Synir Egils

Synir Egils hafa áratuga reynslu af greiningu pólitískrar- og samfélagslegar umræðu. Á sunnudögm ræða þeir meðal annars við fólk úr stjórnmálum, fjölmiðlum og verkalýðshreyfingunni um brýnustu málefni dagsins.

Synir Egils: Samfélagslegur harmur, pólitískur skjálfti og húsnæðiskreppa

Sunnudagurinn 22 . september:  Synir Egils: Samfélagslegur harmur, pólitískur skjálfti og húsnæðiskreppa Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona, Dagbjörg Hákonardóttir þingkona og Róbert Marshall leiðsögumaður og fara yfir fréttir vikunnar sem einkenndust af þungbærum fréttum og pólitískum óróa. Þeir bræður taka stöðuna á á pólitíkinni og síðan koma Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, María Pétursdóttir formaður húsnæðishóps ÖBÍ og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða viðvarandi húsnæðiskreppu, aðgerðaleysi stjórnvalda og hvað sé til ráða.

09-22
02:15:55

Synir Egils 15. sept - Vaxtaokur, fjárlög og fallvölt ríkisstjórn

Sunnudagur 15. sept Synir Egils: Fjárlög, vaxtaokur og fallvölt ríkisstjórn Gestir verða Bogi Ágústsson, Ingibjörhg Sólrún Gísladóttir, Jakob Frímann Magnússon og Ólafur Þ. Harðarson. Vettvangur dagsins, Bogi, Ingibjörg og Jakob. Pólitík dagsins, vaxtaokur bankanna, aðför að heimilum, fjárlög. Seinni hluti Ólafur. Staða ríkisstjórnarinnar, lifir hun eða deyr. Heldur Samfylkingin fylginu eða hrapar hún? Hvað með flokkanna sjálfa? T.d. Sósíalistaflokkinn?

09-15
02:09:55

Synir Egils 8. sept - Ofbeldi, innflytjendur, pólitík, verkó og mótmæli

Sunnudagurinn 8 . september:  Synir Egils: Ofbeldi, innflytjendur, pólitík, verkó og mótmæli Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður, Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri og Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni. Þeir bræður greina stöðuna og síðan koma þau Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ragnar Þór Jónsson formaður VR og segja hvers vegna stærstu heildarsamtök launafólks sameinast í mótmælum við þingsetningu. Vettvangur dagsins: Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri  Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun Bræður spjalla Mótmæli Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB Ragnar Þór Jónsson formaður VR

09-08
02:01:28

Synir Egils 1. sept - Pólitískt umrót, efnahagslægð, lífskjarakrísa og kjaradeilur

Sunnudagurinn 1. september Synir Egils: Pólitískt umrót, efnahagslægð, lífskjarakrísa og kjaradeilur Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helga Vala Helgadóttir lögmaður, Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Heimildarinnar og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða fréttir vikunnar, umrót í stjórnmálum, efnahagslægð og lífskajarakrísu. Að því loknu ræða þeir bræður stöðuna í pólitíkinni og síðan koma þær Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM, Svana Helen Björnsdóttir, formaður Félags verkfræðinga og Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins og ræða stöðu kjaramála stétta með lausa samninga.

09-01
02:13:49

Synir Egils 25. ágúst - Hægrið, pólitíkin, skólamál og Framsókn

Sunnudagurinn 25 . ágúst: Synir Egils: Hægrið, pólitíkin, skólamál og Framsókn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Sigríður Á. Andersen lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, Tómas Ellert Tómasson byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg og Þórður Gunnarsson hagfræðingur og ræða pólitísk landslag á Íslandi og víðar og ekki síst þær umbreytingar sem hægrið gengur í gegnum. Þá mun Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra svara spurningum Gunnars Smára og Björn Þorlákssonar og í lokin fara þeir bræður yfir stöðu mála.

08-25
02:18:08

Synir Egils: Óvinsæl ríkisstjórn veikra flokka, verðbólga og okurvextir

Sunnudagurinn 18. ágúst: Synir Egils: Óvinsæl ríkisstjórn veikra flokka, verðbólga og okurvextir Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Drífa Snædal, talskona Stígamóta, Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og Þórður Snær Júlíusson, fyrrum ritstjóri Heimildarinnar og ræða veika stöðu stjórnarflokkanna og forystukreppu innan þeirra, helstu verkefni stjórnmálanna í vetur, harðnandi tón í kjaramálum lækna, kennara og annarra menntaðra stétta, viðvarandi verðbólgu og háa vexti. Á eftir taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni.

08-18
01:39:40

Synir Egils: Pólitískar sveiflur vestan hafs og austan og hér líka

Synir Egils: Pólitískar sveiflur vestan hafs og austan og hér líka Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Ögmundur Jónasson fyrrum þingmaður og ráðherra og ræða pólitík og samfélag, aldna forsetaframbjóðendur, lausn Julian Assange, veika stöðu Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og togstreitu í samfélaginu og átök. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni.

06-30
02:01:52

Synir Egils: Þinglok, goslok og endalok sumra flokka

Sunnudagurinn 23 . júní: Synir Egils: Þinglok, goslok og endalok sumra flokka Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Benedikt Erlingsson leikstjóri, Brynjar Níelsson lögmaður og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða stöðu ríkisstjórnar og stjórnmálaflokka í þinglok, afgreid og óafgreidd mál á Alþingi, togstreitu í samfélaginu og átök. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni.

06-23
01:59:37

Synir Egils: Vandi ríkisstjórnar og Vg, vopnasala og óafgreidd mál

Sunnudagurinn 9 . júní:  Synir Egils: Vandi ríkisstjórnar og Vg, vopnasala og óafgreidd mál Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista, Svanborg Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri Viðreisnar og Þórður Gunnarsson hagfræðingur og ræða stöðu ríkisstjórnar og stjórnmálaflokka, óafgreidd mál á Alþingi, togstreitu í varnarmálum milli forseta og ríkisstjórnar og margt fleiri. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni.

06-09
01:44:14

Nýr forseti, pólitíkin og sjómenn

Sunnudagurinn 2 . júní: Sjómannadagurinn Synir Egils: Nýr forseti, pólitíkin og sjómenn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þorvaldur Gylfason, prófessor, Atli Þór Fanndal starfsmaður Pírata, Auður Jónsdóttir rithöfundur og blaðamaður og Helga Vala Helgadóttir lögmaður og ræða forsetakjörið og áhrif þess á samfélagið. Síðan kemur fólk úr kosningastjórn þriggja efstu í forsetakjörinu og ræða baráttuna: Karen Kjartansdóttir stuðningskona Höllu Hrundar Logadóttur, Friðjón R. Friðjónsson stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur og Vigdís Jóhannsdóttir stuðningskona Höllu Tómasdóttur. Þröstur Leó Gunnarsson leikari og sjómaður flytur ávörp óþekka sjómannsins og þeir bræður spjalla um sjómannadaginn, pólitíkina og forsetann.

06-02
02:28:27

Synir Egils: Pólitíkin og kosningar hér heima og erlendis

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og Drífa Snædal talskona Stígamóta og ræða forsetakosningar og fleiri fréttir. Þeir bræður taka svo stöðuna á pólitíkinni og fá síðan heita stuðningsmenn fjögurra frambjóðenda: Helga Lára Haarde sálfræðingur er stuðningskona Höllu Hrundar, Margrét Kristmannsdóttir forstjóri Pfaff er stuðningskona Höllu Tómasar, Evert Víglundsson einkaþjálfari er stuðningsmaður Baldurs og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM er stuðningskona Katrínar. Vettvangur dagsins: Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur Drífa Snædal talskona Stígamóta Bræður spjalla Forsetakosningar Helga Lára Haarde sálfræðingur og stuðningskona Höllu Hrundar Margrét Kristmannsdóttir forstjóri Pfaff og stuðningskona Höllu Tómasar Evert Víglundsson einkaþjálfari og stuðningsmaður Baldurs Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM og stuðningskona Katrínar

05-26
02:03:14

Synir Egils: Vaxtaokur, forsetakjör, pólitík og völd

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessu sinni koma þau Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Sunna Sæmundardóttir fréttakona og Viðar Eggertsson leikstjóri og ræða vexti, forseta, söngvakeppni, pólitík og samfélagsmál. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Ragnhildi Helgadóttur rektor í spjall um valdsvið forsetans og hversu mikið megi teygja það og toga.

05-12
02:21:54

Forseti, mútur, spilling og almannatryggingar

Sunnudagurinn 5 . maí Synir Egils: Forseti, mútur, spilling og almannatryggingar Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan rannsóknarritstjóri á Heimildinni, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og ræða fréttir vikunnar, stöðu stjórnmála og samfélags. Síðan taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni. Alma Ýr Ingólfsson formaður ÖBÍ, Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar og Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar koma síðan að borðinu og fjalla um frumvarp til breytinga á almannatryggingum

05-05
02:29:15

Synir Egils 28. apríl: Forseti, pólitík og Breiðholt

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Hulda Þórisdóttir prófessor í stjórnmálafræði, Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða fréttir vikunnar. Þeir bræður taka síðan stöðuna og fá svo Eðvarð Hilmarsson kennara í heimsókn til að ræða um hvort Breiðholt brenni.

04-28
02:50:21

Synir Egils: Ríkisstjórn, Alþingi, forseti og biskup

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingkona, Helga Vala Helgadóttir lögmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og ráða í stöðu nýrrar ríkisstjórnar, stefnu hennar og lífslíkur, persónur og leikendur. Í seinni hluta þáttarins verður endursýnt samtal við þau þrjú sem eru í biskupskjöri, en þau eru: Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir.

04-14
02:27:42

Afsögn, framboð og stjórnarkreppa

Sunnudagurinn 7 . apríl Synir Egils: Afsögn, framboð og stjórnarkreppa Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Benedikt Erlingsson leikstjóri, Ragnheiður Ríkarðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona og ræða afsögn forsætisráðherra, myndun nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar hennar og mögulegar þingkosningar ofan í forsetakosningar. Þá munu þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni. Og í lokin verður flutt spjall við Ólaf Þ. Harðarson prófessor og Þórð Snæ Júlíusson ritstjóra frá föstudeginum um ákvörðun Katrínar, stöðu ríkisstjórnar og Vg.

04-07
02:48:32

Ríkisbankar, einkarekstur, pólitík, stríð og enginn friður

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum á pálmasunnudegi og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Andri Snær Magnason rithöfundur og skáld, Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands og Snorri Másson ritstjóri og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af átökum og ásökunum, framboði og eftirspurn, stríð og litlum friði. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Hilmar Þór Hilmarsson prófessor til að fara yfir stríð í heiminum og áhrif þeirra á öryggismál og heimspólitíkina. Vettvangur dagsins: Andri Snær Magnason rithöfundur og skáld Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands Snorri Másson ritstjóri Bræður spjalla Umfjöllun: Stríð og alþjóðamál Hilmar Þór Hilmarsson

03-24
02:43:14

Eldgos, velferðarríki, útlendingaandúð og kjarasamningar

Sunnudagurinn 17 . mars Synir Egils: Eldgos, velferðarríki, útlendingaandúð og kjarasamningar Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Margrét Marteinsdóttir blaðamaður, Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af hræringum ofan jarðar og neðan, lífsbaráttu almennings, stjórnmálaflokka og ríkisstjórnar, vaxandi útlendingaandúðar og vangaveltum um forsetaframboð. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni. Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar koma síðan og ræða stöðu verkalýðshreyfingarinnar eftir kjarasamninga aðildarfélaga Alþýðusambandsins.

03-18
02:50:27

Synir Egils 10. mars: Kjaramál, útlendingar, deilur og Islam

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona, Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur og Kristinn Hrafnsson blaðamaður og fara yfir fréttirnar og stöðu mála. Þeir bræður taka síðan púlsinn á pólitíkinni en fá síðan þá Kristján Þór Sigurðsson, sem skrifaði doktorsritgerð um Islamska samfélagið á Íslandi, og Hauk Þór Þorvarðarson, sem skrifaði meistararitgerð um Islamófóbíu, til að ræða um Islamófóbíu og áhrif hennar á íslenskt samfélag, einstaklingana og stefnu stjórnvalda.

03-10
02:43:40

Innflytjendur, orka, efnahagur, Vg og Sjálfstæðisflokkurinn

Sunnudagurinn 3. mars Synir Egils: Innflytjendur, orka, efnahagur, Vg og Sjálfstæðisflokkurinn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri í Vík í Mýrdal, Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, og ræða innflytjendamál, orkumál, efnahagsmál og önnur mál sem hafa verið ofarlega í umræðunni í vikunni. Bræðurnir fá að því búnu til sín Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og spyrja hana um þær breytingar sem hún stendur fyrir og hefur staðið fyrir, stöðuna á flokknum hennar og ríkisstjórninni. Fyrir hvað stendur Áslaug Arna í pólitíkinni? Að lokum spjalla þeir bræður um stöðu mála og samfélagsins og draga saman umræður dagsins.

03-03
02:30:01

Recommend Channels