Discover
Landsbyggðir
155 Episodes
Reverse
Hildigunnur Svavarsdóttir nýr forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri er gestur Karls Eskils Pálssonar. Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunum vegna heimsfaraldursins. Hildigunnur segir frá viðbrögðunum á SAK, auk þess sem hún horfir til framtíðar varðandi uppbyggingu stofnunarinnar.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar er gestur Karls Eskils Pálssonar.
Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís er gestur Karls Eskils Pálssonar
Séra Svavar A. Jónsson hefur myndað eyfirska fossa og gefið út bók um þá. Hann sýnir valdar myndir af fossum og segir frá þeim.
ATH. Myndirnar má sjá með þættinum á www.n4.is, Youtube og Facebooksíðu N4 Sjónvarp. Einnig er þar að finna texta við þáttinn, þar sem hljóðupptakan er ekki eins og á verður kosið, enda tekið upp í fjarviðtali.
Atvinnumál Vestfjarða. Karl Eskil Pálsson ræðir við Guðrúnu Önnu Finnbogadóttur verkefnastjóra hjá Vestfjarðarstofu.
Staða ferðaþjónustunnar á landsbyggðunum. Viggó Jónsson formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands er gestur Karls Eskils Pálssonar.
Halldór Guðmundsson mun stýra Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf á Akureyri, sem um mánaðamótin tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar. Karl Eskil Pálsson ræðir við Halldór um starfsemina og framtíðarsýn.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri er gestur Karls Eskils Pálssonar. Meðal annars er fjárhagsstaða sveitarfélaga til umræð
Covid-19 skimanir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Inga Stella Pétursdóttir forstöðulífeindafræðingur SAk er gestur Karls Eskils Pálssonar.
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings er gestur Karls Eskils Pálssonar.
Arngrímur Brynjólfsson og Þorsteinn Vilhelmsson sigldu til landsins fyrr í mánuðinum með nýjum Vilhelm Þorsteinssyni EA. Karl Eskil Pálsson talaði við þá um sjómennsku, báðir eru þeir þaulreyndir skipstjórar.
Súkkulaði og vetraríþróttir. Minjasafnið á Akureyri varðveitir gríðarlegt magn gamalla mynda. Hörður Geirsson sýnir í þættinum myndir sem tengjast páskum. Meðal annars myndir sem teknar voru í súkkulaðiverksmiðjunni Lindu á Akureyri.
ATH. Myndirnar má sjá með þættinum á www.n4.is, Youtube og Facebooksíðu N4 Sjónvarp.
Landsbyggðir, gjörið svo vel !
Ólöf Ýrr Atladóttir er gestur Karls Eskils Pálssonar. Ólöf Ýrr rekur ferðaþjónustufyrirtæki í Fljotum í Skagafirði og gjörþekkir íslenska ferðaþjónustu.
Landsnet er eitt mikilvægasta fyrirtæki þjóðarinnar. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets er gestur Karls Eskils Pálssonar.
Í þættinum kynnumst við rekstri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.
Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE ræðir stöðu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra og helstu tækifæri og áskoranir í atvinnulífinu.
Íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar fjölgaði umtalsvert á síðasta ári og umtalsverð uppbygging er fyrirhuguð í sveitarfélaginu á komandi árum. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri er gestur Karls Eskils Pálssonar.
Hvernig er matvælaeftirliti háttað og er karfið etv of flókið? - Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar er gestur Karls Eskils Pálssonar.
Starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og með aukinni tæknivæðingu er líklegt að breytingar verði jafnvel enn hraðari á komandi árum. Hverjar eru ógnirnar og hvar liggja helstu tækifærin. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdatjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er gestur í Landsbyggðum.
Staðan í atvinnulífinu á Austurlandi í upphafi ársins. Karl Eskil Pálsson talar við Jónu Árnýju Þórðardóttur framkvæmdastjóra Austurbrúar og Þráinn Lárusson athafnamann.




