DiscoverSkoðanabræður
Skoðanabræður
Claim Ownership

Skoðanabræður

Author: Bergþór Másson & Snorri Másson

Subscribed: 581Played: 25,171
Share

Description

www.patreon.com/skodanabraedur

Skoðanabræður: „Eina hlaðvarp sem ég get hlustað á.“ – „Ég verð gáfaðri af því að hlusta á þetta.“ – „Lét mig hætta að vilja drepa mig.“ – „Besta leiðin til að vita það sem skiptir máli.“ – „Ég verð anti-þunglynd við að heyra ykkur tala um lifnaðarhætti ykkar.“

Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019, í boði blóðbræðranna Snorra og Bergþórs Mássonar. Þáttur á hverjum föstudagsmorgni í mynd og hljóði, en mun oftar fyrir þá sem ganga í Skoðanabræðralagið á www.patreon.com/skodanabraedur.

Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.
338 Episodes
Reverse
Skoðanabræður snúa aftur eftir veikindi og víla ekki fyrir sér að koma sér beint að efninu um framtíð þjóðarinnar. Hvert stefnum við, nú þegar stjórnmálasviðið er galopið og örlagastund knýr dyra? Hér er þessu ekki beint svarað en þetta er rætt, tekið upp á miðvikudagsmorgni. Stóra sýnin fyrir Ísland, stóra allsnægtabyltingin – happy, healthy og wealthy þjóð. Komið inn á Naval Ravikant, rafmyntir, þjóðargjaldmiðla og stóru málin á næsta kjörtímabili. Að auki: Pælið í því að Píratar hafi eitt sinn virst eðlilegt stjórnmálaafl. Og: Vinur Begga svaf yfir stærðfræðipróf í Verzló og því hefur Bergþór aldrei gleymt. Snorra dreymir enn martraðir um að jólapróf í latínu vofi yfir en að hann sé ekki byrjaður að læra. Skólakerfið okkar. Einnig: Nýtt startup í sjávarútvegi á vegum Sigga Bjartmars, Greenfish.
www.patreon.com/skodanabraedur Þetta er þáttur fyrir alla þá sem vilja sigra. Deepak Chopra er höfundur bókarinnar The 7 Spiritual Laws of Success. Guð gaf Snorra gubbupest til þess að þessi þáttur myndi verða til. Aron Kristinn Jónasson stígur inn í hans stað. Máttugur er mættur maður. Við förum yfir þessi sjö lögmál bókarinnar. Guð blessi ykkur kæra bræðalag.
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur Hvernig menntum við okkur? Hvað er í gangi í háskólunum? Hugmyndir fræðikonunnar Camille Paglia ræddar hér í þessum þætti. Hún er róttæk og skemmtileg. Er munur á körlum og konum? Það fer eftir því hvern þú spyrð. Um lok þáttar er snert á hugvíkkandi efnum, hverjir eiga að nota þau og hverjir alls ekki. Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
Balaji Srinivasan fjárfestir og frumkvöðull hefur spáð ýmsu brjáluðu og ekki allt hefur ræst. Ein af lykilkenningum hans er að hægt og rólega taki netríki við af þjóðríkjum, þar sem hópar munu koma sér saman um samfélög á netinu, sem ekki verða skilgreind af veraldlegum landamærum. Hér ræðum við framtíð Íslands á þessum nótum og veltum öllum steinum. Annað sem kemur við sögu: Hefur regluverk staðið í vegi fyrir framþróun á síðustu áratugum? Fjármagnið skiptist í þrennt: Woke Capital, Tech Capital og Communist Capital. Sagan af landnáminu í Bandaríkjunum eins og Balaji sér hana.
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur Tilvistarspurning þunglyndis, landbúnaður, Lenín, bókmenntir Rússlands 19. aldarinnar, Pharrell Williams, Bernard Arnault og pólitík þeirra sem eiga heiminn. Þetta er til umræðu í þessu fremsta hlaðvarpi landsins.
Ert þú alltaf að hlusta á gamla tónlist? Eru kvikmyndirnar sem þú ert að horfa á bara sömu kvikmyndir aftur og aftur? Hér er sagan rakin frá afdrifaríkum hryðjuverkaárásum árið 2001 og fjallað um hvernig menning okkar mótaðist í kringum 2005 og hefur síðan lítið breyst. Algrímin valda því, að mati sérfræðinga, að allt sem við sjáum og heyrum er endurtekning eða endurvinnsla þess sem áður hefur virkað.  Annað: Trump vs. Harris kappræður Munurinn á kapítalisma og kommúnisma 9/11 og áhrifin á alheimssamfélagið Nýr iPhone og regluverksfargan Evrópusambandsins Skaðleg sálfræðiþjónusta fyrir ungt fólk með þunglyndi og kvíða Kostir áfengis
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur Sérstakur þáttur í tilefni 10 ára afmælis Zero to One eftir Peter Thiel. Bókin sem segir þér hvernig þú átt að hugsa þegar þig langar að stofna fyrirtæki. Fyrst: talað um nýjar saunuþróanir sem bitna á konum. Síðan eru hugmyndir bókarinnar kynntar: Að öðlast einokun, að hugsa stórt, að forðast samkeppni. Í lokin er virðing sett á free market menningarmiðstöðina Húrra Reykjavík fyrir þeirra starf síðastliðin tíu ár.
Meistaraverkið The True Believer eftir Eric Hoffer tekið fyrir og sett í nútímasamhengi. Hún fjallar um fjöldahreyfingar. Hvernig verða þær til? Hvernig fólk gengur í þær? Hvernig fólk stjórnar þeim? Út á hvað ganga þær? Kommúnismi og nasismi eru skýr dæmi - en hvað er í gangi í dag? www.patreon.com/skodanabraedur
Nassim Nicholas Taleb er sérfræðingur í líkindum, fjárfestingum og almennum kóngalífstíl. Tvímælalaust einn af mikilvægari höfundum samtímans, eins og stöðugar vinsældir bóka hans sýna. Á meðal þeirra: Fooled by Randomness, Black Swan, Antifragile og Skin in the Game. Í þessum þætti förum við efnislega yfir einstaka, nýstárlega og nærandi hugmyndafræði Taleb, sem getur líklega gert þig að betri manni. Viltu til dæmis hætta að vera viðkvæmur og verða beinlínis andviðkvæmur? Engrar þekkingar á neinu krafist til þess að ýta bara á play!
Nassim Nicholas Taleb er sérfræðingur í líkindum, fjárfestingum og almennum kóngalífstíl. Tvímælalaust einn af mikilvægari höfundum samtímans, eins og stöðugar vinsældir bóka hans sýna. Á meðal þeirra: Fooled by Randomness, Black Swan, Antifragile og Skin in the Game. Í þessum þætti förum við efnislega yfir einstaka, nýstárlega og nærandi hugmyndafræði Taleb, sem getur líklega gert þig að betri manni. Viltu til dæmis hætta að vera viðkvæmur og verða beinlínis andviðkvæmur? Engrar þekkingar á neinu krafist til þess að ýta bara á play!
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur Bláa pillan eða sú rauða? Hið svokallaða matrix er tekið til umræðu. Hvernig aflærum við hluti og sleppum tökum á óuppbyggilegum konseptum? Það er spurning - hlustaðu og kannski verðurðu einhverju nær.
Biðin var löng og ströng en nú er hann mættur í hljóðver til okkar, enginn annar en Beggi Ólafs. Hann býr í Los Angeles en er í heimsókn í framtíðarlandinu. Hann ætlar sér stóra hluti úti, er með hugann við persónulega þjálfun, við gervigreind, við sálfræði, við bætingar og hefur frá mörgu að segja. Ferilllinn! Hvernig varð Beggi Óla að þeim sem hann er, hvernig var í fótbolta, ekki eitrað, segir Beggi, það var samt mjög sturlað og jú smá eitrað, en þar er ekki átt við „klefamenninguna“. Við ræðum þá kontróversíurnar, sem hafa verið nokkrar. „Umdeildur“ er stundum sagt. Þetta er allt voðalega vinalegt.
#324 MACHIAVELLI

#324 MACHIAVELLI

2024-07-2620:24

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur Sérstakur þáttur um elítur; hvernig þær fúnkera, af hverju þær eru til - og hvernig stjórna þær hugmyndum og kerfum? Til þess að skilja þetta betur skoðum við bókina The Machiavellians: Defenders of Freedom eftir James Burnham. Epískar pælingar þar. Í samhengi við þetta er lauslega snert á vibe-shifti sumarsins: Donald Trump, Peter Thiel og Elon Musk. Hvað er í gangi?
Í þessum þætti fara bræðurnir yfir Marc Andreessen frumkvöðul frá A til Ö, þannig að þú þarft ekki að vita hver hann er til að byrja að hlusta. Hann skrifaði skjal að nafni Techno-Optimist Manifesto á dögunum, þar sem verulega verðmæta innsýn er að finna. Stjórnmál, fjárfestingar, andlegt ástand almennings, allsnægtahugarfarið, orkumál, allt mögulegt á milli himins og jarðar. Ef þú ert týndur og þér finnst hugmyndafræði þín ekki passa við daglegar athafnir þínar – hlustaðu á þennan þátt og sjáðu hvort þú getir látið þetta passa. 
Styddu frjálsa fjölmiðlun inni á www.patreon.com/skodanabraedur Stjörnuspeki er ekki fyrirbæri sem við höfum gert mikil skil á þessum vettvangi fram að þessu enda lifum við tíma vísindahyggjunnar og ef trúarbrögð koma við sögu eru þau ekki að nafninu til byggð á stjörnuspeki, þótt sá stjörnuspekingur, Gunnlaugur Guðmundsson, haldi því að vísu fram að allt hið kristna hugsanakerfi byggist að miklu leyti á stjarnspekilegum grunni. Alla vega: Stjörnuspeki felst í grunninn í því að álykta um persónu þína á grundvelli þess hvenær þú nákvæmlega fæddist. Stjörnuspeki er í grunninn tímatalsfræði – þú fæðist á ákveðnum tíma og ákveðnum stað og það hefur merkingu. Út frá því getum við dregið kerfisbundnar ályktanir um persónuleika þinn og jafnvel tilgang þinn á jörðinni. Það eru sem sé í þessari hugsun engar tilviljanir. Gunnlaugur bjó til kort fyrir okkur bræður og setti í samhengi um miðjan þátt. Einnig fer Gunnlaugur yfir valdakerfi heimsins, frægt fólk og leiðtoga, stéttaskiptingu og samfélagið almennt - út frá sjónarhorni stjörnuspekinnar.
Í dag er fjallað um nýja leið til að skilja stjórnmál nútímans: Það er rautt lið, blátt lið og það er grátt lið. Gráa liðið fílar margt sem rauða liðið gerir en það er samt alls ekki rauða liðið. Það er að segja: Við í gráa liðinu trúum meira á framtíðina en fortíðina. Einnig fjallað um mikilvægi þess að lifa í allsnægtum og farið aðeins yfir feril Howard Hughes. Þátturinn í heild sinni er á www.patreon.com/skodanabraedur
Óformlegt framhald Íslandsögunnar. Í þetta skipti þræðum við 20. öldina. Að sjálfsögðu er frásögnin ekki línuleg, rétt eins og Íslandssaagan. Önnur umræðuefni eru kynjuð loftslagsmál í samhengi við afnýlenduvæðingu og svo veðmálafyrirtæki á Íslandi. Rannsóknarspurning er sett fram í byrjun þáttar: Hver er merkilegasti Íslendingur allra tíma? Svör í lokin.
EINLÆGLEGA: Óvænt epískur þáttur sem allir þurfa að hlusta á – fróðleikur og mikilvægar pælingar um stöðu mála. - Í þætti dagsins, sem verður mögulega hluti af þriggja hluta seríu, er farið yfir sögu Íslands frá upphafi daga, þjóðveldisöldin, goðakerfið útskýrt, myrku aldirnar og allt fram til nítjándu aldar. Mikið farið út af sporinu samt og farið í stærri spurningar. Allt er þetta gert til að reyna að svara spurningunni: Er prójektið Ísland enn þess virði – á það sér framtíð, eða er þetta búið?  PATREON fyrir meira efni.
#318 STEVE JOBS

#318 STEVE JOBS

2024-06-1420:02

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur Sérstakur þáttur um Steve Jobs. Áhrifamesta mann mannkynssögunnar? Kannski. Hérna er stiklað á stóru varðandi ævi og feril meistarans. Hvað gerði hann að svona miklum snilling? Hvernig fór hann að þessu? Hvaða öfl voru að verki? Hvað hafði áhrif á hann? Hvernig hugsaði hann? Hvað getum við lært af honum? Þessu öllu er svarað hérna í þessum sérstaka þætti Skoðanabræðra. Guð blessi ykkur kæra bræðalag.
Bergþór leiðir okkur í gegnum þrjú lögmál Bergþórs og við förum einnig yfir Lífsreglurnar fjórar eftir Don Miguel Ruiz. Halla T. mælti með þeirri bók í viðtali og menntunarfílístear á netinu reyndu að gera lítið úr sjálfshjálparviðleitninni. Annars fer hluti þáttarins í að fallast djúplega á kjör Höllu Tómasdóttur forseta. Aðrar pælingar; hver verður arftaki Trump? Sá sem kann á miðlana. En svona í alvöru: Þið verðið eiginlega að læra hvað „Bildungsphilister“ er – og þetta er fyrsta skrefið.
loading