Discover
Skoðanabræður

Skoðanabræður
Author: Bergþór Másson
Subscribed: 584Played: 26,171Subscribe
Share
© Bergþór Másson
Description
www.patreon.com/skodanabraedur
Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman.
Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra.
Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst.
Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi.
5 þættir í mánuði.
Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.
Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman.
Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra.
Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst.
Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi.
5 þættir í mánuði.
Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.
386 Episodes
Reverse
Styrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, World Class, Silkisvefn & Gæði.www.patreon.com/skodanabraedurEiríkur Magnússon (@hodl_ishmael á X) mætir aftur í þáttinn. Bitcoin er aðal-umræðuefnið. Mælt er með að hlusta á fyrri þáttinn frá því í janúar ef þú ert nýr í Bitcoin málum. Annars er þetta sjálfstætt framhald. Við tölum um að selja húsið sitt til þess að kaupa Bitcoin, uppgötvunina sem Bitcoin er, skuldasöfnun, peninga og austurríska hagfræði. Njótið vel kæra bræðralag.Grein: https://www.onceinaspecies.com/p/once-in-a-species-73bBók sem var nefnd: The Bitcoin Standard eftir Saifedean Ammous.
Styrktaraðilar þáttarins eru: Myntkaup, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur á takktakk.is með kóðanum SB15).www.patreon.com/skodanabraedurAgnar Tómas Möller hefur starfað í íslenskum fjármálaheimi síðan 2001. Fyrir nokkrum árum skráði hann sig í sagnfræði í HÍ - og er nú á lokametrunum þar. Í þessum þætti ræðum við skuldabréf, sagnfræði, ástandið í heiminum, reksturinn á íslenska ríkinu og skuldir Bandaríkjana.
Styrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, World Class, Silkisvefn & Gæði.www.patreon.com/skodanabraedurHið eina sanna apex philosophy: að vera mikilmenni. Í þessum þætti er farið inn á bylgjulengd þeirra sem hafa tileinkað sér greatness. Bókin "The Science of Being Great" eftir Wallace D. Wattles er tekin fyrir og ýmis praktísk mál varðandi það að að verða mikilmenni tekin fyrir.
Styrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, World Class, Silkisvefn og Gæði.www.patreon.com/skodanabraedurListamennirnir Joey Christ og Daníel Perez mæta í Sigurðarstofu Sævars til þess að kryfja veruleika Reykjavíkur. Hvað þarf að kenna fólki? Hver er stemningin?Njótið vel kæra bræðralag. Guð geymi ykkur!
Styrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, World Class, Silkisvefn, Gæði, Takk takk (SB15 fyrir 15% afslátt inni á takktakk.is)www.patreon.com/skodanabraedurÍ fyrri hlutanum af samtalinu okkar við Kjartan Þórisson frumkvöðul förum við djúpt í það hvernig maður hámarkar sína eigin getu, orku og lífskraft. Í þessum þætti erum við í stóru myndinni: Ísland eftir 50 ár, hlutverk Bandaríkjana á alheimssviði, gervigreind, Bitcoin, tækniframfarir. Í lok þáttar má heyra hljóð-esseyju Kjartans sem kjarnar þetta allt saman.
Styrktaraðilar þáttarins eru: Myntkaup, World Class, Silkisvefn, Gæði, Takk takk (SB15 fyrir 15% afslátt á takktakk.is)www.patreon.com/skodanabraedurÍ fyrri hlutanum af samtalinu okkar við Kjartan Þórisson frumkvöðul förum við djúpt í það hvernig maður hámarkar sína eigin getu, orku og lífskraft. Við ræðum mikilvægi þess að lifa í fullum heilindum, hvaða venjur styrkja okkur og hvernig á að gera þetta allt saman. Í seinni hlutanum verða hlutirnir teknir fyrir á macro-skala. Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
www.patreon.com/skodanabraedurStyrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, Silkisvefn, World Class, Gæði & Takk takk (15% afsláttur á takktakk.is með kóðanum SB15).Það sem snert er á: Íslenskt sjálfstæði, menntakerfið, stjórnarskráin, Napóleon, Bitcoin, Jordan Peterson, bókun 35, Hans Herman-Hoppe, 19. öld, afnám velferðarkerfis og Guð.
Styrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, World Class, Silkisvefn, Gæði og Takk takk (15% afsláttur á www.takktakk.is með kóðanum SB15).www.patreon.com/skodanabraedurGunnar Jörgen Viggósson er góðkunnur bræðralaginu. Hann býður upp á 9D Breathwork sem gæti breytt lífi þínu inni á www.9d.isÍ þessum þætti fjöllum við um David R. Hawkins, lækni og andlegan kennara. Ævi hans, störf, kenningar og pælingar. Sjá mynd af Map of Consciousness hér.
www.patreon.com/skodanabraedurStyrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, World Class, Silkisvefn, Gæði og Takk takk (15% afsláttur með kóðanum SB15 inni á takktakk.is).Við bræður fórum á fyrirlestur fræðimannsins heimsfræga Gad Saad í Hörpu. Hann er í allskonar góðum pælingum. Í þessum þætti ræðum við hugmyndirnar sem, samkvæmt honum, eru að drepa Vesturlönd hægt og rólega.
www.patreon.com/skodanabraedurStyrktaraðilar þáttarins eru: Myntkaup, World Class, Silkisvefn, Gæði og Takk takk (SB15 fyrir 15% afslátt á takktakk.is).Kristján Ingi Mikaelsson er frumkvöðull, forritari, fríþenkjari og Bitcoin-maður. Hann er búinn að kynna sér hvernig heimurinn virkar og er mættur í Skoðanabræður til þess að miðla sinni sýn. Þessi sýn er frumleg, frjáls og ögrandi. Í þættinum förum við yfir það sem er gangi í heiminum, hvernig kerfin virka, Bitcoin, Bandaríkin og tækifærin fyrir Ísland í þessum nýja heimi sem er að verða til.Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
www.patreon.com/skodanabraedurStyrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur á takktakk.is með kóðanum SB15).Arnar Þór Ólafsson er hlaðvarpsstjórnandi og fræðir fólk um peninga (Auratal og Viltu Finna Milljón). Í þessum þætti ræðum við peningaleikinn, fall heimsvelda, fyrirtækjarekstur og fleira pepp. Njótið vel kæra bræðalag. Guð blessi ykkur.
Styrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, World Class, Silkisvefn, Takk takk (15% afsláttur með kóðanum SB15).Snorri mætir í Sigurðarstofu Sævars og við förum yfir málin: Endurkoma sannleikans og stóru Guðanna, að bjóða hinn vangann gegn matrix árásum, Halldór og Jónas, föðurlandsást og afstæðishyggja.Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
Styrktaraðilar þáttarins eru: Myntkaup, Saltverk, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur á takktakk.is með kóðanum SB15).Hannes Hólmsteinn Gissurarson er kominn á eftirlaun. Það þýðir frjáls hugsun og frjáls tjáning. Ekki það að hann sé nýbyrjaður á slíku. Í gegnum árin hefur Hannes verið bæði utangarðsmaður í háskólanum og svo innanbúðarmaður hjá æðsta valdinu. Mikil sérstaða hér.Í þessum þætti segir Hannes okkur frá muninum á hægri og vinstri mönnum, hvers vegna hægri menn lesa ekki bækur, Jón Ásgeir vs. Davíð Oddsson, útlendingastefna Íslands og margt annað.
Styrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, Saltverk, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur með kóðanum SB15 á takktakk.is)www.patreon.com/skodanabraedurNúmi Snær Katrínarson er maður sem getur frelsað á þér líkamann. Ég tala af reynslu - hann gerði það við mig, eða kenndi mér að gera það við sjálfan mig. Þetta er allt heildrænt segir Númi og ef maður ætlar að ná heilsu verður maður að líta í allar áttir og taka þetta allt saman. Sól, jarðtenging, næring, öndun, líkamsrækt. Það er farið yfir þetta allt saman í þessum hérna þætti. Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
Styrktaraðilar þáttarins eru: Myntkaup, Saltverk, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur á takktakk.is með kóðanum SB15).Björn Jón Bragason er menntaður sagfræðingur og lögfræðingur. Þessi þáttur er ferðalag frá Forn-Grikklandi til landnáms, kristnitöku og svo nútímans. Einnig ræðum við mikilvægi menntunar, aga, hugmyndir, lestur og jákvæða samkeppni. Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
Styrktaraðilar þáttarins eru: Myntkaup, Saltverk, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur með kóðanum SB15).Daníel Perez er menntaður maður, vitsmunalega og andlega. Hann hefur stundað innhverfa íhugun í 20 ár og stúderað þau fræði vel og vandlega.Í þessum þætti ræðum við um innhverfa íhugun, Maharishi Mahesh Yogi, indverska gúrúa, indverska stéttaskiptingu, uppljómun og önnur andans mál. Njótið vel kæra bræðralag.
Styrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, Saltverk, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur með kóðanum SB15).www.patreon.com/skodanabraedurSnorri vs. kynjafræðingar landsins og fylgifiskar þeirra. Fjölmiðlafár síðustu viku rætt hér í þessum sérstaka þætti. Ekki reynt að skilgreina hugtakið woke. Allskonar annað líka: löngun í frægð og frama, aðstæður fólks og framtíðin.
Styrktaraðilar þáttarins eru: Myntkaup, Saltverk, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur með kóðanum SB15).www.patreon.com/skodanabraedurÞorleifur Örn Arnarsson er fremsti leikhús-leikstjóri Íslands. Hann hefur sett upp stóru bókmenntaverkin, allt frá Hómer í Njálu í Shakespeare, í bestu leikhúsum Evrópu. Árið 2018 vann hann hæstu verðlaun sem leikhús-leikstjóri getur unnið í Þýskalandi. Hérna fer hann yfir sínar pælingar um heiminn: Kraftur listarinnar, tilgangur leikhússins, Þýskaland, bókmenntir, menntun, metnað, að enduruppgötva sig, kerfi heimsins og allskonar annað.
Styrktaraðilar þáttarins eru: Myntkaup, Saltverk, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur á takktakk.is með kóðanum SB15).Það er engin önnur en ævisaga hershöfðingjans mikla Júlís Sesar sem að tekur á móti okkur í apríl. Góð leið til þess að koma sér inn í Rómaveldi og tjúna sig inn í hreinan og beinan sigurvegara. Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
Styrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, Saltverk, Stjörnugrís, World Class, Silkisvefn, Takk takk (SB15 fyrir 15% afslátt á takktakk.is)Gervigreindin var spurð: Ef þú værir djöfullinn hvernig myndirðu rústa samfélögum? Hún svaraði skýrt. 1) prómotera unnar matvörur 2) hvetja til kyrrsetu 3) spillt vísindi 4) gera fólkið að fíklum 5) skemma fjölskyldur og samfélög 6) veikja og rugla í karlmennsku og því sem er kvenlegt - leggið við hlustir!
Comments