Labbitúr

<p><b>Labbitúr er podcast þar sem Halli fer í labbitúr með skapandi einstaklingum.</b></p>

Labbitúr: Saga Garðarsdóttir

Saga Garðarsdóttir er ein ástsælasta leikkona og uppistandari þjóðarinnar. Hún hefur náð einstökum árangri í sviðslistum og grínheiminum með sinn persónulega, hráa og oft hjartnæma stíl. Í nýjasta þætti Labbitúrs gengur hún með Haraldi „Halla“ Þorleifssyni um götur borgarinnar og spjallar hispurslaust um fjölskyldulíf, frægð og sjálfstraustið sem fylgir sviðinu – og hvað það er erfitt að semja brandara. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum ti...

09-15
01:41:48

Labbitúr: Baltasar Kormákur

Baltasar Kormákur þarf vart að kynna. Hann er líklega þekktasti kvikmyndaleikstjóri Íslandssögunnar, með feril sem spannar íslenskar kvikmyndir, stórmyndir frá Hollywood og eigin kvikmyndaver – RVK Studios – sem hefur sett Ísland á heimskort kvikmyndagerðar. Í þessum þætti labbar hann með Halla um stúdíóið sem sem hann byggði og fer yfir ævi, áhrif og ólíka fasa í sínum stórbrotnu ferli. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórle...

09-09
01:19:22

Labbitúr: Elísabet Ronaldsdóttir

Elísabet Ronaldsdóttir hefur unnið að sumum stærstu kvikmyndum síðari ára. Hún hefur klippt myndir á borð við John Wick, Atomic Blonde, Deadpool 2, Bullet Train og nýverið Fall Guy og Nobody 2. Í nýjasta þætti Labbitúrs gengur hún um götur Reykjavíkur með Halla og ræðir um kvikmyndagerð, fjölskyldulíf og hvernig það er að standa bak við tjöldin í Hollywood. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reyns...

07-02
01:26:05

Labbitúr: Mugison

Í nýjasta þætti Labbitúrs rölta Halli og tónlistarmaðurinn Mugison saman um götur Reykjavíkur. Mugison, sem heitir réttu nafni Örn Elías Guðmundsson, segir frá óvenjulegum uppruna listamannsnafnsins síns, fyrstu skrefum í tónlist og hvernig lífið hefur tekið stakkaskiptum í gegnum árin. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.

06-25
01:29:57

Labbitúr: Benedikt Erlingsson

Benedikt Erlingsson, leikari, leikstjóri og rithöfundur, er nýjasti gesturinn í Labbitúr með Halla. Þeir félagar röltu saman um götur miðbæjarins, í samtali sem flæddi milli listrænnar sköpunar, fjölskyldusögu, gamansemi og tilverunnar sjálfrar – í anda þáttarins þar sem hugmyndir og orð fylgja gönguskrefum. Benedikt, sem hóf feril sinn í grínþáttunum Fóstbræður árið 1997 og hefur síðan þá vakið alþjóðlega athygli fyrir kvikmyndir á borð við Hross í oss og Kona fer í stríð, lýsir ástríðu sinn...

06-18
01:40:18

Labbitúr: Gerður Kristný

Í þessum þætti hlaðvarpsins Labbitúr fær Halli til sín rithöfundinn Gerði Kristný. Gerður hefur verið einn afkastamesti og virtasti rithöfundur landsins undanfarin ár og gefið út ekki aðeins bækur heldur ljóð, leikrit og annað efni. Verk hennar eru kennd bæði í grunn- og framhaldsskólum og hefur hún hlotið ótal viðurkenningar innan sem utan landsteina, nú síðast Norsku Alfred Anderson-Ryssts bókmenntaverðlaunin. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt ...

06-11
01:46:52

Labbitúr: Bubbi Morthens

Í þessum þætti hlaðvarpsins Labbitúr fær Hallitil sín tónlistar- og alhliðalistamanninn Ásbjörn “Bubba” Morthens. Bubbi hefur verið einn fremsti tónlistarmaður þjóðarinnar alveg frá útgáfu sinnar fyrstu plötu, Ísbjarnarblús, árið 1980. Hann hefur ekkert gefið eftir á undanförnum 45 árum enda fáir sem jafnast á við útgefinn lagafjölda og segist Bubbi enn semja eitthvað á hverjum degi. Viðtalið býður einstaka sýn í æsku og sálarlíf Bubba þar sem þeir ganga um hans æskuslóðir og rifja upp mótand...

06-04
01:28:29

Labbitúr: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Í þessum þætti hlaðvarpsins Labbitúr fær Halli til sín leikstjórann og handritshöfundinn Hafstein Gunnar Sigurðsson. Hafsteinn hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem einn fremsti leikstjóri landsins með verk á borð við París Norðursins og Undir Trénu á ferilskránni ásamt því að vinna til 16 verðlauna. Samtal þeirra er mjög skemmtilegt og dregur fram krefjandi heim upprennandi kvikmyndargerðarfólks hér á landi. Eftir að ljúka námi í bókmenntafræði sótti Hafsteinn nám við Columbia ...

05-28
01:34:08

Labbitúr: Lóa Hjálmtýsdóttir

Í þessum þætti hlaðvarpsins Labbitúr Halli til sín listakonuna Lóu Hjálmtýsdóttur. Það er nánast ómögulegt að setja aðeins einn hatt á Lóu en hún er í tónlist, teiknar myndasögur, málar og margt fleira. Í þessum þætti eiga þessir vinir mjög skemmtilegt spjall sem fer um víðan völl um allt og ekkert. Þau ræða stofnun sundlaugagarða á Íslandi, breytingu á svartsýnu viðhorfi og hve lengi hún hefur verið í hljómsveitinni. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu....

05-21
01:42:39

Labbitúr: Erpur Eyvindarson

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Labbitúr fær Halli til sín tónlistarmanninn Erp Eyvindarson, betur þekktan sem BlazRoca. Í þessu einlæga og skemmtilega spjalli rifja þeir upp feril Erps, áhrif hans á íslensku rappsenuna, og hvernig ferðalög og dýralíf hafa mótað lífsviðhorf hans. Erpur byrjaði snemma að feta sig inn á brautina sem hefur gert hann að einum af mikilvægustu listamönnum Íslands. Hann rifjar upp stofnun Rímnaflæðis, fyrstu keppninnar í íslensku rappi, og hvernig það þróaðist yfir í ...

05-14
02:43:05

Labbitúr: Andri Snær Magnason

Í nýjasta þætti Labbitúrs ræðir Halli við rithöfundinn Andra Snæ Magnason, sem hefur verið í fremstu röð íslenskra listamanna í yfir tvo áratugi. Í opinskáu samtali lýsir Andri Snær hvernig sköpunarferlið getur verið þunglamalegt, stundum nánast óbærilegt – en jafnframt gefandi og nauðsynlegt. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.

05-07
01:54:10

Labbitúr: KK

Í nýjasta þætti Labbitúrs fær Halli til sín einn fremsta tónlistarmann þjóðarinnar, Kristján Kristjánsson sem er mun betur þekktur undir listanafni sínu KK. Hann hefur verið virkur tónlistarútgefandi frá árinu 1991 og unnið til tveggja verðlauna á íslensku tónlistarverðlaununum. Þessi jarðbundni listamaður lítur ekki stórt á sjálfan sig og gerir lítið úr afrekum sínum þó hann viðurkenni að njóta þess að hvíla röddina og láta áhlustendur syngja hástöfum með lögunum sem allir þekkja. K...

04-30
01:14:07

Labbitúr: Halldóra Geirharðsdóttir

Í nýjasta þætti Labbitúrs fær Halli til sín einn ástsælasta leikara þjóðarinnar, Halldóru Geirharðsdóttur. Halldóra hefur um áratugaskeið verið stórt nafn í íslenskri leiklist og kvikmyndagerð – allt frá Englum alheimsins til Konu fer í stríð. Í viðtalinu fer hún yfir langan og litríkann feril, en einnig yfir persónuleg tímamót í lífi sínu og nýjar áherslur. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reyn...

04-09
01:10:30

Labbitúr: Ari Eldjárn

Ari Eldjárn einn vinsælasti grínisti Íslands fyrr og síðar er viðmælandi vikunnar í Labbitúr með Halla. Í þættinum fara þeir félagar hvernig hann slysaðist hálfpartinn í Uppistandið, þá sem hafa veitt Ara innblástur og hvernig lífið breyttist eftir útgáfu Pardon my Icelandic uppistandsins á Netflix. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.

04-02
55:09

Labbitúr: Gunnar Hansson

Í nýjasta þætti Labbitúrs með Halla, ræðir leikarinn Gunnar Hansson um líf sitt og störf í leiklist, bæði á Íslandi og í samanburði við önnur lönd. Hann lýsir starfi leikarans hérlendis sem bæði krefjandi og einstaklega fjölbreyttu. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.

03-26
01:30:54

Labbitúr: Auður Jónsdóttir

Í þætti vikunnar af Labbitúr í stjórn Haralds “Halla” Þorleifssonarer gesturinn Auður Jónsdóttir. Auður er metsölurithöfundur og blaðamaður sem hefur gefið út 15 skáldsögur, smásögur og barnabækur utan fjölda greina fyrir Heimildina. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina sína Fólkið í kjallaranum. Í þættinum fer Auður yfir æsku sína og leiðina sem leiddi til farsæls ferils sem rithöfundur. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum...

03-19
01:50:10

Labbitúr: Árni Rúnar

Í nýjasta þætti Labbitúrs ræðir Halli við tónlistarmanninn Árna Rúnar Hlöðversson, einn af stofnendum FM Belfast. Árni hefur verið lykilmaður í íslensku raftónlistarsenunni í rúm tuttugu ár, en FM Belfast vakti fyrst athygli á Iceland Airwaves árið 2006. Síðan þá hefur bandið verið þekkt fyrir orkuríka sviðsframkomu og einstakan stíl sem blandar saman rafpoppi, danstónlist og óbilandi gleði. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórlei...

03-12
01:14:47

Labbitúr: Dóra Jóhannsdóttir

Í þætti vikunnar af Labbitúr með Halla er gesturinn Dóra Jóhannsdóttir. Dóra hefur prýtt sjónvarpsviðtæki þjóðarinnar undanfarin ár sem leikari en færri kannski vita af hlutverkum hennar á bak við tjöldin sem handritshöfundur vinsælu seríunnar Húsó og einu besta áramótaskaupi síðustu ára (2022) ásamt því að leikstýra skaupinu. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra huga...

03-05
01:10:37

Labbitúr: Einar Örn Benediktsson

Tónlistarmaðurinn Einar Örn var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Sykurmolar, eitt þekktasta og áhrifamesta bandið í íslenskri popptónlist á níundaáratugnum. Sykurmolarnir voru þekktir fyrir einstaka blöndu af poppi, rokki og nýbylgjutónlist. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.

02-26
01:13:52

Labbitúr: Ólafur Arnalds

Í nýjasta þætti hlaðvarpsseríunnar Labbitúr í stjórn “Halla” Þorleifssonarer viðmælandinn Óli Arnalds. Óli hefur gefið út mörg verk undir eigin nafni á undanförnum árum og er í dag einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands ef rýnt er í hlustendatölur á Spotify en 2,9 milljónir manna hlusta á hann í hverjum mánuði. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.

02-19
46:19

Recommend Channels