Discover
Morgunkaffið
152 Episodes
Reverse
Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona og Einar Kárason rithöfundur kíktu í morgunkaffi til okkar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar settist líka hjá okkur.
Við heyrðum líka í Ásthildi Sturludóttur nýjum bæjarstjóra á Akureyri sem sagði okkur hvernig fullkominn dagur fyrir norðan er.
Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona og starfsmaður Árnastofnunar og leikarinn Valur Freyr Einarsson drukku morgunkaffi með okkur og við spjölluðum um heima og geima.
Drottning þáttarins var Björgvin Halldórsson (BÓ) sem fór yfir ferilinn, pólitíkina, morgunrútínu sína og ýmislegt annað. Við slóum á þráðinn til Hrafns Gunnlaugssonar, textahöfundar og leikstjóra og heyrðum líka hvernig fullkominn dagur á Höfn í Hornafirði er hjá bæjarstjóranum á staðnum Matthildi Ásmundardóttur.
Leikkonurnar, grínistarnir og handritshöfundarnir Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir drukku morgunkaffi með Björgu og Gísla í dag. Einnig rak rithöfundurinn, pönkarinn og súrrealistinn Sjón inn nefið og fór um víðan völl.
Þá var hringt í Jónas Sigurðsson tónlistarmann og fyrrverandi Sólstrandargæja og hann spurður út í lagið sitt: Rangur maður.
Anna Svava Knútsdóttir leikkona og Ari Eldjárn uppistandari komu við í Efstaleitinu og drukku heiðarlegan uppáhelling með Gísla Marteini og Björgu. Bæði eru þau á kafi í skemmtilegum verkefnum og líka svo gott sem á barmi heimsfrægðar.
Ólafur Stefánsson handboltamaður, heimspekingur götunnar og nú rithöfundur settist líka niður í hljóðstofu og fór um víðan völl, mest á andlega sviðinu.
Þá var púlsinn tekinn á Vestfjörðum, Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðar sendi þættinum kveðju. Tíðindi af Taylor Swift, Eurovision perla sem gleymist aldrei og Söngleikjalagið voru að sjálfsögðu á sínum stað líka.
Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarmaður, dóttir skáldsins og móðir rapparans, keyrði alla leið úr Mosfellsdalnum til að drekka morgunkaffi með Björgu og Gísla Marteini. Steiney Skúladóttir tónlistarkona og Dagur Hjartarson rithöfundur settust líka niður og fóru yfir málin.
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sendi þættinum kveðju, hann heitir Kjartan Már Kjartansson og er ekki bara bæjarstjóri heldur líka fiðluleikari. Hann segir hlustendum hvernig þessi laugardagur verður í hans lífi.
Söngleikjalag, kaffilagið og barnatíminn!
Tvær af ástsælustu leikkonum íslensku þjóðarinnar komu í morgunkaffi þennan laugardaginn, þær Unnur Ösp Stefánsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir. Ræddum leiklist, fjölskyldulíf, sjónvarpsseríurnar Fanga og Ófærð og ýmislegt fleira.
Svo leit Bubbi Morthens við með gítarinn og sagði okkur frá nýju ljóðabókinni sinni og minntist Kim Larsen.
Barnahornið var á sínum stað sem og söngleikjalagið og pínu Hruns-upprifjun en á þessum degi eru nákvæmlega 10 ár síðan Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland.
Músíkalska parið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason skelltu sér í morgunkaffi í Efstaleitinu með Gísla Marteini og Björgu. Tónlist, rapp, leikhús, bónorð og margt fleira bar á góma.
Þórarinn Eldjárn rithöfundur og ljóðskáld settist svo í stúdíóið í síðari hluta þáttarins og sagði meðal annars frá tveimur glænýjum bókum, Ljóðapundara og Vammfirringu, sem koma út þessa dagana.
Tíðindi af Taylor Swift-hornið var stútfullt í dag sem og Barnatíminn þar sem farið var yfir Róbert Bangsa í tónum og tali.
Systrabörnin Auður Jónsdóttir og Halldór Laxness Halldórsson, listamenn og barnabörn Laxness kíktu í Morgunkaffi og sögðu skemmtisögur af uppvexti í Mosfellsdal. Við fórum einnig yfir verkefni sem eru framundan hjá þeim, grín, skáldskapur, ljóðagerð og sitthvað fleira.
Tónlistarkonan Lay Low eða Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir kom svo í seinni hluta þáttarins og ræddi við okkur lífið í Ölfusi, tónlistina, upprunann og margt annað.
Fyrrverandi forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson kom í morgunkaffi alla leið úr Mosfellsbæ þar sem hann býr. Ólafur ræddi gamla Íslands, nýja Ísland, loftslagsbreytingar og hundinn sinn og Dorritar, Sám.
Viktoría Hermannsdóttir fjölmiðlakona og Baldvin Z. kvikmyndaleikstjóri drukku líka kaffi í Efstaleitinu og fóru yfir sköpunina, listaeðlið, verkefni framundan og ýmislegt fleira.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, söngkona Íslands kom í Morgunkaffið og spjallaði um Spilverkstímann, næmni og spádóma, sönginn og fjölskyldulífið.
Rapppiltarnir JóiPé & Króli gerðu sér líka ferð í Efstaleitið og ræddu um ferilinn, skjótar vinsældir, framtíðarmúsík og ýmislegt fleira.
Það komu úrvalsgestir í Morgunkaffið í Efstaleitið í dag. Fyrsta gestaparið voru matreiðslusnillingarnir, veitingamennirnir og kokkarnir Hrefna Sætran og Ólafur Örn Ólafsson. Matur, djúsí hamborgarar, ostrur, brjálæðingar í eldhúsinu og fleira og fleira var rætt.
Bræðurnir og tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Logi Pedro kíktu líka í heimsókn og ræddu allt milli himins og jarðar.
Það var nóg um að vera í Efstaleiti í dag þegar hjónin Halla Oddný Magnúsdóttir fjölmiðlakona og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari kíktu í Morgunkaffi. Seinna í þættinum mættu síðan Katrín Oddsdóttir lögmaður og Vilhelm Anton Jónsson tónlistarmaður og ræddu heima og geima.
Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur Kárasonar kíktu í morgunkaffi í Efstaleitinu og ræddu um nýútkomnar bækur sínar Drottningin á Júpíter og Kópavogskróníku. Ýmislegt fleira bar á góma eins og venjan er.
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom líka við og fór yfir málin, heilsurækt, kaffidrykkju og framtíð læknavísindanna.
Fréttir vikunnar í tónlist, Eurovision lagið, Barnatíminn og fleiri fastir dagskrárliðir voru einnig á sínum stað.
Bergþór Pálsson stórsöngvari var í drottningarviðtali í Morgunkaffinu í dag en hann hjólaði í Efstaleitið í morgunsárið. Ræddi um sjokkið við það að verða sextugur, dans, söng og lífið sjálft.
Berglind Festival og Steindi Jr. komu síðan saman og spjölluðu um heima og geima. Steindi Jr. er að gefa út bók, Steindi í orlofi, þar sem hann fer með skemmtilegum og fróðlegum hætti yfir sögu heimsins. Berglind Festival talaði líka um sína Fullveldisþætti sem hafa verið í sjónvarpinu uppá síðkastið.
Íþróttafréttamennirnir og fyrrverandi fótboltastjörnurnar Gummi Ben og Kristjana Arnarsdóttir settust í morgunkaffi með Björgu og Gíslamarteini á þessum góða laugardegi.
Hallgrímur Helgason, rithöfundur er nýkominn úr ferð kringum hnöttinn, og sagði frá ferðalögunum og nýju skáldsögu sinni 60 kíló af sólskini.
Jóhann Alfreð Kristinsson leysir Gísla Martein af í þætti dagsins, sem er í aðventuferðalagi. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikstjóri kom í fyrri hluta þáttarins og ræddi við okkur leikhúsið, Rocky Horror og nýjustu afurðina, jólasýningu Borgarleikhússins í ár sem hún leikstýrir en verkið er Ríkharður III eftir Shakespeare.
Á seinni klukkutímanum komu þeir Grétar Theodórsson almannatengill og Árni Helgason lögmaður en þeir sjá um hlaðvarpsþáttinn Hismið. Frasar, raunhagkerfið, heiðarlegur matur, uppistand og fleira og fleira bar á góma.
Gísli Marteinn og Björg voru í þrusu-jólagír í þætti dagsins þegar tveir dagar eru til jóla! Jólalög úr öllum heimshornum léku stórt hlutverk, barnatíminn var á sínum stað og fleira og fleira.
Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson, sem hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda útum allan heim á árinu, kíkti í kaffi og fór yfir stöðuna. Annan í jólum verður svo Ófærð 2 frumsýnd þar sem Ólafur Darri fer með eitt af aðalhlutverkunum.
Björg og Gísli Marteinn voru í áramóta- og uppgjörsgír í þætti dagsins, þegar styttist í gamlárskvöld! Hlustendur hringdu inn og sendu sína tillögu að manneskju ársins.
Skaupskonurnar, leikkonur, tónlistarkonur og almennar hæfileikakonur kíktu líka í morgunkaffi, þær Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir og ræddu ýmis mál.
Heiðurshjónin og Ítalíubúarnir Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson kíktu í Morgunkaffið í fyrsta þætti ársins 2019. Ýmislegt bar á góma í spjallinu, fótbolti, ólívuolíur, Ítalía, matur, vín og fleira og fleira.
Fastir liðir eins og venjulega voru líka á sínum stað. Barnatíminn með Megasi, kaffilagið og svo fóru þau Gísli og Björg aðeins yfir hvað mun einkenna nýja árið.
Í dag var 20. þáttur Morgunkaffisins hér á Rás 2. Gísli Marteinn og Björg fengu sér kaffibolla í tilefni dagsins, fóru yfir fréttir vikunnar í tónum og tali og fengu síðan góða gesti í Efstaleitið. Bergur Ebbi Benediktsson, ritgerðasmiður, uppistandari og tónlistarmaður og Snorri Helgason, tónlistarmaður komu til okkar. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir vinsælum og skemmtilegum hlaðvarpsþætti sem heitir Fílalag.
Björk Guðmundsdóttir okkar eina sanna var í Barnatímanum og ýmislegt annað á dagskrá.



