DiscoverSölvadalur
Sölvadalur
Claim Ownership

Sölvadalur

Author: RÚV Hlaðvörp

Subscribed: 2Played: 50
Share

Description

Í kringum 1960 var rafmagn lagt til sveitabæja innst í Eyjafirði sem hluti af markvissri áætlun stjórnvalda um að rafvæða landið. Sölvadal var þó sleppt. Hann er einn af dölunum innst í firðinum og þar var búið á þremur bæjum. En hvaða afleiðingar átti sú ákvörðun eftir að hafa í för með sér?  Fjallað er um byggðasögu Sölvadals og rætt við fólk sem þekkir af eigin raun hvernig er að búa á svæði sem tengdist aldrei rafveitukerfi landsins.


Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir


Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

5 Episodes
Reverse
5. þáttur

5. þáttur

2025-12-1339:30

Bæir í Sölvadal í Eyjafirði voru aldrei tengdir rafmagni frá samveitunni. Í staðinn voru notaðar viðhaldsfrekar og ótryggar heimavirkjanir. En hvernig lítur framtíð dalsins út? Viðmælendur: Gyða Sjöfn Njálsdóttir, Halldór Hauksson, Hrólfur Eiríksson, Jón Björn Hákonarson, Njáll Kristjánsson og Finnur Yngvi Kristinsson. Einnig eru flutt brot úr eldri viðtölum við Tryggva Emilsson og Lilju Karlsdóttur. Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
4. þáttur

4. þáttur

2025-12-0638:10

Aftakaveður gekk yfir landið í byrjun desember 2019. Það hafði miklar afleiðingar og sérstaklega inni í Sölvadal. Miðvikudagskvöldið 11. desember barst útkall vegna slyss við Eyvindarstaðavirkjun. Björgunarsveitir víðsvegar að af landinu tóku þátt í leitinni, meðal annars félagar í hjálparsveitinni Dalbjörg í Eyjafirði.Viðmælendur: Gyða Sjöfn Njálsdóttir og Óskar Pétur Friðriksson.Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
3. þáttur

3. þáttur

2025-11-2939:53

Við horfum enn til baka og fáum loks að vita hvaða menn á Akureyri keyptu á sínum tíma vatnsréttindin í Núpánni. En fyrst heyrum við í einu af síðustu börnunum sem ólust upp í Sölvadal.Viðmælendur: Gyða Sjöfn Njálsdóttir, Valgerður H. Bjarnadóttir og Njáll Kristjánsson. Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2. þáttur

2. þáttur

2025-11-2240:20

Tvær heimavirkjanir sáu bæjunum í Sölvadal fyrir rafmagni. Í lok júní 1995 urðu náttúruhamfarir sem höfðu mikil áhrif á líf fólksins í dalnum. Þjónustuleysi og lélegar samgöngur héldu áfram að einkenna búsetuna.Viðmælendur: Egill Þórólfsson, Petrea Lára Hallmannsdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Hrólfur Eiríksson og Njáll Kristjánsson.Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
1. þáttur

1. þáttur

2025-11-1541:43

Í Sölvadal í Eyjafirði hefur lengst verið búið á Eyvindarstöðum, Draflastöðum og Þormóðsstöðum. Við kynnumst nánar sögu dalsins og fólksins sem þar bjó. Hvernig kom það til að heimavirkjanir voru reistar í stað þess að rafmagn frá samveitunni væri lagt í dalinn? Viðmælendur: Ingibjörg Eiríksdóttir, Hrólfur Eiríksson og Njáll Kristjánsson.Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir - Rás 1Tæknimaður: Úlfhildur Eysteinsdóttir. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Comments