Discover
Síðdegisútvarpið

1138 Episodes
Reverse
Arnþrúður Karlsdóttir tekur á móti tónlistarfólkinu Eddu Borg og Jóhanni Helgasyni og munu þau taka lagið í beinni. Jóhann mætir með gítarinn og leikur og syngur eins og honum er einum lagið... Fjallað verður um tónlistarferil þeirra og tónleika Jóhanns Helgasonar í Salnum 18. október n.k. -- 8. okt. 2025
Pétur Gunnlaugsson ræðir við Snorra Másson þingmann Miðflokksins sem býður sig fram sem varaformann Miðflokksins. -- 8. okt. 2025
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins ræðir um framboð sitt til varaformanns Miðflokksins og stöðuna í stjórnmálunum. -- 7. okt. 2025
Nýtt framboð í borgarstjórn: Sigfús Aðalsteinsson og Baldur Borgþórsson frá Ísland þvert á flokka kynna framboð til borgarstjórnar. -- 7. okt. 2025
Pétur Gunnlaugsson ræðir við Júlíus Viggó Ólafsson nýkjörinn formann SUS - Sambands ungra Sjálfstæðismanna um stefnu þeirra og stöðuna í stjórnmálunum í dag. -- 6. okt. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Arnar Þór Jónsson lögmann og formann Lýðræðisflokksins um stöðu Íslands í utanríkismálum, málþing í Iðnó annað kvöld og um Bókun 35 sem nú er til meðferðar á Alþingi. -- 6. okt. 2025
Arnar Freyr Reynisson ræðir við Sigurð Má Jónsson blaðamann um tvískilning í umfjöllun ofbeldis í fréttum, ástandið í Nígeríu og dráp á kristnum mönnum þar í landi. -- 3. okt. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Harald Ólafsson prófessor í Hí um Evrópumálin og stefnu og þátttöku Íslands í því samhengi. -- 2. okt. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Kristinn Sigurjónsson efnaverkfræðing og kennara um CarbFix, skólakerfið og tæknimenntun. -- 1. okt. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Guðmund Ásgeirsson lögfræðing og formann Hagsmunasamtaka heimilanna um rafrænar málsmeðferðir og nýju hlutdeildarlánin. -- 1. okt. 2025
Pétur Gunnlaugsson ræðir við Svein Rúnar Hauksson lækni og frá samtökum Ísland Palestína um viðbrögðin við Friðartillögum Trump Bandaríkjaforseta og að Netanyahu hafi samþykkt þær áætlanir og múslimaríkin og arabaríkin líka og skora á Hamas að samþykkja. -- 30. sept. 2025
Pétur Gunnlaugsson ræðir við Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akranes og formann Starfsgreinasambandssins um rekstrarstöðvun Play og fjöldauppsagnir - Átti hávaxtastefnan þátt í að fella fyrirtækið? Hvað tapa lífeyrisjóðir miklu við þetta gjaldþrot? -- 3. júlí 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Höllu Hrund Logadóttur þingmann Framsóknarflokksins um áskorun til ríkisstjórnarinnar um eldsneytisbirgðir á Íslandi og orkumál. -- 26. sept. 2025
Stjórnmálin: Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Guðlaug Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra og loftslags og umhverfisráðherra um helstu málefni líðandi stundar. -- 26. sept. 2025.
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Ólaf Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðing um umferðaröryggismál og skipulag umferðarmannvirkja.
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Njál Trausta Friðbertsson þingmann Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri sem á sæti í Íslandsdeild Nato um dronaflug á Kastrupflugvelli í Danmörku og Gardemoen í Noregi. -- 24. sept. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Rúnar Þór Pétursson tónlistarmann sem verður með 40. ára útgáfuafmæli í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kemur þann 25. sept. 2025 - 23. sept. 25
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Guðrúnu Kristínu Ívarsdóttur miðil- og heilara um hennar sýn á samfélagið í dag og stjórnmálin. Spennuna á alþjóðavettvangi og stríðsátök. -- 22. sept. 2025
Helgi Magnús Gunnarsson lögmaður og fyrrverandi vara-ríkissaksóknari kemur til okkar og ræðir við Arnþrúði Karlsdóttur og Pétur Gunnlaugsson um glæpagengi og skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi - þróun mála og ýmis önnur mál. -- 19. sept. 2025
Charilie Kirk: Arnar Freyr Reynisson nýr liðsmaður okkar hér á Útvarpi Sögu og við bjóðum hann innilega velkomin til liðs við okkur hér og hann ætlar í sínum fyrsta þætti að ræða mál bandaríska áhrifavaldsins Charilie Kirk sem var myrtur í síðustu viku og hefur málið verið í heimsfréttunum síðan og vakið gríðarlega athygli. Arnar Freyr mun ræða þetta átakanlega mál við Arndísi Hauksdóttur prest. -- 19. sept. 2025