DiscoverLANGA - hlaðvarp
LANGA - hlaðvarp
Claim Ownership

LANGA - hlaðvarp

Author: Snorri Björns

Subscribed: 317Played: 4,926
Share

Description

Hlaðvarp um langanir og langar vegalengdir.
78 Episodes
Reverse
Kiddi Aero og Davíð Jónssynir eru með bestu hjólreiðamönnum landsins. Kristinn var hjólreiðamaður ársins 2023 og 2024 og Davíð 2025. Davíð hefur keppt í elítuflokki síðan hann var 16 ára og það mætti segja að getustig bræðranna sé orðið það hátt að Ísland er orðið of lítið fyrir þá.
Hafdísi finnst lengra betra, LANGA hlaðvarp er sammála. 17.000 hitaeiningar fyrir tvo sólarhringa af hjóla-bakgarðinum, áherslur á þyngdarstjórnun í hjólreiðum, úr sundi í þríþraut og svo hjólreiðar, hausinn sem þarf til að verða góður úthaldsíþróttamaður og mörg önnur góð umræðuefni í þessum þætti.
Ætla Tobbi og Þorsteinn loksins í götumaraþon? Munu þeir hafa Arnar Péturs? Hversu hratt þarftu að hlaupa keppnishlaup til að mega húðflúra tímann á þig?Tilnefningar til besta járnkarlsins, yfirferð á íþróttamannalaunum, hröð maraþon frá fjallahlaupurum og vinsælasti skór ársins 2025.Það var af nægu að taka.
Arnar Péturs hefur svo sannarlega fengið augu á langhlaupin síðasta áratugin og tekur hér væna yfirferð á Valencia maraþoninu næstu helgi, málaferlinu eftir Ármannshlaupið, hvort hann sé bestur í 100km vegalengdinni, ÍBR, ábyrgð hlaupahaldara gagnvart bestu hlaupurum landsins, hvort almenningi langi að skokka eða keppa, Víðvangs-víginu, Why Always Arnar og Laugaveginn 2026.
Sigurður Örn og Latsi gæddu sér á hlaðborði umræðuefna á einlægan, hvetjandi og fræðandi máta! Bjargaði happaeistað mannslífi síðustu helgi? Ætti Tobbi séns í Íslandsmetið í Ironman? Hvaða hvatning virkar best í erfiðri keppni? Hvað viltu heyra og hvað viltu alls ekki heyra yfir erfiðasta kaflann? Síðast en ekki síst fengum við Top 5 ástæður fyrir árangri Norðmanna (hefur þetta viðfangsefni verið tekið fyrir áður?) frá Latsa með viðbótargreiningu Sigga. Þessi þáttur hressir, bætir og kætir.
Einvígi aldarinnar™

Einvígi aldarinnar™

2025-11-2145:55

Latsi í þráðbeinni frá Cozumel, Mexíkó, þar sem Geir Ómars og Siggi Tri mætast á sunnudaginn næsta í Einvígi aldarinnar™. Íslandsmethafinn á móti besta þríþrautarmanni Íslands í heilum Ironman: 3,9km sund, 180km hjól og heilt maraþon!Hver ber sigur úr býtum? Er verið að horfa framhjá myrkrahestinum? Hvernig eru aðstæður og hvað koma þeir mörgum grömmum af kolvetnum ofan í sig?
Synir LANGA fengu aldeilis umræðuefnin í hendurnar þessa helgina. Hér er farið yfir dramatíkina í víðavangshlaupunum, kærumenningu í hlaupasenunni, stór nöfn möguleg í Laugaveginn, íslenska atvinnumennsku, niðurstöður úr lyfjaprófum, Courtney Dauwalter og Harry Styles í götumaraþoni, enn annar norskur sigur og nýtt "heimsmet" hringinn í kringum Ísland.
Íslensku Kristian Blummenfelt og Gustav Iden, þríþrautarkóngarnir Latsi og Geir Ómarsson mæta í settið og fara yfir víðan völl: Norsku þríþrautarprinsarnir sem röðuðu sér í fyrstu þrjú sætin á heimsmeistarmótinu nýverið, vendingar í þjálfarteyminu þeirra og ný nálgun á æfingar, Siggi Örn reyndi við Íslandsmet í Ironman og ætlar að gera aðra tilraun eftir nokkrar vikur, Casper Stornes innbyrti 183gr af kolvetnum á klukkustund í frammistöðu lífs síns, Latsi greinir low-efficiency og high-efficiency skó og Geir Ómars mætir með glænýja (eins manns) rannsókn á carbon skóm og mjólkusýrumælingum.
Guðfinna Kristín og Halldór Hermann (your favorite runner's favorite runner) mæta fyrir og eftir sín hlaup á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum hér í Canfranc. Þau glímdu (og glíma enn) bæði við beinbrot á árinu og þurftu að hagræða æfingum til þess að komast á mótið – sem gekk líka svona vel hjá þeim báðum. Allt um það og aðrar frammistöður í þessum þætti.
Sigurjón Ernir hefur átt brösótt ár sökum bílslyss en náð gríðar góðum árangri þrátt fyrir það. Hann ræðir landsliðsverkefnin sín síðasta áratuginn, hvernig hann breytti æfingum og fór að geta hlaupið meira/hraðar og bætingarárið sem hann átti fyrir tveimur árum. Hann deilir einnig með okkur litlum miða sem hann tekur með í hlaupið sitt á laugardaginn til þess að minna hann á fyrir hvern og af hverju hann er að gera þetta.
Andrea er kannski Strava og Instagram dark en það er engin ástæða til að óttast. Hún mætir á ráslínuna, hliðin á Katie Schide, í sínu besta formi til þessa.
Virkilega skemmtileg innsýn inn í haus eins besta hlaupara Íslendinga: Næringarplanið, brautin, vegferðin frá HM í Tælandi til dagsins í dag, valið milli long og short, hröð ultra hlaup og segment hunting í miðju heimsmeistaramóti.
Íris og Anna eru báðar búnar að koma sér í toppform fyrir HM 2025. Anna Berglind hefur aldrei æft jafn mikið, vikur upp á 130km og 5000 hæðarmetra – fullt tilefni til enda brautin í ár með þeim erfiðari sem sést hafa.
Þorbergur Ingi, reynslumesti landsliðsmaður Íslands, sest niður hér í Canfranc og les í stöðuna fyrir Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fer fram næstu helgi.
Vænleg yfirferð yfir stærstu utanvegahlaupaveislu ársins: UTMB. Kenía er farin að láta finna fyrir sér í trail-heiminum, með tilheyrandi efasemdum og spurningarmerkjum, er Courtney Dauwalter að taka keppninni of léttúðlega? Er Jim Walmsley ósnertanlegur? KK og KVK sigurvegarar UTMB þjálfaðir af sama aðilanum - sama aðila og Caleb Olson segir upp eftir stórsigur sinn í Western Sates! Hvað getur 100kg skíðagöngumaður hlaupið 10km hratt (hratt) og eru utanvegahlaup að breytast í Formúlu 1?
Dagur mætti inná skrifstofu til framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækis fyrir 8 árum, þá 20 ára gamall, og lagði fyrir hann áætlun um markmið fyrir glæstan skíðagönguferil sem hann þurfti hjálp við að framkvæma.Í dag er hann besti skíðagöngumaður landsins, hleypur 10km á 33:28 og sigraði hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst síðastliðnum. Dagur er hér krafinn um svör við þjálffræði, álagsstjórnun, æfingamagn, kolvetnainntöku, besta tíma upp að Steini, hvernig hann fór úr 39:29 í 10km niður í 33:28, Norwegian method, hvernig skíðaganga og hlaup vinna saman, lífið sem atvinnuíþróttamaður og fleira til.
ÍBR svarar fyrir sig

ÍBR svarar fyrir sig

2025-08-2637:33

Óánægju gætir innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd á Reykjavíkurmaraþoninu, en í fyrsta skipti í 40 ára sögu hlaupsins voru hlauparar ræstir í tveimur flokkum: keppnis- og almennum flokki. Ringulreiðin sem því fylgdi bitnaði á upplifun og frammistöðu keppenda.Hrefna Hlín, sviðsstjóri viðburðarsviðs ÍBR, gefur okkur innsýn inn í ákvörðunartöku og framkvæmd hlaupsins og segir sína hlið á málinu.
Hlynur og Baldvin mæta á DURA drykkjarstöðina degi eftir Reykjavíkurmaraþonið til að gera upp viðburðinn, brautarmet Baldvins, vonbrigði Hlyns og allt því sem viðkemur því að skara fram úr í hlaupum - þvert á vegalengdir!
Við fylgjum eftir viðtölum við Baldvin Þór og Hlyn Andrésson með sjóðheitri umræðu um Reykjavíkurmaraþonið. Viktor Orri mætti á DURA drykkjarstöðina til að ræða möguleika Baldvins og Hlyns til að slá met, Elísu á móti Andreu í hálfu, hvað hlaupahaldarar þurfa að gera til að fá skráningu í hlaupin sín, hvað 100km afrekið hans Arnars fær mörg stig í samanburði við önnur met íslenskra hlaupara, "illa stiguð" utanvegahlaup, val Landsliðsmanna á betur stiguðum hlaupum, hvort sub 5 Laugavegur jafngildi sub 3 maraþoni, nýjungar í carbon skóm, og hvað þú þarft að gera til að komast inn á top 100 lista yfir hröðustu tíma í 10km, hálfmaraþoni og maraþoni.
Brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu var sett um það leyti sem Hlynur Andrésson var að fæðast. Hann er búinn að strengja saman góðar æfingavikur og mánuði og er tilbúinn í atlögu að metinu. Hlynur fer hér yfir breytingar í æfingum fyrir maraþonið, „maraþon specific“ æfingar, hvernig sumum tekst ekki að höndla síðustu 12km af maraþonvegalengdinni, skóbúnaðinn sinn og zone æfingar.
loading
Comments 
loading