DiscoverRauður Raunveruleiki
Rauður Raunveruleiki
Claim Ownership

Rauður Raunveruleiki

Author: Karl Héðinn Kristjánsson, Oliver Axfjörð Sveinsson, Aníta Da Silva Bjarnadóttir

Subscribed: 5Played: 66
Share

Description

Ungir sósíalistar ræða það sem skiptir þau máli.
109 Episodes
Reverse
Ragnar Sverrirson hefur lengi verið viðloðin alþjóðlegu Húmanistahreyfingunni og er nýkominn frá Keníu. Á miðvikudaginn verður viðburður í Klambratúni þar sem verður gert mannlegt friðarmerki. Sanna Magdalena verður fundastjóri og ræðufólk frá fjölmörgum samtökum taka til máls. Magga Stína mun synga. Mæting klukkan 20! Hvetjum alla til að mæta og standa fyrir friði. En eins og sagt var er Ragnar nýkomin frá Keníu þar sem hann var að starfa með félögum í Húmanistahreyfingunni. Heimsgangan fyrir friði og tilveru án ofbeldis mun eiga sér stað um allan heim en hún byrjar fyrst núna á miðvikudaginn! Við ræðum við Ragnar um Húmanistahreyfinguna og Heimsgönguna. Við sýnum tónlist frá húmanistanum og tónlistarkonunni Black Queen í lokin. Hún er 18 barna móðir.
Alfred de Zayas er prófessor í alþjóðalögum við Háskólann í Genf og hefur áratugareynslu af starfi innan Sameinuðu Þjóðanna. Hann hefur starfað sem óháður sérfræðingur mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna í alþjóðamálum og skrifað fjölmargar bækur um alþjóðakerfið. Alfred hefur margt til málanna að leggja og er harður gagnrýnandi á tvískinnung Vesturlanda þegar kemur að mannréttindum og alþjóðalögum. Alfred hefur skrifað bækur á borð við "The Human Rights Industry" (2023), "Building a Just Order" (2021) og "Countering Mainstream Narratives: Fake News, Fake Law, Fake Freedom" (2022). Við ræddum við Alfred í kjölfar fundar í Safnarhúsinu við Hverfisgötu. Fundurinn var liður í fundarröð Ögmundar Jónassonar: Til róttækrar skoðunar.
Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) hafa boðað til mótmæla á morgun (10. september) á Austurvelli kl. 16:00. Í tilkynningu á vef ASÍ segir: „Vinnandi stéttir munu þar mótmæla skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. Nú er nóg komið!“ Samstöðutjald Vorstjörnunnar mun rísa upp á vellinum og hvetjum við alla til þess að mæta á Austurvöll á morgun til að lýsa óánægju sinni með stjórnvöld sem virðast hugsa um lítið annað en hagsmuni borgarastéttarinnar, hinna ofurríku. Til þess að ræða um mótmælin og stjórnmálin fáum við til okkar þau Maríu Lilju Ingveldar- Þrastadóttur Kemp og Sæþór Benjamín Randalsson. Við munum ræða um mikilvægi og mögulegt hlutverk mótmæla, um stéttabaráttu og pólitíkina henni tengdri.
Pétur Eggerz Pétursson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í tengslum við baráttuna fyrir frjálsri Palestínu, um ofbeldi lögreglunnar gagnvart mótmælendum í Skuggasundi og víðar. Anita Da Silva og Karl Héðinn tala við Pétur um mótmælin, stjórnmálin og nauðsyn þess að sporna við lögregluofbeldi og spillingu í Rauðum raunveruleika í kvöld klukkan 19:00
Antia Da Silva og Karl Héðinn fá til sín góða gesti í spjall um heimsmálin og efnahagsmál. Ingólfur Gíslason er kennari sem hefur verið mjög virkur í hreyfingunni fyrir frjálsri Palestínu. Sæþór Benjamín Randallsson situr í stjórn Eflingar og er ötull baráttumaður fyrir félagslegu réttlæti.
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis, stéttarfélags opinberra starfsmanna í almannaþjónustu. Við ræðum við Þórarinn um orlofsgreiðslur, um muninn á Jóni og Séra Jóni, um menntun, félagsstarf, lýðræði, velferð og þá vegferð sem Ísland er á. Hvað kynni að vera fram undan í stéttabaráttu almennings og af hverju er Ísland ekki enn þá komið með nýja stjórnarskrá? Þetta og fleira í Rauðum raunveruleika í kvöld.
Í dag ætlum við að ræða um Venesúela. Bólivarísku byltinguna frá 1999, þjóðnýtingu Venesúlega á olíuauðlindum sínum, sem eru þær stærstu í heimi. Við ræðum við Gunnvöru Rósu Eyvindardóttir, en hún vann meistararitgerð um áhrif bólivarísku byltingarinnar fyrir almenning í Venesúela. Tjörvi Schiöth, doktorsnemi í sagnfræði verður einnig með og Eyjólfur B. Eyvindarson, Sesar A. Sjáið heimildarskrá á YouTube-útgáfu þáttarins
Kristinn Hannesson sótti nýlega mjög fjölmenna ungmennaráðstefnu í Rússlandi þar sem ungt fólk úr hinum svokallaða þriðja eða öðrum heimi var og þar á meðal mikið af sósíalistum. Kristinn myndaði tengingar við sósíalista víðsvegar að úr Afríku, Asíu og Mið- og Suður Ameríku og við höfum ákveðið að taka viðtöl við þetta unga fólk og heyra um baráttu þess, viðhorf og stöðu í heiminum. Fyrsti gesturinn okkar er hún Eleobore Mbra Kofi en hún sótti ráðstefnuna í Sochi. Hún er sósíalisti sem býr í Englandi en fæddist og ólst upp á Fílabeinsströndinni. Eleobore er í Kommúnistaflokki Bretlands og við spjölluðum við hana um misskiptingu í heiminum, heimsvaldastefnuna, hnattræna suðrið og norðrið og um nauðsyn sósíalismans til þess að takast á við stærstu vandamál samtímans.
Eyjólfur B. Eyvindarson, einnig þekktur sem Sesar A er gestur okkar í kvöld. Við ræddum um heimsmálin, skotárásina á Trump, heimsvaldastefnuna, Suður Ameríku og nýlega valdaránstilraun í Bólivíu. Einnig ræðum við um aðdraganda Úkraínustríðsins og um 75 ára afmæli NATÓ hernaðarbandalagsins. Pakkaður þáttur um heimsmálin á Samstöðinni klukkan 11!
Í þættinum í kvöld koma til okkar þau Askur Hrafn Hannesson og Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir. Kristbjörg er meðlimur baráttusamtakana No Borders og hefur verið í fremstu víglínu við að reyna að stöðva brottvísun Yazan, Palestínska barnsins með hættulegan hrörnunarsjúkdóm. Askur er sömuleiðis virkur í baráttunni fyrir mannúð og réttlæti í málefnum fólks á flótta, Palestínu og mannréttindum. Í sumar er hann í iðnaðar- og bændastörfum. Anita Da Silva og Karl Héðinn ræða við þau Ask og Kristbjörgu um það siðrof sem mætir okkur og um baráttunni gegn því.
Radio Radicale er róttækur ítalskur fjölmiðill sem hefur starfað óslitið frá 1976. Við vorum svo lánsöm að ná tali af Stefano Chiarelli en hann hefur unnið hjá Radio Radicale í marga áratugi! Stefano mun tala ítölsku í viðtalinu en unnusta hans, Estrid Þorvaldsdóttir, mun þýða fyrir okkur. Við fjöllum um fjölmiðilinn, uppgang Meloni og hægrisins í Frakklandi, um samfélagsmál á Ítalíu og nauðsyn þess að alþýða fólks hafi aðgang að réttum og áreiðanlegum upplýsingum í átakasömum, og stéttskiptum, heimi.
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson er hagfræðingur og sagnfræðingur. Við tókum ítarlegt spjall, ásamt Ólafi Jónssyni og Kára Jónssyni, um ástandið í hagkerfinu í dag, um vaxtamun og okur og um gjaldeyrismál. Hvert er stefna yfirvalda búin að taka okkur og hvað þarf að gera til að koma okkur úr þessum agalega farvegi sem við virðumst lent í? Þetta og fleira í Rauðum raunveruleika kvöldsins kl. 17:00
Gestir þáttarins eru Sanna Magdalenda Mörtudóttir, Magga Stína, Ægir Máni Bjarnason og Stefán Örn Snæbjörnsson. Þátturinn er í umsjón Anitu Da Silva Bjarnadóttur og Karl Héðins Kristjánssonar
Rauður raunveruleiki - 28. maí Red Reality - Gaza 2024: A man made disaster - Dr. Mads Gilbert Dr. Mads Gilbert er norskur læknir sem hefur látið sig málefni Palestínu varða í langan tíma. Við ræddum við Mads um hryllinginn á Gasa, um styrk mannkynsins og nauðsyn þess að við berjumst fyrir því sem er rétt, fallegt og gott. Það er enginn frjáls heimur án frjálsrar Palestínu. Við viljum þakka Félaginu Ísland-Palestína fyrir að bjóða honum hingað. Fyrirlestur Mads í Háskólabíói í gær var átakanlegur en veitti líka innblástur. Við vonum að viðtalið nái að fanga inntak erindis Mads en hann talar af mikilli reynslu og þekkingu af svæðinu, baráttunni og starfinu. Það hefur aldrei verið mikilvægara að standa upp fyrir mannréttindum, mennskunni og fyrir áreiðanleika alþjóðalaga. Mads er fyrirmynd fyrir okkur öll. Það er skylda okkar að tala gegn aðskilnaðarstefnunni, gegn fjöldamorðunum, glæpunum gegn mannkyni sem við sjáum á hverjum degi á Gasa og síðast en ekki síst gegn meðvirkni og samsekt vestrænna leiðtoga og stofnanna. Með því að virkjast í fjölda getum við neydd ríkisstjórnir okkar til þess að bregðast við, að styðja ákæru Suður Afríku gegn Ísrael og kalla eftir tafarlausu og endanlegu vopnahléi. Við þurfum efnahagsþvinganir á Ísrael og við þurfum að beita okkur fyrir því að fyrirtæki okkar, stofnanir og skólar færi fjárfestingar sínar úr Ísrael. Það þarf að auka pressuna á Íslenska valdhafa áfram, við getum náð í gegn. Við erum mjög nálægt því. Höldum áfram ✊❤️🖤🤍💚 "Við vitum það of vel að okkar frelsi er ófullkomið þegar Palestína er ekki frjáls." - Nelson Mandela ------------------------------------------------------------- English: We just did an awesome interview with the great Dr. Mads Gilbert We want to thank Félagið Ísland-Palestína for inviting him to Iceland to tell us about his work in solidarity medicine and about the man made catastrophe going on in Gaza right now. It has never been more important to stand up for human rights, decency and international rule of law and Mads is a shining example to us all. It is our duty to speak out against the apartheid regime, the horrible atrocities being committed by the occupation forces and the horrendous complicity of western governments and institutions. Through mass mobilisation we can force our governments to intervene, to support South Africa's case against Israel in the International Court of Justice and to call for immediate sanction and divestment from Israeli companies supporting apartheid and occupation. The pressure needs to be increased further and we can do it. In Iceland we are very close to breaking through. Keep fighting ✊❤️🖤🤍💚 "We know too well that our freedom is incomplete without the freedom of the Palestinians." - Nelson Mandela The show will air on Samstöðin tonight and we remind everyone that Dr. Mads will also hold a lecture in Akureyri tomorrow evening in Hof at 19:30.
Í Rauðum raunveruleika í kvöld tölum við við nýdoktor í heimspeki, hann Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Doktorsverkefnið hans snérist um frásagnir fórnarlamba af ofbeldi. Um tengsl frásagna og samkenndar og hvaða takmörkunum við erum háð þegar við reynum að koma orðum að reynslu okkar þvert á lífheima. Við ræddum við Gústav um hryllinginn á Gaza, um siðrof, samkennd, firringu og Marxisma. Um misskiptinguna í heiminum, kapítalisma, arðrán og um hugmyndafræði. Rætt um stóru málin og spurningarnar á Samstöðinni klukkan 19:00.
Í dag ætlum við að ræða um kvennaverkföll, feminisma og stéttarbaráttu með Sonju Þorbergsdóttir, formanni BSRB, Söru Stef Hildardóttur, verkefnastjóra hjá Landsbókasafni Íslands, Sönnu Magdalenu Mörtudóttir, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Valgerði Þ. Pálmadóttir, nýdoktor í hugmyndasögu. Við byrjum á því að horfa á stutt brot frá kvennaverkfallinu 1975 og ræðum um árangur baráttunnar, um stöðuna í dag, um hugmyndasögu femínisma og um leiðina fram á við í baráttunni fyrir jöfnuði, réttlæti og mannsæmandi lífi fyrir öll!
Þorvaldur Gylfason er hagfræðingur, prófessor emeritus og samfélagsrýnir. Við ætlum að ræða við Þorvald um hagkerfið, stjórnsýsluna á Íslandi og um spillingu. Af hverju virðist ekki vera tekið á spillingarmálum á Íslandi? Er hagkerfið að virka fyrir almenning í landinu? Hver eru áhrif ólígarka á íslenskt samfélag og samfélög almennt og hvað er til ráða, hvernig varðveitum við lýðræðið gagnvart ágengni ólíkarkismans? Þetta og fleira spennandi í kvöld í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18.
Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka Hernaðarandstæðinga og Lea María Lemarquis er meðlimur MFÍK, Menningar og Friðarsamtaka Kvenna. Við komum beint af samstöðufundi fyrir Palestínu, laugardaginn 20. apríl, þar sem Lea og Guttormur voru með ræðu. Við ræddum um utanríkisstefnu Íslands, alþjóðalög, heimsvaldastefnu, mannréttindi og nauðsyn þess að beita sér fyrir friði. Á Samstöðinni kl. 20 í kvöld
Nýverið kom út bók eftir félagsfræðinginn og heimspekinginn Þorvald Logason sem ber nafnið Eimreiðarelítan - Spillingarsaga. Í þeirri bók er rakin saga þess hvernig fámennum hóp á Íslandi tókst að grípa óheyrileg völd og beita þeim til þess að hagnast sér og sínum, á kostnað almennings. Í þættinum í kvöld spjöllum við við Þorvald um sögu Eimreiðarinnar, spillingu, auðvaldsklíkur, um nýfrjálshyggju í heiminum og hvernig Eimreiðin naut hugmyndafræðilegs stuðnings af henni. Við munum einnig ræða um hvað sé til ráðs til að taka á slíkri spillingu, hvernig hægt er að fyrirbyggja hana og auðræði almennt. Kynnist spillingarsögu undanfarinna áratuga á Íslandi, fáum samhengið um hvernig við komumst hingað þar sem við erum stödd, í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18:00
Guðmundur Hrafn Arngrímsson er formaður Leigjendasamtakanna. Anita Da Silva Bjarnadóttir og Karl Héðinn Kristjánsson ætla að ræða við Guðmund um húsnæðiskerfið á Íslandi í dag, um þörfina á öflugum leigjendasamtökum, um brotin loforð stjórnmálastéttarinnar og ríkjandi hagsmuni braskara á markaðnum og stjórnkerfinu í dag. Hvernig berjumst við gegn einokun og ofríki fjármálaaflanna í húsnæðiskerfinu? Þetta og fleira í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18 í kvöld! Skráið ykkur í Leigjendasamtökin á vefsíðu samtakanna leigjendasamtokin.is
loading