DiscoverNámsvarpið - Mál, læsi og líðan
Námsvarpið - Mál, læsi og líðan
Claim Ownership

Námsvarpið - Mál, læsi og líðan

Author: Rannsókna- og fræðslustofa um þroska, læsi og líðan - Berglind Axelsdóttir

Subscribed: 7Played: 44
Share

Description

Námsvarpið - Mál, læsi og líðan er hlaðvarp sem verkefnastjóri læsis og lestrarkennslu hjá Menntavísinda og Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands stýrir í samstarfi við Rannsókna- og fræðslustofu um þroska, læsi og líðan barna og ungmenna. Í hlaðvarpinu fær verkefnastjórinn, Berglind Axelsdóttir til sín alls kyns fræðafólk og sérfræðinga og ræðir við það um efni sem tengist máli, læsi og líðan barna og ungmenna. Upptökustjóri er Sveinn Bjarki Tómasson verkefnisstjóri nýsköpunar- og tæknimenntunar.

14 Episodes
Reverse
Námsvarpið fékk til sín Sólveigu Eddu Ingvarsdóttur sérkennara/verkefnisstjóra í Hólabrekkuskóla og doktorsnema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands til þess að ræða um læsi í Hólabrekkuskóla og hvað þau hafa verið að gera þar.
Námsvarpið - Mál, læsi og líðan fékk til sín Dr. Margréti Sigmarsdóttur prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands til þess að ræða rannsökuð prógrömm fyrir foreldra og skólakerfið sem stuðla að vellíðan allra barna. Einkum þeirra sem glíma við hegðunar- og tilfinningalegan vanda. Það er ekki nóg að hafa réttu leiðirnar,heldur þarf líka að standa rétt að innleiðingu. Svo þarf að skoða vel ef aðferðirnar eru notaðar fyrir aðra hópa en þá sem þær voru upphaflega prófaðar fyrir. Þetta allt ræddum við og meira til.   Ítarefni:Foreldrafærni - Oregon aðferð: Bakgrunnur, innleiðing og áhrif á Íslandi Development and Implementation of an Evidence-Based Parent Management Training InterventionImplementing an Evidence-Based Intervention for Children in Europe: Evalutaing the Full-Transfer ApproachAf innleiðingu SMT-skólafærni í einu sveitarfélagi: Áskoranir en vel unnið verkStrengthening parenting among refugees in Europe (SPARE): intial feasibility in Iceland and Norway
Ég fékk til mín dr. Jóhönnu Thelmu Einarsdóttur prófessor á Menntavísindasviði og Heilbrigðisvísindasviði HÍ og dr. Þóru Másdóttur dósent á Heilbrigðisvísindasviði HÍ til þess að ræða Lanis skimunarlistann. Tjáskipti teljast til grundvallarmannréttinda. Erfiðleikar í tjáskiptum leikskólabarna geta haft neikvæð áhrif á síðari lestrartileinkun þeirra, námsframvindu, félagsfærni, líðan og tilfinningaþroska. Mikilvægt er að bera tímanlega kennsl á leikskólabörn sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig til þess að unnt sé að veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og draga um leið úr þeim neikvæðu áhrifum sem slíkir erfiðleikar geta haft í för með sér. Eins og sakir standa eru ekki til áreiðanleg og réttmæt skimunartæki sem foreldrar eða leikskólakennarar geta nýtt til kanna málfærni barna á aldrinum þriggja ára, hvort sem um er að ræða börn sem eiga íslensku að móðurmáli eða þau sem hafa annað móðurmál en íslensku. LANIS skimunarlistinn fyrir frávikum í tal og málþroska hefur verið í þróun um nokkurt skeið og hafa forprófanir gefið til kynna að listinn er áreiðanlegur og réttmætur. Ítarefni: www.talmal.hi.is Ewa Czaplewska: https://fil.ug.edu.pl/wydzial/instytuty/instytut-logopedii/pracownicy-instytutu/dr-hab-ewa-czaplewska-prof-ug MS ritgerðir um LANIS: Karen Inga: https://skemman.is/bitstream/1946/41652/1/LANIS%20framb.%20-%20KIB.pdf Rannveig: https://skemman.is/bitstream/1946/41609/1/Rannveig_Gestsd%c3%b3ttir_LANIS_skimunarlisti.pdf Lilja: https://skemman.is/bitstream/1946/47117/3/Lilja%20Helgado%cc%81ttir%20-%20LANIS%20skimunarlisti.pdf  
Niðurstöður PISA - læsi Hérna er hægt að lesa íslensku skýrsluna um PISA 2022: https://mms.is/sites/mms.is/files/pisa_2022_helsta_island.pdf
#13 Viltu vera MEMM

#13 Viltu vera MEMM

2025-07-0132:02

Í þessum þætti ræðum við við Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur sem er samhæfingarstjóri MEMM verkefnisins hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu um MEMM verkefnið – eða „Menntun, móttaka og menning“. Þetta er metnaðarfullt þróunarverkefni sem hefur það að markmiði að stuðla að  inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku samfélagi, koma á samræmdu verklagi um móttöku, menntun og þjónustu ásamt því að þróa ráðgjöf, námsgögn og verkfæri. Sjá hér. https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu/memm-menntun-mottaka-menning
Námsvarpið fékk til sín Dr. Bergljótu Gyðu Guðmundsdóttur til þess að ræða geðrækt í skólastarfi. Hér er hlekkur á skýrslu sem embætti landlæknis gaf út og nefnd er í þættinum ítarefni: https://island.is/frett/Ny-skyrsla-um-namsefni-og-heildraena-nalgun-til-ad-efla-felags-og-tilfinningafaerni-i-skolumSíðan er hér hlekkur á eina góða yfirlitsheimild um geðrækt í skólum/félags- og tilfinningafærni:https://psycnet.apa.org/doi/10.1037/bul0000383
#10 Ritunarramminn

#10 Ritunarramminn

2025-02-1922:18

Ég fékk til mín Katrínu Ósk Þráinsdóttur læsisfræðing hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu til þess að ræða ritunarrammann sem er í vinnslu hjá stofnunni.
#9 Bein kennsla

#9 Bein kennsla

2024-12-1827:55

Ég fékk til mín Dr. Guðrúnu Björgu Ragnarsdóttur lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og ræddum við um Beina kennslu (e. Explicit Instruction). Einnig ræddum við um stýrða kennslu og fimiþjálfun. Ítarefni: Morningside Academy, einkaskóli í Seattle sem ég minntist á:  https://morningsideacademy.org/ Heimasíða stofnunar fyrir Stýrða kennslu:  https://www.nifdi.org/  Heimasíða um Beina kennslu, hér má sjá fjölmörg myndbönd af kennslu:  https://explicitinstruction.org/
#7 Lesfimi

#7 Lesfimi

2024-10-3037:56

Í þessum sjöunda þætti hlaðvarpsins fékk ég til mín Auði Soffíu Björgvinsdóttur aðjúnkt og doktorsnema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands til þess að ræða lesfimi. Hérna er ítarefni: Lestrarstiginn https://nancyyoung.ca/the-ladder-of-reading-writing/ Íslenska útgáfan á engan samastað enn, en hann er í viðtalinu við Jan https://skolathraedir.is/2024/06/16/vidtal-vid-dr-jan-hasbrouck/ Foreldrafræðsluefnið inni á Læsisvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu https://laesisvefurinn.is/lestrarmenning/skolinn-og-heimilin/samvinna-um-laesi/ The National Reading Panel https://www.nichd.nih.gov/sites/default/files/publications/pubs/nrp/Documents/report.pdf Hér er áhugavert hlaðvarp þar sem einn af höfundum skýrslunnar Tim Shanahan fjallar um hana 20 árum eftir að hún kom út.https://amplify.com/episode/science-of-reading-the-podcast/season-2/season-8-behind-the-scenes-of-the-national-reading-panel-with-tim-shanahan/
Í þessum sjötta þætti hlaðvarpsins fékk ég til mín dr. Sigríði Ólafsdóttur dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands með sérhæfingu í læsi og fjöltyngi ásamt orðaforða til þess að ræða um fjöltyngd börn í kjölfar úttektar OECD á innflytjendum á Íslandi   Hérna er hægt að nálgast skýrsluna: Stjórnarráðið | Ný úttekt OECD um innflytjendur á Íslandi: Mikilvægt að setja inngildingu innflytjenda á dagskrá (stjornarradid.is) Sérfræðingar Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan skrifuðu bls. 25–49 í eftirfarandi skýsrlu  https://www.althingi.is/altext/154/s/1759.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130    PISA skýrslan 2023, bls. 77–93: https://mms.is/sites/mms.is/files/pisa_2022_helsta_island.pdf
Í þessum fimmta þætti Námsvarpsins fékk ég til mín Dr. Kristján Ketil Stefánsson lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og ræddum við um endalok meðaltalsins, lestraráhugahvöt og lesskilning. Hérna er hægt að horfa á upptöku um endalok meðaltalsins: The Myth of Average: Todd Rose at TEDxSonomaCounty (youtube.com) Hér er svo krækja inn á Reading Rockets: Concept-Oriented Reading Instruction (CORI) | Reading Rockets
Ég fékk til mín Guðbjörgu Rut Þórisdóttur læsisráðgjafa hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formann Félags læsisfræðinga og við ræddum um lestrarvanda í íslensku skólakerfi og sóknarfærin. Hérna er skýrslan sem við ræddum um í þættinum: 1759.docx (live.com)
Í þættinum ræði ég við Dr. Þóru Másdóttur dósent í talmeinafræði við HÍ og talmeinafræðingur á stofu um þróun málhljóða og framburðar hjá börnum.
Námsvarpið fékk til sín Dr. Jóhönnu Thelmu Einarsdóttur og ræddi við hana um málörvun leikskólabarna.
Comments