Sjö mínútur með fréttastofu RÚV

Fréttastofa RÚV kryfur augnablikið á 7 mínútum alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón: Freyr Gígja Gunnarsson.

Frásögn af afsögn

Afhverju sagði fjármálaráðherra af sér og hvaða áhrif hefur afsögnin á ríkisstjórnarsamstarfið? Magnús Geir Eyjólfsson segir frá atburðarrás gærdagsins.

10-10
07:00

Ráðherrakapall, Gaza og Gylfi Þór

Er einhver sem veit hver næsti fjármálaráðherra verður? Er von um frið í stríði Ísraels og Hamaz? Leikur Gylfi Þór Sigurðsson með landsliðinu í kvöld? Magnús Geir Eyjólfsson, Bjarni Pétur Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson segja frá.

10-13
07:22

Ráðherrar skiptast á embættum og Taylor Swift

Hverjir voru sáttir við stólaleikinn á laugardag? Er Taylor Swift búin að sigra heiminn. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Ingunn Lára Kristjánsdóttir segja frá. Umsjónarmaður er Freyr Gígja Gunnarsson.

10-16
06:45

Skelfileg loftárás á spítala á Gaza og heimsókn Joe Bidens til Ísraels

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til Ísraels í dag í skugga skelfilegrar árásar á sjúkrahús á Gaza. Stjórnarandstaðan er nokkuð sátt með vandræðagang ríkisstjórnarinnar. Bjarni Pétur Jónsson og Magnús Geir Eyjólfsson segja frá. Umsjónarmaður er Freyr Gígja Gunnarsson

10-18
07:00

Ástandið í Mið-Austurlöndum og fjórða gosið væntanlegt

Getur ekkert komið í veg fyrir innrás Ísraels á Gaza? Þarf alltaf að vera gos? Bjarni Pétur Jónsson og Kristín Jónsdóttir segja frá. Umsjónarmaður er Freyr Gígja Gunnarsson.

10-20
06:47

Samherjaskjölin og munúðarfull fasteignaauglýsing

Hvers vegna hefur rannsókn Samherjamálsins tekið svona langan tíma? Má auglýsa unaðstæki í fasteignaauglýsingu? Stígur Helgason, fréttamaður, og Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

10-23
06:47

Ruglingslegt hryðjuverkamál og sundraðir Repúblikanar

Af hverju er hryðjuverkamálið svona ruglingslegt og hvers vegna geta Repúblikanar ekki komið sér saman um þingforseta. Stígur Helgason og Birta Björnsdóttir segja frá. Umsjónarmaður er Freyr Gígja Gunnarsson.

10-25
06:45

Nýtt mat í hoppukastalamáli og verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar

Hversu mikilvægir eru vindmælar eða öllu heldur skortur á þeim í Hoppukastalamálinu? Af hverju eru Bandaríkjamenn ekki löngu búnir að herða byssulöggjöfina sína? Hvert er eitt versta geymda leyndarmál Íslandssögunnar? Ólöf Erlendsdóttir og Ólöf Ragnarsdóttir segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

10-27
06:55

Ríkisstjórn sem virðist ekki springa og Matthew Perry

Af hverju virðist ríkisstjórnin ekki geta sprungið? Hvers vegna syrgir heimsbyggðin Matthew Perry. Magnús Geir Eyjólfsson, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Birta Björnsdóttir segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

11-01
07:30

Árás á flóttamannabúðir og skotárás í Úlfarsárdal

Getur árás á flóttamannabúðir verið eitthvað annað en árás? Hvað gerðist í Úlfarsárdal í gær? Dagný Hulda Erlendsdóttir og Sólveig Klara Ragnarsdóttir segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

11-03
07:32

Svona var Íslendingunum forðað frá Ísrael eftir árás Hamas

Hvernig var yfir hundrað Íslendingum forðað frá Ísrael eftir hryðjuverk Hamas í byrjun október? Og hvað kostar slíkar björgunaraðgerð? Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

11-06
07:38

Er borgin í plús? Og er silla sýnatökupinni jarðhræringanna?

Hvort verður borgin rekin í plús eða mínus á næsta ári? Af hverju hafa vísindamenn svona miklar áhyggjur nú af jarðhræringunum á Reykjanesskaga? Magnús Geir Eyjólfsson og Ragnhildur Thorlacius segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

11-08
07:37

Vandræði hjá fyrrverandi forstjóra Marel og hvað gerist hjá KSÍ?

Af hverju hætti forstjórinn hjá Marel? Hver verður næsti formaður KSÍ? Magnús Geir Eyjólfsson, Einar Örn Jónsson og Helga Margrét Höskuldsdóttir segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

11-10
07:48

Þegar heilt bæjarfélag var rýmt á nokkrum klukkustundum

Hvernig var heilt bæjarfélag rýmt á nokkrum klukkustundum? Sjö mínútur með fréttastofu RÚV eru helgaðar stöðunni í Grindavík og aðdraganda þess að íbúum var gert að yfirgefa bæinn sinn. Viðmælandi er Valur Grettisson. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

11-13
06:35

Falsfréttir á tímum jarðhræringa og Grindavíkurbær rýmdur í skyndi

Hvaða falsfréttir komust á kreik þegar Grindvíkingar þurftu að yfirgefa bæinn sinn? Og af hverju þurfti að rýma bæinn í skyndi í gær? Ingunn Lára Kristjánsdóttir og Ragnhildur Thorlacius segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

11-15
07:09

Stríð tengt ákveðinni nýlendustefnu og afskiptasemi alþjóðastofnana

?Þetta er nútímalegt stríð sem byggir á ákveðnum atburðum 20. aldar og tengjast hugmyndum um þjóðerni og sjálfsmynd, ákveðinni nýlendustefnu og afskiptasemi alþjóðastofnana,? segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda. Hann ræðir við fréttastofu í hlaðvarpsþættinum Sjö mínútur með fréttastofu RÚV. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson

11-17
07:31

Jarðhræringar og stýrivextir og nýtt landris við Svartsengi

Hafa jarðhræringarnar í Grindavík áhrif á hvort stýrivextir hækki eða lækka? Og hvað þýðir nýtt landris við Svartsengi? Magnús Geir Eyjólfsson og Ragnhildur Thorlacius segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson

11-20
07:25

Dómur í Bankastræti Club-máli og allt á suðupunkti hjá OpenAI

Hversu lengi verður dómari að lesa upp dómsorðið í Bankastræti Club-málinu? Af hverju er það stórfrétt að Sam Altman hafi verið rekinn? Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir og Þorgils Jónsson segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

11-22
07:38

Bankar sjá að sér og Katar í lykilhlutverki

Af hverju skiptu bankarnir um kúrs gagnvart Grindavík? Hvers vegna er Katar að semja við Hamas um lausn gísla? Höskuldur Kári Schram og Bjarni Pétur Jónsson segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

11-24
07:27

Hussein einn eftir á Íslandi og bjartara yfir Grindavík

Af hverju fær Hussein Hussein að vera á Íslandi en ekki fjölskyldan hans? Eru Grindvíkingar farnir að eygja von um endurkomu? Haukur Holm og Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.

11-27
07:29

Recommend Channels