Plánetan

<p>Plánetan fær til sín gesti úr ólíkum áttum og ræðir meðal annars um málefni líðandi stunda. </p>

Þorvaldur Þórðarson - Eldfjallafræðingur

Þorvaldur Þórðarsson prófessor í eldfjallafræði og bergfræði hefur verið í kastljósinu síðasta árið varðandi eldhræringar á Reykjanesinu og förum við yfir þá atburði og önnur eldsvæði á Íslandi. Þorvaldur bjó úti í Nýja-Sjálandi og Ástralíu og fórum við yfir hvernig þessi lönd eru í samanburði við okkur og stóra atburði út í heimi. Okkur þótti ekkert leiðinlegt að spjalla og þátturinn varð yfir tvo tíma.

10-18
02:23:41

Guðmundur Ármann

Guðmundur Ármann er menntaður rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst, með menntun í lífrænum/lífelfdum landbúnaði og með meistaragráðu í umhverfisfræði, hann var framkvæmdastjóri Sólheima í 15 ár og er nú formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið og er í stjórn Landsamtakanna Þroskahjálp. Við fórum yfir ferilinn og enduðum á pólítíkinni sem fór svo að rétt eftir að spjalli okkar lauk, þá var slitið á ríkisstjórnina.

10-13
01:37:45

Jóhann Óli

Jóhann Óli Hilmarsson er fyrsti gestur minn og förum við yfir hans verkefni í gegnum árin, Jóhann er meðal helstu fuglavísindamanna og fuglaljósmyndara landsins. Hann var um árabil formaður Fuglaverndar og ljósmyndir hans hafa birst víða um heim. Við förum aðeins yfir ferilinn og ferðalög og það sem er að gerast í okkar daglega lífi.

10-12
01:19:32

Intro

Intro stefið

10-12
02:34

Recommend Channels