Myrka Ísland

Fyrir alla þá sem hafa gaman af hörmungum Íslandssögunnar, hvort sem það eru stórslys, morðmál, draugasögur, galdrar eða þjóðtrú.

Rammíslensk óveður

Enn köfum við í spurningalista Þjóðminjasafnsins sem eru hafsjór af frábærum heimildum. Í þessum þætti dugði mér þó að styðjast aðeins við einn sögumann, engan annan en Magnús frá Gilsbakka í Borgarfirði. Í spurningalistanum "Hamfarir" skrásetti hann fjöldann allan af óveðrum á 20.öldinni sem all flestir Íslendingar fyrr og síðar, kannast við lýsingarnar á.. Það er komið að því að Sigrún móðgi eldri borgara af Boomer kynslóðinni.

04-19
01:32:24

Arnes Pálsson flökkukarl

Þessi er hálfgerður spin off þáttur af gamla Höllu og Eyvindar þættinum okkar. Því þar brá fyrir aukapersónunni Arnesi Pálssyni sem mér fannst eiga skilið sinn eigin þátt. Til eru margar skemmtilegar þjóðsögur af honum, þótt hann virðist aðallega hafa verið einhver skítablesi.

03-15
01:15:34

Lögheimili drauga

Velkomin í áttundu Myrku seríuna! Við byrjum á þætti sem var tekinn upp fyrir framan áhorfendur á Bara Fest, haustið 2023. Þess vegna er hljóðið ekki sem allra best en við vonum að fólk láti það ekki stoppa sig í að velta vöngum yfir búsetusvæðum drauga og hvort, og þá hvaða reglur gilda um lögheimili þeirra. Við komumst að því að partý getur verið svo gott að húsið fer af þakinu, læknis og lyfjaþjónusta var mun betri á Íslandi á 19.öld en núna, og að aldrei, undir nokkrum kringumstæðum skyld...

03-01
46:41

Ókindin

Síðasti þátturinn í 7.þáttaröð fjallar um ógeðfelldar íslenskar barnagælur! Við Anna fengum liðsauka frá Gunnhildi Völu til að flytja nokkrar vel valdar vísur sem áður hrelldu börn og kannski fullorðna. Helstu persónur og leikendur sem hægt er að nefna eru krummi, boli, Grýla og Leppalúði. Þátturinn var tekinn upp fyrir framan áhorfendur í Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði og styrktur af Menningarsjóði Borgarbyggðar. Það er vel við hæfi að stundum heyrist í prúðu ungbarni sem var sem betu...

08-14
01:11:49

Morð í Móðuharðindum

Við förum um víðan völl og snertum á meindýraplágu í Ástralíu, dónalegum Íslendingum, samstöðu með unglingum og handsnúnu mafíósatölvu Sigrúnar sem sannarlega er ekki 17 ára, heldur aðeins frá árinu 2017! Aðal umfjöllunarefnið er samt sem áður bandalag þriggja ungra Breiðdælinga á einhverjum versta tíma Íslandssögunnar, sem endaði sannarlega óheppilega.

08-06
01:15:41

Tröllasögur

Við höfum áður rætt álfa, margar tegundir drauga og hinar ýmsu kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsögum en ekki mikið farið í sígildar tröllasögur. Sigrún segir nokkrar minna þekktar sögur af ýmsum toga þótt það sé almenn kvenkyns slagsíða á íslenskum tröllasögum þar sem tröllkarlar viðrast hafa dáið út mun fyrr en kvenkynið sem fól vissulega í sér áskorun fyrir þær sem eftir lifðu.

07-29
01:01:11

Hvítárvallabaróninn

Rétt fyrir aldamótin1900 kom til Íslands undarlegur förumaður sem kallaði sig barón. Hann skapaði ótal kjaftasögur og kenningar og hleypti ferskum vindum í landann. Við reynum að komast að því hvort maðurinn var snillingur eða bara tæpur á geði.

06-08
01:07:59

Jón Indíafari I

Anna er enn að reyna að yfirtaka umræðurnar! Nú bættir hún við dagskrárliðnum "Anna les úr þjóðskránni" sem á eflaust eftir að slá í gegn í Austur Indíum, en þangað er ferðinni einmitt heitið í þætti dagsins! Hver man ekki eftir viðar og tekk búðinni Jóni Indíafara? Nefnd eftir Jóni Ólafssyni sem lengi vel var víðförlasti Íslendingurinn. Hann skrifaði 400 blaðsíðna reisubók sem ég þvældi mér í gegnum og efnið er svo mikið að við komumst ekki yfir það í einum þætti.

12-08
01:12:31

Kambsránið

Við höldum áfram að segja sögur af fólki í Árnessýslu í upphafi 19. aldar. Þá riðu ekki kannski hetjur um héruð, skulum frekar kalla þá hraustmenni. Þar ber hæst heljarmennið Sigurð Gottsvinsson sem hefði vissulega getað nýtt hina miklu krafta sína til betri hluta en hann gerði. Ránið á Kambi var á sínum tíma stærsta sakamál sem komið hafði upp á Íslandi og í það flæktist margt fólk, margir Jónar og Þuríður formaður!

11-23
01:09:44

Þuríður formaður

Stígið um borð í sjálfstæðan fyrrihluta þáttar um mannlífið í Árnessýslu í byrjun 19. aldar. Hér stýrir Þuríður Einarsdóttir bátnum okkar og annarra á Höggstokkseyrarbakka, þegar það þótti ekkert tiltökumál þótt konur væru sjómenn. Þuríður var merkiskona sem kemur einnig við sögu í næsta þætti og því mikilvægt að kynnast henni áður en lengra er haldið.

11-16
54:37

Eyjafjallajökuls og Grímsvatnagos

Við förum út á hálan jarðfræðiísinn hjá Eyjafjallajökli og Grímsvötnum í dag. Hamfarir eru ekki bara lengst í sögulegri fortíð okkar heldur eigum við fjöldan allan af virkum eldstöðvum sem minna sífellt á sig og halda okkur á tánum. Sigrún er óvenju málhölt og treg í þessum þætti enda er hún ekki með nein próf á tölur og stærðir nema um sé að ræða prjónaskap.

11-10
01:13:46

Gullskipið

Í upphafi 6. seríu förum við í fjársjóðsleit! Því fyrir 400 árum strandaði glæsilegt hollenskt skip á Suðurlandi sem hvarf svo bara í sandinn og enginn lagði á minnið hvar það sást síðast. Um það hafa síðan spunnist sögur og vonir og þrár ævintýra og athafnamanna um að finna óskemmt skipið í sandinum, fullt af gersemum.

10-27
01:14:05

Guríður Símonardóttir

Fimmtugasti Myrki þátturinn fjallar um Guðríði "bad ass" Símonardóttur sem var rænt ásamt tæplega 400 Íslendingum af sjóræningjum árið 1627 og flutt í þrælahald í Barbaríinu í Algeirsborg. Af þessu heyrðum við í tveimur þáttunum í 4. seríu. En þar endar saga Guðríðar alls ekki því hún átti eftir að komast aftur til Íslands löngu síðar og hneyksla landann. Glöggir áheyrendur geta heyrt al íslenskt haglél bylja á upptökustúdíóinu. Fullkomin leið til að þakka fyrir veturinn og bjóða vorið ...

05-12
01:36:27

Af Stuttu Siggu

Enn er ég rám sem regindjúp en það stoppar okkur ekki í að segja ykkur frá lífi og örlögum óvenjulegrar konu sem kölluð var Stutta Sigga. Uppeldi hennar var nöturlegt og hluta af ævi sinni tilheyrði hún hinu alræmda flökkufólki sem var þjóðflokkur sem Íslendingar óttuðust meira en heimsendi og gera kannski enn í dag. Við lesum söguna upp úr Grímu hinni nýju og heyrum mörg ljómandi falleg íslensk orð í kaupbæti.

04-14
52:00

Þarf alltaf að vera morð?

Já, Anna mín, það þarf allavega að vera morð öðru hverju í ógeðisþáttum eins og okkar. Við bregðum okkur í sakamála leik vegna tveggja morðmála. Þau eiga ekkert sameiginlegt nema það að hafa bæði verið framin það herrans ár 1704. En við getum lofað þungaðri konu, framhjáhaldi, líkskoðunum, dularfullri hempu og það sem allir elska; manni sem klikkar á tylftareið! Ekki reið, nei; eið!!

03-10
01:08:54

Torfi í Klofa

Mig langaði svo að finna eitthvað áhugavert og skemmtilegt að segja ykkur Önnu frá 15. öldinni, sem er kennd við Englendinga og er yfirskyggð af því leiðinlegasta sem til er í allri sagnfræði; Verzlunarsögu!! En ég fann rustamenni og dólg þar sem varð að þjóðsagnapersónu þótt hann hafi sannarlega verið til í alvöru. Torfi heitir maðurinn, kenndur við Klofa! Hann reið um héruð Sunnanlands og var rosa mikið aðal kallinn.

03-04
01:06:47

Þverárundrin

Við hefjum 5.þáttaröð með ógeði! Það er kannski viðbúið en mér finnst þetta samt óvenju ógeðfellt mál vegna þess að það inniheldur ill örlög dýra. Það sat í mér þegar ég var krakki. Spakir menn eru kallaðir saman til að leika rannsóknarlögreglur í breskum sjónvarpsstíl þegar kindur taka að hrökkva upp af með ónáttúrlegum hætti á Litlu-Þverá í Húnavatnssýslu. Er illskeyttur ærsladraugur á ferðinni eða mannlegt skrímsli?

02-24
01:12:21

Frostaveturinn 1918

Síðasti þáttur í fjórðu þáttaröðinni okkar! Við reynum að vera jólalegar og fundum kuldalega stemningu í frostavetrinum 1918. Skoðum aðeins þennan alræmda vetur sem í rauninni var aðeins fáránlega kaldur janúarmánuður þar sem hvert kuldametið á fætur öðru var slegið. Eins komumst við að því til hvers vesti eru.

12-24
01:12:35

Valtýr á grænni treyju

Það er frjálslegt spjall um þjóðsögu/morðmál frá Austurlandi í dag. Saga sem ég heyrði nýlega vegna þess að hinn harði vetur sem brast á eftir aftöku Valtýs var kallaður Valtýsvetur. Sitt sýnist hverjum um sannleiksgildi þjóðsögunnar og Sigrún hefur, ótrúlegt en satt, skoðanir á því hver hafi myrt Símon sendisvein.

12-17
59:27

Velkomin í Barbaríið!

Eftir að Grindvíkingum, Austfirðingum og Vestmannaeyingum hafði verið smalað eins og búfénaði ofan í maga austurlensku víkingaskipanna, tók við hryllilegt ferðalag í hið svokallaða Barbarí; Sjálft Tyrkjaveldið. Örlög hinna 350 Íslendinga og Dana sem rænt var góðviðris sumarið 1627 urðu æði misjöfn.

12-10
01:26:53

Recommend Channels