Discover
Síðdegisútvarpið
1188 Episodes
Reverse
Arnþrúður Karlsdóttir fær til sín þær Elínu Ósk Óskarsdóttur söngkonu og Magneu Sturludóttur prest frá Boðunarkirkjunni í Hafnarfirðir en Boðunarkirkjan heldur sína árlegu Aðventuhátíð næsta laugardag 7. des kl. 15:00. -- 2. des. 2025
Pétur Gunnlaugsson ræðir við Símon Þorkel Símonarson Ólsen íbúa í Gufunesi í Reykjavík og ræðir hann um vandamálin í Gufunesi. Svikin loforð Borgaryfirvalda um samgöngur, skort á bílastæðum og stöðumælasektir sem bíða íbúanna vegna óreiðu Borgaryfirvalda gagnvart þessu hverfi borgarinnar. -- 2. des. 2025
Fullveldisdagurinn: 1. des. Pétur Gunnlaugsson ræðir við Harald Ólafsson prófessor og formann Heimsýnar félagasamtaka fullveldissinna- um baráttu Íslendinga um að halda fullveldi og sjálfstæði sínu. 1. des. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Úlfar Lúðvíksson fyrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum um brotthvarf hans úr embætti og þá gagnrýni sem hann hafði sett fram til úrbóta í Keflavíkurflugvelli. Hver stendur að baki þeim ákvörðunum að koma karlmönnum úr æðstu embættum á sviði löggæslumála úr störfum sínum. Úlfar hefur talað um spillingu í löggæslu og réttarfarskerfinu. Nánari umræða um það og fleiri mál sem tengjast starfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. -- 1. des. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson ræða við Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins um skattahækkanir og háa vexti - aðgerðir í hælisleitendamálum. -- 28. nóv. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur ræða um málefni líðandi stundar og friðarsamninginn í Úkraínu. -- 27. nóv. 2025
Hitamál: Pétur Gunnlaugsson ræðir við Frosta Sigurjónsson fyrrverandi alþingismann um nýútkomna bók hans um loftslagsmálin og skynsama nálgun á þeim málum. -- 26. nóv. 2025
Orkumálin: Pétur Gunnlaugsson ræðir við Kristinn Sigurjónsson rafmagns- og efnaverkfræðing um hækkun á rafmagnsverði, tvöföldun flutningskosnaðar, aðskilnað framleiðslukosnaðar og flutningskosnaðar ásamt loftslagsráðstefnuna í Brasilíu. -- 25. nóv. 2025
Pétur Gunnlaugsson ræðir við Guðmund Pál Ásgeirsson frá Krabbameinsfélaginu Framför í tilefni af Bláum nóvember sem er til vitundarvakningar um Blöðruhálskirtilskrabbamein hjá körlum. -- 24. nóv. 2025
Evrópumálin: Arnþrúður og Pétur ræða við Arnar Þór Jónsson lögmann og formann Lýðræðisflokksins um nýju verndartollana. -- 21. nóv. 2025
Stjórnmálaumræðan: Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins. -- 20. nóv. 25
Helstu fréttir: Arnþrúður og Pétur ræða við Björn Þorri Viktorsson Hæstaréttarlögmann um mögulegt brot ESB á EES samningnum með notkun verndartolla gegn Íslandi. -- 20. nóv. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir og Inga Sæland formaður flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra um verndartolla Evrópusambandsins, lög um réttindi fatlaðs fólks, dýrahald í fjölbýlishúsum og ný mál sem hún er að koma í gegnum þingið. -- 19. nóv. 2025
Pétur Gunnlaugsson ræðir við Helga Áss Grétarsson borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem á sæti í skóla og frístundanefnd borgarinnar um kynferðislega misnotkun á börnum á Múlaborg. -- 19. nóv. 2025
Þáttur í umsjón Arnars Freys Reynissonar og gestur hans í dag verður Arndís Hauksdóttir prestur. Þau munu leitast við að svara spurningunni "Afhverju er allt orðið svona kerfisbundið". -- 13. nóv. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um Evruna og verndartolla Evrópusambandsins - Guðmundur rændur kortum og fleiri mál. -- 13. nóv. 2025
Stjórnmálaumræðan: Pétur Gunnlaugsson ræðir við Diljá Mist Einarsdóttir um málin í dag eins og þróunarsamvinnustuðning til útlanda - nýja varnarsamning við Evrópusambandið - skerðingu á tjáningarfrelsi og mögulega lokun a RÚV. -- 12. nóv 2025
Upphaf Geirfinnsmálsins: Arnþrúður ræðir við Jón Ármann Steinsson útgefanda bókarinnar "Leitin að viðtali" um nýjar skýrslur og frásögn sem hefur verið leitað að í 50 ár og hafa aldrei verið birtar opinberlega á Íslandi. Frásögnin og skýrslurnar varpa skýru ljósi á hvað gerðist að kvöldi 19. nóvember 1974 þá er Geirfinnur Einarsson hvarf frá heimili sínu í Keflavík og hefur aldrei fundist síðan. Málið hefur verið heil ráðgáta á meðal þjóðarinnar í 50 ár. -- 12. nóv 2025
Stjórnmálaumræðan: Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Dag B. Eggertsson þingmann Samfylkingarinnar og varaformann fjármálanefndar og fyrirverandi borgarstjóra í Reykjavík um háa vexti bankanna og ástandið á fjármálamarkaði ásamt hugmyndum um upptöku evru og aðild að ESB. Einnig ræða þau um nýja Varnarsamnings Íslands og Evrópusambandsins. -- 11. nóv. 2025






















