Morðcastið

Morðcastið er podcast þar sem fjallað er um íslensk og erlend sakamál á léttum nótum. Þátturinn kemur út á hverjum fimmtudegi. Til að hafa samband: mordcastid@gmail.com instagram.com/mordcastid twitter.com/mordcastid

218. Orð dagsins er: Amma

Góðan daginn, fimmtudaginn. Góð amma er gulli betri, en stundum eru ömmur bara algjörar herfur. Í þætti dagsins kemur fyrir amma sem stóð röngu megin við réttuna, unglingar og hamar. Allt hræðilegt í röngu samhengi. Þátturinn er í boði Ristorante, Happy Hydrate, Nettó, GoodGood, Hopp og verkefnisins Taktu stökkið! Mál hefst: 10:52

05-30
59:38

217. Orð dagsins er: Klór

Góðan daginn fimmtudaginn! Það er enn einn fallegi fimmtudagurinn og enn eitt ömurlega málið.  Í þetta skiptið erum við staðsett í Kanada (ekki Kansas) þar sem að ung stelpa fylgir vinkonu sinni heim og hverfur síðan sporlaust.  Algjörlega hræðilegt alltsaman eins og venjulega, samt sjúklega áhugavert. Þáttur dagsins er í boði Good Good, Hopp, Sjóvá, Nettó, Ristorante, Happy Hydrate, ooog verkefnisins Taktu Stökkið. Mál hefst 12:02 Óklipptan þátt má finna inná www.pardus.is/mordcastid

05-22
53:38

216. Orð dagsins er: Beltagatari

Nú vitum við það að skólagangan er mikilvæg og seinkomur og fjarvistir eru ekki af hinu góða. Það sannaði sig heldur betur þegar tveir strákar í Ástralíu ákváðu að skrópa í skólanum fyrir mjög mörgum árum síðan. Við sögu koma gulur Daihatsu og beltagatari ásamt mörgu öðru frekar grós.  Þáttur dagsins er í boði: Ristorante, Happy Hydrate, Nettó, Hopp og verkefnisins Taktu stökkið! Mál hefst: 14:12

05-16
01:01:28

215. Orð dagsins er: Súkkulaði

Góðan daginn, fimmtudaginn.  Í þætti dagsins spólum við þokkalega mörg ár aftur í tímann og kynnumst miklu glæsikvendi, að hennar eigin mati allavega. Ýmislegt merkilegt gerist og öllu líkur síðan með nokkrum súkkulaðimolum. Allt í seinn mjög merkilegt, hræðilegt, áhugavert og steikt. Þáttur dagsins er í boði Ristorante, Happy Hydrate, Nettó, Sjóvá, Hopp, Sleepy, Good Good. Mál hefst 11:26. Óklipptan þátt má finna inná www.pardus.is/mordcastid

05-09
59:58

214. Orð dagsins er: Samfélagsþegnar

Góðan daginn, fimmtudaginn.  Við elskum einkaframtakið og að taka málin í sínar hendur, en í þætti dagsins hefði verið betra heima setið en af stað farið. Algjörlega ömurleg örlög alltof margs fólks í dag voru í höndum bræðra sem hefði átt að knúsa töluvert oftar í bernsku. Þátturinn er í boði MFitness, Hopp, Happy Hydrade, Nettó, Ristorante og Sleepy. Mál hefst: 2:03

05-02
51:35

213. Orð dagsins er: Sápustykki

Góðan daginn, fimmtudaginn! Við erum kannski í vorfýling þennan fimmtudaginn en það er óhætt að segja að þessi þáttur er jafn grámyglulegur og allir hinir.  Um er að ræða eina fjölskyldu, eitt andlát, mjög margt ömurlegt, enn fleira hræðilegt. Óteljandi mörgum spurningum ósvarað. Þáttur dagsins er í boði: Hopp, Ristorante, Símans, Good Good, Nettó, Happy Hydrate. Mál hefst: 10:57 Þolendur: Grant og Gracie Solomon.

04-25
01:03:22

212. Orð dagsins er: Ákvörðun

Oftast finnst okkur ákvarðanafælni vera ókostur í fólki, en í þætti dagsins hefði verið gríðarlega gott ef engar heimskulegar ákvarðanir hefðu verið teknar. Heimskir menn hitta aðra heimska menn og úr verður súpa af kjaftæði. Þátturinn er í boði Hopp, Ristorante, Happy Hydrate, Nettó, Sjóvá og Sjónvarps símans. Mál hefst: 12:03

04-17
01:00:20

211. Orð dagsins er: Anorakkur

Góðan daginn fimmtudaginn! Þáttur dagsins er ömurlegur, venju samkvæmt. Lítið barn leggur af stað í skólann og kemur aldrei aftur heim. Málið áhugavert, niðurstaðan hræðileg. Þáttur dagsins er í boði Hopp, Ristorante, Símans, Good Good, Nettó og Happy Hydrate.  

04-11
56:54

210. Orð dagsins er: Hælspor

Fimmtudagsfimmtudagur sem við eyðum saman í suðurríkjunum. Það er Alabama í dag þar sem fyrirmyndardrengur heimsækir ættingja sína með vægast sagt ömurlegum afleiðingum. Bjakk tuff sem aldrei fyrr. Þátturinn er í boði MFitness, Hopp, Happy Hydrate, Ristorante, Nettó, Smash og Símans. Mál hefst: 18:05

04-04
52:07

Orð dagsins er: Stærðfræði

Hafiði heyrt um stelpuna sem var tekin og geymd í kjallara? Þetta er sú saga, nema ný, en samt gömul. Alveg gjörsamlega ömurlegt og óþolandi en samt alltaf jafn ótrúlega merkilegt.  Í boði Ristorante, Happy hydrate, Sjóvá, GoodGood, Hopp, Smash og Símans. Mál hefst: 12:10 Þolandi: Natascha Kampusch Gerandi: Wolfgang Priklopil

03-28
01:06:44

199. Orð dagsins er: Tjald

Oft var ógeð en nú er óóóóógeð. Bylgja segir Unni sögu ungrar stelpu, og svo unglingsstúlku og svo konu, sem verulega óvænt lendir í aðstæðum sem engin, aldrei, ætti að lenda í. En vitið þið hvað hún er? SURVIVOR! Þáttur dagsins er í boði Happy Hydrate, Hopp, Nettó, Ristorante, Smash og Sjónvarps Símans. Mál hefst: 10:37

03-21
01:13:58

207. Orð dagsins er: Vinahópur

Góðan daginn, fimmtudaginn! Eina sem er krúttlegra en krúttleg ungabörn eru krúttlegir eldri borgarar, eins og þau sem því miður hljóta algjörlega hræðileg örlög í þætti dagsins. Ömurlegt mál, innilega ömurlegt frá a-ö.  Þáttur dagsins er í boði Hopp, Good Good, Happy Hydrate, Smash, Ristorante og Sjóvá. Mál hefst: 7:46 Gerandi: Daniel Marsh. Þolendur: Oliver Northrop og Claudia Maupin. 

03-14
47:46

206. Orð dagsins er: Uppvask

Góðan daginn raunfimmtudaginn! Systur eru mættar í stúdíó í hendingskasti til að taka upp nýjan þátt sökum alvarlegrra heimsku. Bylgja segir núna sögu ótrúlegrar konu sem á ótrúlega stuttri ævi hefur sigrast á alls konar.  Þátturinn er í boði Ristorante, Nettó, Smash, MFitness, Happy Hydrate og Hopp. Mál hefst: 22:38.

03-07
01:05:44

205. Orð dagsins er: Andarstytta

Góðan daginn, fimmtudaginn. Rúmlega 200 þættir og alltaf er þetta nú jafn ógeðslega ömurlegt. Í þætti dagsins segir Bylgja, á 1,75 hraða, frá viðbjóðslegum manni sem ferðaðist um gervöll Bandaríkin, alls ekki til að skoða söfn. Þátturinn er í boði GoodGood, Happy Hydrate, Ristorante, Smash! og Sjóvá. Mál hefst: 14:03

02-22
54:25

204. Orð dagsins er: Líkgeymsla

Góðan daginn, fimmtudaginn. Í þætti dagsins segir Unnur frá tveimur ungum stelpum sem hljóta mjög ömurlega og hræðilega dauðdaga, sem síðan leysast ekki fyrr en löngu seinna. Í leiðinni kemur í ljós að þetta var allt svo miklu meira og ógeðslegra en nokkurt okkar hefði getað giskað á. Áhugavert samt, en fyrst og fremst hræðilegt. Þáttur hefst: 7:38 Þáttur dagsins er í boði Good Good, Smash! Ristorante, Happy Hydrate og Nettó.

02-15
56:20

203. Orð dagsins er: Naggur

Góðan daginn, fimmtudaginn. Bylgja segir frá algjörlega ömurlegu máli í úthverfum Bandaríkjanna þar sem unglingsdrengir taka örlög fólks í sínar hendur og hefðu betur sleppt því.  Þátturinn er í boði Smash!, Ristorante, Sjóvá og Happy Hydrate. Mál hefst: 12:44

02-08
44:18

202. Orð dagsins er: Catfish

Þáttur dagsins bíður uppá allskonar hringavitleysu og margs konar rugling en það er hálft í hvoru af því að Unnur er að segja frá og af því að málið er alveg galið.  Þetta er auðvitað alltaf jafn hrikalega sorglegt og ömurlegt og vanalega en í þetta skiptið hlýtur ungur drengur alveg hræðileg örlög fyrir það eitt að hanga á spjallrásum internetsins. Þátturinn er í boði Nettó, Mfitness, Happy Hydrate, Stöð 2+ og Ristorante Mál hefst 7:18 en óklipptan þátt má finna inná pardus.is/mordcastid

01-31
01:10:14

201. Orð dagsins er: Mr.Big

Í þætti dagsins eru systur enn og aftur staddar í Ástralíu. Í þessum þætti segir Bylgja frá sögu yndislegs unglings sem lenti í rigningu og þar af leiðandi í hræðilegum aðstæðum. Og allt endar ömurlega, eins og eiginlega alltaf. Þátturinn er í boði  Ristorante, Happy Hydrate, Sjóvá, GoodGood og Stöð 2+. Mál hefst: 07:43

01-25
01:00:12

200. Orð dagsins er: Belial

Góðan daginn, tvöhundruðasta fimmtudaginn! Mjög margir þættir að baki og að því tilefni er alveg ógnar langur þáttur í dag. Hrikalegt mál með allskonar hörmulegu, en það er þó allavega upplýst. Eða við höldum það allavega. Kannski? Þátturinn er í boði Ristorante, Stöð 2+, Happy Hydrate og Nettó. Mál hefst 7:35.

01-18
01:31:26

199. Orð dagsins er: Glomma

Tvær tættar og ein á vitlausu tímabelti hittast og ræða ákaflega kaótískt um allt og ekkert. Svo segir Bylgja frá hvarfi húsmóður í norskri sveit. Þátturinn er í boði Ristorante, Sjóvá, Happy Hydrate, GoodGood, Stöð 2+ og MFitness Mál hefst: 16:36

01-11
50:40

OBF1

Unnur og Bylgja, ykkar er sárt saknað💖 Fimmtudagar eru bara venjulegir núna🥺 Ég skil vel að þið þurfið smá frí.... og að það eru bara komnar 2-3 vikur... EN vá.... it feels like months and months? Þið eruð frábærar!💖

06-26 Reply

Kristjana Ragnarsdóttir

það er svo skrýtið þegar þið eruð að hlæja í tíma og ótíma af hræðilegu atburðum

07-26 Reply

Recommend Channels