Pyngjan

<p>Pyngjan er viðskiptamiðað hlaðvarp þar sem fréttir, fróðleikur og vandaðar umfjallanir eru í fyrirrúmi. Þættirnir koma út á föstudögum og eru sem ljós í enda ganganna hjá hinum almenna launþega og vansæla millistjórnanda. </p>

Föstudagskaffið: Skattamál flokkanna með Gunnari Úlfarssyni

Sendu okkur skilaboð!Þegar kemur að efnahagsstefnum stjórnmálaflokkanna eru fáir fróðari en Gunnar Úlfarsson hagfræðingur Viðskiptaráðs sem kom og kjaftaði við okkur í heilar 100 mínútur - minna mátti það ekki vera. Gunnar og kollegar hans hjá Viðskiptaráði héldu nýverið kosningafund með fulltrúum frá flestum flokkum þar sem kynntur var til leiks nýr kosningaáttaviti sem mælir annars vegar afstöðu til efnahagslegs frelsis og hins vegar skýrleika stefnu framboðanna í þessum efnum. Niðurstöður ...

11-22
01:42:11

Ársreikningar: SÝN

Sendu okkur skilaboð!Kæur Pyngjuhálsar, í dag er það fjarskipta- og fjölmiðlarisinn SÝN sem verður tekinn fyrir.

11-15
01:15:59

Föstudagskaffið: Jón Kári Eldon kíkir í kaffi

Sendu okkur skilaboð!Hann Jón Kári Eldon er svo sannarlega ekki við eina fjölina felldur, en hann kíkti til okkar í kaffi og ræddi störf sín fyrir Apparatus, Dr.football, listamanninn Jón Kára og fleira til. Þetta er þáttur sem við hreinlega bönnum Pyngjuliðum að missa af.

11-08
01:17:44

Uppgjörið: Þriðji ársfjórðungur Nova 2024 - Skemmtanastjórn

Sendu okkur skilaboð!Við hittum þau Möggu framkvæmdastjóra og Lalla fjármálastjóra hjá Nova og fórum yfir þriðja ársfjórðung hjá þeim.

11-05
29:52

Ársreikningar: Skólamatur

Sendu okkur skilaboð!Skólamatur ehf. hefur verið í deiglunni undanfarið og sér í lagi vegna niðurgreiðslu ríkisins á skólamat fyrir grunnskóla. Við gerum sögunni og rekstrinum skil í þessu stykki sem þú, hlustandi góður, ættir ekki að láta framhjá þér fara.

11-01
01:18:51

Föstudagskaffið: Supreme luxury

Sendu okkur skilaboð!Hér fáiði einn rjúkandi volgan bolla í kuldanum, beint úr smiðju Adda & Idda. Megi helgin verða ykkur gæfusöm.

10-25
59:38

Ársreikningar: Ísey útflutningur

Sendu okkur skilaboð!Já þeir strokka skyrið sem eiga það! Ísey útflutningur hefur verið í vaxtafasa síðastliðin ár þrátt fyrir nokkrar misheppnaðar útrásir. Við gerum þessu öllu skil og fleira til í þætti dagsins!

10-18
01:03:48

Föstudagskaffið: Mömmubloggarar are so back!

Sendu okkur skilaboð!Stútfullur þáttur af viðskiptum og vitleysu fyrir ykkur, kæru netbankakúrekar og fagfjárfestar. Megi helgin verða ykkar!

10-11
01:01:47

Ársreikningar: EIK fasteignafélag

Sendu okkur skilaboð!Hluthafar Eikar liggja undir yfirtökuárás Langasjós fyrir 11 kr. á hlutinn. Hvað gerist? Við munum ekki svara því í dag, en við munum hrútskýra margt er kemur að sögu og rekstri fyrirtækisins.

10-04
58:28

Föstudagskaffið: Seljiði sullið, kaupiði gullið!

Sendu okkur skilaboð!Þáttur dagsins er af dýrari gerðinni og það er gullið líka. Allt þetta helsta - fréttir fróðleikur, fágæti og fíflalæti. Góða helgi, kæru launþegar!

09-27
52:12

Ársreikningar: Ölgerðin

Sendu okkur skilaboð!Kæru hlustendur, þið lásuð rétt! Ársreikningarnir hafa litið dagsins ljós á ný hjá okkur Pyngjumönnum og er þessi þáttur sá fyrsti í 12 þátta seríu þar sem ársreikningaþættir verða gefnir út annanhvern föstudag. Við byrjum á stórveldinu af Grjóthálsi - sjálf Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Gjörið svo vel.

09-20
01:21:05

Föstudagskaffið: Hvað gerðiru við peninginn sem frúin í Framsókn gaf þér?

Sendu okkur skilaboð!Þáttur dagsins er vægast sagt stútfullur. 1 klst og 8 mín. af gæðatuði og fleiru til að gera hlustendur klára inn í helgina. Veðmál, hrun Evrópu, regluverk, upprunarvottorð, fjármálamýtur og margt fleira til. Takk fyrir að hlusta á okkur.

09-13
01:08:20

Föstudagskaffið: Tónlistarmenn mega ekki græða

Sendu okkur skilaboð!Gleðilega helgi kæru launþegar! Hér fáiði ylvolgan þátt til að hlýja ykkur í umferðinni á leið til vinnu. Við erum til staðar fyrir ykkur og við viljum að þú vitir að þú skiptir máli.

09-06
01:03:46

Föstudagskaffið: Er LinkedIn nýja stefnumótaforritið?

Sendu okkur skilaboð!Kæra Pynjusamfélag! Hér færum við ykkur þátt dagsins á silfurfati. Ekki gera þau mistök að láta hann sem vind um eyru þjóta því umfjöllunarefnin eru stórbrotin eins og alltaf hjá þeim Adda og Idda. Góða helgi, kæru launþegar!

08-30
56:11

Föstudagskaffið: Er Nike búið að missa það?

Sendu okkur skilaboð!Kæru hlustendur! Þáttur dagsins er gott sem tímalaus svo það skiptir nákvæmlega engu máli hvenær þú hlustar á hann. Misheppnaðar markaðsherferðir, dvínandi markaðshlutdeil Nike og Fórnir risar eru dæmi um liði sem verður farið yfir svo þú, kæri hlustandi, vilt ekki missa af þessu. Gangið hratt um gleðinnar dyr um helgina!

08-23
53:40

Föstudagskaffið: Let's talk about Olive oil

Sendu okkur skilaboð!Gleðilegan föstudag kæru Pyngjuhálsar. Þáttur dagsins er ekki eingöngu helgaður ólífuolíu þó titillinn gefi annað til greina. Að sjálfsögðu eru fréttir vikunnar á sínum stað og svo reifar Addi nýútgefinn ríkisreikning. Góðar stundir og góða helgi!

08-16
49:48

Föstudagskaffið: Er ekki komið nóg af parking fyrirtækjum á Íslandi?

Sendu okkur skilaboð!Kæru vinir Pyngjunnar! Þeir eru mættir aftur saman tveir á bakvið hljóðnemana þeir Addi og Iddi með sjóðheitar fréttir og laglegar umfjallanir. Alls ekki missa af þessum, hann er rosalegur!

08-09
58:37

Föstudagskaffið: Arnór Hreiðarsson kíkir í kaffi

Sendu okkur skilaboð!Í dag mætti til okkar afar sjaldgæfur blendingur launþega og frumkvöðuls. Svokallaður launkvöðull eða frumþegi - þið ráðið. Arnór starfar sem söluráðgjafi Business central hjá Origo á daginn en á kvöldin og um helgar sinnir hann sölu víns og kaffivéla. Stórskemmtilegur þáttur þó við segjum sjálfir frá og hellingur af fróðleiksmolum um business central fyrir ykkur braskarana.

08-02
01:14:45

Föstudagskaffið: Kampavínsspeki með Stefáni Einari

Sendu okkur skilaboð!Í þessum stórskemmtilega þætti förum við yfir kampavínsmarkaðinn með Stefáni Einari en hann er ekki einungis fremsti blaðamaður landsins um þessar mundir heldur einnig sérfræðingur í kampavíni og líklega fremstur á landinu í þeim efnum einnig. Það var því vel við hæfi að fá hann til að skóla okkur til í þessum fræðum. Missið ekki af þessum!

07-26
01:25:06

Föstudagskaffið: Myndlistaspeki með Sigurði Sævari

Sendu okkur skilaboð!Sigurð Sævar þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, en hann er einn okkar allra efnilegasti myndlistamaður ef hann er þá ekki hreinlega kominn í flokk þeirra allra bestu. Við fórum yfir ferilinn og myndlistamarkaðinn ásamt fleiru í þessum stórskemmtilega þætti sem þú ættir ekki að missa af.

07-19
01:18:38

Recommend Channels