Pallborðið

Viðtalsþáttur á Vísi þar sem kafað er í mál í brennidepli.

Pallborðið: Rann­sókn lög­reglunnar á meintri byrlun og símastuldi

Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni og Flóki Ásgeirsson lögmaður voru gestir í Pallborðinu á Vísi. Þáttastjórnandi var Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

10-17
46:24

Pallborðið: Stjórnarandstaðan komin í kosningagír

Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Pallborðsins að þessu sinni, þar sem til umræðu var tilkynning Bjarna Benediktssonar um ríkisstjórnarslit og kosningavikurnar fram undan.

10-15
58:47

Pallborðið: Hvernig þing­menn yrðu Arnar Þór, Jón Gnarr og Þórður Snær?

Stjórnmálaflokkar setja sig í stellingar fyrir alþingiskosningar, sem þó eru ekki formlega á dagskrá fyrr en næsta haust. Pólitíkin var í öndvegi í Pallborðinu þar sem Arnar Þór Jónsson, Jón Gnarr og Þórður Snær Júlíusson ræddu við Kristínu Ólafsdóttur.

10-01
49:22

Pallborðið: „Taum­laus græðgi“ eða verðið á hveiti?

Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga voru til umræðu í Pallborðinu. Stjórnandi var Hólmfríður Gísladóttir en gestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Ágúst Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.

09-24
47:22

Pallborðið: Loka­sprettur æsi­spennandi kosninga­bar­áttu

Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans, Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og Örn Úlfar Sævarsson, hugmyndasmiður voru gestir Pallborðsins á Vísi þar sem rýnt var í baráttuna um Bessastaði.

05-28
58:18

Pallborðið: Makar forsetaframbjóðenda

Felix Bergsson, Jóga Jóhannsdóttir og Kristján Freyr Kristjánsson eru gift hvert sínu forsetaefninu. Þau voru gestir Kristínar Ólafsdóttur í Pallborðinu á Vísi.

05-10
47:32

Pallborðið: Halla Hrund, Katrín og Baldur

Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson voru gestir í Pallborðinu á Vísi í dag.

05-03
56:15

Pallborðið: Kappræður Helgu Þóris og Eiríks Inga

Eiríkur Ingi Jóhannsson og Helga Þórisdóttir voru gestir Hólmfríðar Gísladóttur í Pallborðinu. Þau bjóða sig fram til forseta Íslands.

04-30
33:35

Pallborðið: Kappræður Arnars Þórs, Ásdísar Ránar og Ástþórs

Forsetaframbjóðendurnir Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon mættust í Pallborðinu á Vísi í umsjón Hólmfríðar Gísladóttur.

04-26
48:49

Pallborðið: Kappræður Höllu, Katrínar og Steinunnar Ólínu

Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðendur voru gestir Hólmfríðar Gísladóttur í Pallborðinu.

04-23
43:31

Pallborðið: Baldur Þórhalls, Jón Gnarr og Halla Hrund

Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr voru gestir Hólmfríðar Gísladóttur í Pallborðinu á Vísi.

04-19
48:19

Pall­borðið: For­­tíðar­draugar og fram­­tíðar­á­skoranir nýrrar ríkis­stjórnar

Nýjustu vendingar í pólitíkinni voru til umræðu í Pallborðinu í dag. Gestir Pallborðsins voru Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

04-10
44:32

Pallborðið: Konung­legt klúður og forsetafabúleringar

Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur dr0ifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. Anna Lilja Þórisdóttir, blaðamaður og royalisti, Einar Bárðarsson, plöggari og plokkari, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, mæta til leiks í Pallborðinu í dag til að svara þessum spurningum og fleiri. Hólmfríður Gísladóttir er þáttarstjórnandi þáttar. 

03-14
41:41

Pall­borðið: Útlendingamálin í brenni­depli

Útlendingamálin og staðan sem upp er komin varðandi einstaklinga sem fastir eru á Gasa voru til umræðu í Pallborðinu. Gestir þáttar voru Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Nína Helgadóttir, teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum.

02-08
58:09

Pall­borðið: Veður­stofan gagnrýnd fyrir að deila ekki gögnum

Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. Fjallað er um málið í Pallborðinu en gestir þáttar eru Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands.

01-31
42:43

Pallborðið: Deilan um þátt­töku Ís­lands í Euro­vision harðnar

Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona og aðgerðasinni, og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur voru gestir Kristínar Ólafsdóttur í Pallborðinu á Vísi þar sem þátttaka Íslands í Eurovision var til umræðu. 

01-26
54:44

Pallborðið: Hvað heldur stjórnar­flokkunum saman?

Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum og Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki ræddu stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson í Pallborðinu á Vísi.   

01-24
44:57

EM-pallborðið: Hitað upp fyrir milliriðilinn

Stefán Árni Pálsson fékk Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR og fyrrverandi landsliðsmann, og Einar Jónsson, þjálfara Fram, til að spá í spilin og gera upp frammistöðu íslenska liðsins á mótinu til þessa í EM útgáfu af Pallborðinu. 

01-18
34:51

Pall­borðið: Hvað er stjórnar­and­staðan að hugsa?

Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna mættu til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Pallborðið á Vísi í dag, til að ræða stöðuna í pólitíkinni.

01-17
01:09:17

Pallborðið: Allt undir í fyrsta leik

Ísland mætir Serbíu í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta. Liðið leikur einnig með Svartfellingum og Ungverjum í riðli. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, og fyrrum landsliðsmaður verða gestir Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu. Þar verður hitað upp fyrir mótið, rætt við íþróttafréttamenn Stöðvar 2 og Vísis sem staddir eru í Munchen í Þýskalandi.

01-12
34:31

Recommend Channels