DiscoverStéttir Landsins
Stéttir Landsins
Claim Ownership

Stéttir Landsins

Author: Stéttarfélagið

Subscribed: 34Played: 138
Share

Description

Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?

Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.

Sería 2 er farin af stað!


Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---

📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs

24 Episodes
Reverse
Jólasveinninn gjafmildi, Bjúgnakrækir, hélt að hann væri á leið á jólaball þegar hann sparkaði upp hurðinni á stúdíóinu. Við fengum hann þó til að setjast niður með okkur á þessum háannartíma. Það var rætt um þennan fjölskyldubransa og mikla eftirspurn í desember, kjarasamninga jólasveina, hvort Kertasníkir væri uppfullur af sjálfum sér, og þá gagnrýni sem Gluggagægir hefur sætt undanfarin ár. Bjúgnakrækir kom einnig inn á það að Grýla væri ekki jafn ógnvænleg og áður, enda komin á safa...
Lýtalæknirinn Þórdís Kjartansdóttir er alla jafna með skurðhnífinn á lofti hjá DeaMedica, en að þessu sinni settist hún niður með okkur og fór yfir þennan áhugaverða bransa. Í þætti vikunnar er komið víða við, allt frá bótoxi og til Simon Cowell, andlitslyftinga, BBL, hárígræðslna, calf implants, nýjustu tískubólur og margt fleira. Þórdís, sem hefur starfað sem lýtalæknir um árabil, fékk misgáfulegar spurningar frá okkur drengjunum og erum við aðeins fróðari fyrir vikið. Samstarfs...
Tölvuleikjaframleiðandinn, Halldór Snær Kristjánsson, stofnaði Myrkur Games ásamt tveimur félögum sínum úr HR. Þó nokkrum árum síðan og talsverðri mikilli vinnu er leikurinn þeirra, Echoes of the End, loks kominn út. Við félagarnir vorum að vanda forvitnir um hvernig svona ferli gengur fyrir sig og Halldór fræddi okkur um það hvernig hægt er að taka bjartsýna hugmynd úr háskóla og fylgja henni eftir alla leið. Við ræddum ekki eingöngu leikinn sjálfan, heldur einnig leikjabransann á Íslandi, f...
Brúðkaupsplanarinn skipulagði, Alína Vilhjálmsdóttir, gaf okkur nokkur góð ráð fyrir stóra daginn. Við fórum yfir allt litrófið í brúðkaupsplaneríi og getum sagt að við séum skrefi nær því að verða tilbúnir að ganga í það heilaga. Hvernig á að tækla langar og leiðinlegar ræður, litapallettur og smekksatriði, kostnað, hversu mörgum gestum á að bjóða, furðulegar hefðir og auðvitað starfið sjálft var til umræðu í þættinum. Tilvalið fyrir þau sem eru brúðkaupshugleiðingum eða bara almenna r...
Veðurfræðingurinn vinalegi, Einar Sveinbjörnsson, kom í heimsókn og leit með okkur til veðurs eins og honum einum er lagið. Veðrið er okkur hugleikið á hverjum degi og því lá ekki á spurningunum. Við fórum yfir helstu spálíkön, ræddum hvort það væri á einhvern hátt skynsamlegt að flytja höfuðborgina miðað við veðurfar, hvernig það reynir á sálartetrið að spá fyrir heilli þjóð og rýndum í helstu vindáttir og strauma. Við veltum einnig fyrir okkur hvar á höfuðborgarsvæðinu veðrið væri bes...
Sóknarpresturinn síungi, Guðmundur Karl Brynjarsson, hefur gengið Guðs veg síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Guðfræðin kallaði þó ekki sterkt til hans á æskuárum og kom mörgum á óvart þegar hann gerðist prestur. Gummi Kalli þjónar hjá Lindakirkju í Kópavogi og hefur getið sér góðs orðs sem sóknarprestur. Hann ræddi við okkur um ýmislegt sem tengist trúnni, meðal annars hvort það væri rými til að bæta við boðorðum, lagaval í kirkjukórum, hlutverk djákna, messuvínið og hvort kristileg ...
Við drengirnir settumst niður í stutta stund og litum yfir farinn veg í svokölluðum „wrap up“ þætti. Líkt og flestar stéttir landsins ætlum við að skella okkur í sumarfrí. Í þessari stuttu samantekt rifjuðum við upp skemmtileg atvik og eftirminnileg augnablik. Við þökkum öllum kærlega fyrir hlustunina og hlökkum við til að byrja ferskir í ágúst. Gleðilegt sumar ☀️ Samstarfsaðili þáttarins: 🔍Alfreð & Giggó --- 🎵Elephant - Tame Impala 🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þó...
Bráðatæknirinn reynslumikli, Höskuldur Sverrir Friðriksson, hefur starfað sem sjúkraflutningamaður og bráðatæknir í tæp 40 ár. Hann hefur sannarlega upplifað ýmislegt og séð tímana tvenna. Höskuldur fór um víðan völl og sagði okkur meðal annars frá starfi sínu í Bandaríkjunum, Nígeríu og Líbanon. Þar upplifði hann skotárásir og sinnti störfum á jarðsprengjusvæðum. Starfsferill hefur ekki alltaf verið dans á rósum og var þetta sannarlega áhugaverð sögustund. Samstarfsaðili þáttarins:&nbs...
Kokkurinn kraftmikli, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, er margverðlaunaður matreiðslumeistari og hefur verið hluti af kokkalandsliðinu um árabil. Við spjölluðum meðal annars um trendin í matarmenningu Reykjavíkur, fáum góð ráð um hvernig á að elda fisk, kíkjum á bakvið tjöldin hjá íslenska kokkalandsliðinu og ræðum fyrir hverja kokkanámið er. Matur, menning og metnaður í þætti vikunnar. Samstarfsaðili þáttarins: 🔍Alfreð & Giggó --- 📷 @snaedisxyza 🎵Elephant - Tame Imp...
Ljósmyndarinn ævintýragjarni, Þráinn Kolbeinsson, hefur lent í ýmsum ævintýrum á ferli sínum sem ljósmyndari. Hann flakkar um landið og á fjarlægar slóðir til að grípa besta mögulega augnablikið. Allt frá því að mynda reiðhjólakappa á Vestfjörðum til ísbjarna á Baffin-eyjum í Kanada. Hann fór meðal annars yfir það hvernig hann skipti úr stöðugri vinnu á sálfræðistofu yfir í óútreiknanlegt líf sem ævintýraljósmyndari. Ljósmyndun og léttleiki í fyrirrúmi í þætti vikunnar. Samstarfsa...
Þáttastjórnandinn geðþekki, Arnar Þór Ólafsson, er með marga bolta á lofti í sjónvarpi og hlaðvarpsheimum. Eftir að hafa verið í atvinnuleit eftir heimsfaraldur stökk hann um borð á hlaðvarpsvagninn og hefur það leitt af sér eitt og annað. Við ræddum við hann um hans helstu verkefni, flest fjármálatengt afþreyingarefni, líkt og Pyngjuna og Viltu Finna Milljón? á Stöð 2. Við vildum vita hvernig fyrirtæki brugðust við því þegar Pyngjumenn fóru að grúska í ársreikningum þeirra, helstu ráði...
Miðillinn og heilarinn, Sigríður Elín Olsen, ræddi við okkur um andleg málefni og deildi því með okkur, hvað býr í fólkinu að handan. Við fengum ýmis svör, heyrðum um okkar verndarverur og hvernig orku við búum yfir. Við ræddum starf miðilsins, hvernig skilaboðin berast frá þeim liðnu, hvort það sé erfitt að vera sjáandi í margmenni, og hvað taki við eftir jarðneska tilveru. Við fórum einnig yfir Tarot-spilin, huldufólk og heilun dýra, þar sem við fengum að vita að ýmsar verur vaka einnig yfi...
Förðunarfræðingurinn fótfimi, Rakel María Hjaltadóttir, fór yfir heims- og tískumálin með okkur. Það var tekinn 360 gráðu greining á heitustu trendunum í förðunarbransanum í dag, hvað væri heitt og hvað væri kalt. Rakel er hlaupari mikill og við ræddum um hið stórmerkilega hlaup sem er kennt við Bakgarðinn. Við vildum forvitnast hvað færi í gegnum hausinn á hlaupurum eftir næstum sólarhring á hlaupum og hvers vegna einhver myndi vilja leggja þetta á sig. Einnig tókum við snúning á ferðalögu...
Óperusöngvarinn tónelski, Kristján Jóhannesson, er gullbarki með meiru. Þrátt fyrir að vera ekki nema rétt rúmlega þrítugur hefur hann lært og starfað sem óperusöngvari víða um Evrópu um árabil. Kristján sagði okkur frá hinum litla en harða heimi óperunnar í Evrópu og hinu rólega lífi í svissneskum smábæ. Við vorum meðal annars forvitnir að vita hvort hann væri stöðvaður út á götu til þess að gefa áritanir og hvort við ættum erindi í óperuna, enda á besta aldri. Sannarlega þrjár einstakar útv...
Töframaðurinn dulræni, Lárus „Lalli töframaður“ Blöndal, er vægast fjölhæfur skemmtikraftur. Lalli hefur töfrað og skemmt fyrir unga jafnt sem aldna. Þrátt fyrir að Lalli megi ekki gefa upp hvernig helstu töfrabrögð eru framkvæmd þá leysti hann úr skjóðunni um margt annað sem tengist töframannasenunni hér á landi. Upphaf töfraferilsins, töframannafélagið, hvort hann hefði töfrað á fyrsta stefnumóti, skemmtanir í barnaafmælum og blöðrutrix voru meðal annars til umræðu í þætti vikunnar. S...
Fréttakonan orðheppna, Kristín Ólafsdóttir, stendur á tímamótum um þessar mundir en hún lagði blaðamannapennann á hilluna á dögunum, í bili allavega. Hún ræddi við okkur um starf fréttamanns og var af nægu að taka. Hún lýsti því hvernig hún endaði fyrir algjöra tilviljun sem fréttamaður á Vísi, hvers vegna hún á það til að flytja fréttir úr sundlaugum landsins, sviðsljósið og vinabeiðnir á Facebook og síðast en ekki síst, Eurovision. Við ræddum einnig hennar næsta skref en Kristín hefur hafið...
Garðyrkjubóndinn glaðbeitti, Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, brá sér frá bændastörfum á Flúðum og fór yfir það helsta með okkur. Það kennir ýmissa grasa í garðyrkjunni hjá Höllu en hún rekur meðal annars Sólskins vörumerkið og ræktar tómata, gúrkur, sellerí og fleira til. Í þættinum var meðal annars farið yfir hvernig maður eignast allt í einu stærðarinnar garðyrkjustöð á Flúðum, hækkandi raforkuverð, smáauglýsingar í Bændablaðinu og hvernig tómatar þroskast og dafna. Það fá allir gr...
Listamaðurinn fjölhæfi, Almar Steinn Atlason, er flestum landsmönnum kunnugur eftir stórbrotinn gjörning á göngum Listaháskólans árið 2015. Almar dvaldi nakinn í glerkassa í viku og hreif alþjóð með hug og djörfung í listsköpun sinni. Hann hefur gert margt fleira en setið í kassa og ræddi við okkur um hin ýmis verk og ævintýri ásamt athyglinni sem fylgdi kassanum. Almar tjaldaði í nokkrar vikur á folfvelli á Hornafirði og málaði myndir, lét gesti og gangandi húðflúra á sér bakið á listsýningu...
Útfararstjórinn yfirvegaði, Frímann Andrésson, ræddi við okkur um lífið, veginn og dauðann. Starf útfararstjóra getur tekið á sálartetrið eins kom fram í spjalli okkar. Við ræddum um hvaða viður væri vinsælastur fyrir líkkistu, hvort að almenningur mætti keyra um á líkbíl og bestu smáréttina í erfidrykkju. Frímann er einnig plötusnúður en spilar ekki hvaða tónlist sem er. Hann á það til að þeyta skífum á Kaffibarnum fram á rauða nótt og vakti það mikinn áhuga spyrla. Samstarfsaðili þáttarins:...
Ljósmóðirin ljúfa, Hulda Viktorsdóttir, ræðir við okkur um heima og geima og allt sem við kemur starfi ljósmæðra. Það var kafað ofan í uppruna orðsins, rætt um vinsældir heimafæðinga á undanförnum árum, hvort það væri samkeppni milli vakta að taka á móti fyrsta barni ársins og hvort að ljósmæðranám væri fyrir alla, konur og kalla. Samstarfsaðili þáttarins: 🔍Alfreð & Giggó --- 📷@huldaviktors 🎵Elephant - Tame Impala 🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
loading
Comments 
loading