlun nýrrar menntastefnu sem kynnt verður í haust. Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/08/23/Breytingar-sem-efla-leikskolastarf/ 

09-03
46:00

Fararheill - Björn Rúnar Egilsson og Friðborg Jónsdóttir

Við áttum skemmtilegt spjall við þau Björn Rúnar Egilsson og Friðborgu Jónsdóttur, sem bæði eru doktorsnemar og aðjúnktar við Menntavísindsvið. Þeirra rannsóknir eru hluti af stærra verkefni sem kallast Fararheill: stuðningur við jákvæðan flutning barna með fjölbreyttan tungumála og menningarbakgrunn úr leikskóla í grunnskóla. Við fengum innsýn í þeirra rannsóknir og inn í líf doktorsnemans. 

04-09
29:20

Samfélagið og leikskólinn - Sigríður Gunnarsdóttir leikskólastjóri Arakletts á Patreksfirði

Í þættinum fáum við innsýn í leikskólastarf á Patreksfirði. Sigríður Gunnarsdóttir leikskólastjóri okkur frá hvernig starfinu í Arakletti og hvernig samfélagið allt tekur þátt í því.

03-19
22:24

Reynsla karla af leikskólastörfum - Dr. Þórdís Þórðardóttir

Í þættinum segir Dr. Þórdís Þórðardóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, okkur frá nýrri bók sem fjallar um reynslu karla af leikskólastörfum. Bókin heitir Exploring Career Trajectories of Men in the Early Childhood Education and Care Workforce: Why They Leave and Why They Stay. Ritstjórar eru David L. Brody, Kari Emilsen, Tim Rohrmann og Jo Warin. Bókin byggir á niðurstöðum úr alþjóðlegri rannsókn sem fram fór í þrettán löndum víðs vegar um heiminn. Þórdís er meðhöfundur tveggja kafla í bókinni.  Nánari upplýsingar um bókina er að finna hér

03-03
37:51

Samtal um fagið - nýtt námskeið í leikskólakennaranámi við Menntavísindasvið

Í þessum þætti fengum við fjóra kennara frá Menntavísindasviði til okkar, Dr. Kristínu Karlsdóttur, Önnu Katarzynu Wozniczka, Renötu Emilsson Pesková og Dr. Susan Rafik Hama. Þær segja okkur frá nýju námskeiði í leikskólakennaranáminu við sviðið þar sem leikskólakennaranemum með annað móðurmál en íslensku er boðið upp á samtalsvettvang um fagið.  

02-15
25:19

Framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast leikskólastarfi - Linda Rún Traustadóttir og Melkorka Kjartansdóttir

Í þættinum segja þær Linda Rún Traustadóttir og Melkorka Kjartansdóttir okkur fá lokaverkefnum sínum sem nýverið hlutu viðurkenningu frá skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Linda Rún skoðaði áskoranir í starfi leikskólastjóra og Melkorka útbjó stafrænt fræðsluefni fyrir leiðbeinendur í leikskólum. Við óskum þeim báðum til hamingju með þennan glæsilega árangur

01-24
30:45

Samstarfsaðilar í leikskólakennaranámi - Svava Björg Mörk

Í þættinum segir Svava Björg Mörk frá rannsókn sinni sem fjallar um samstarf hagmunaaðila í leikskólakennaranámi. Svava Björg er aðjúnkt og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Auk þess er hún annar helmingur Límóntrés dúettsins

09-28
34:04

Recommend Channels