Tæknivarpið

Tæknivarpið er eitt elsta virka hlaðvarp Íslands og fjallar um tæknifréttir vikunnar. Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben, Egill Moran, Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir, Kristján Thors og Sverrir Björgvins.

313 Reykjavík Haus sköpunarsetur og Sony Linkbuds

313 Reykjavík Haus sköpunarsetur og Sony Linkbuds   Tæknivarpið - Reykjavik Haus sköpunarsetur og Sony Linkbuds   Reykjavík Haus hefur verið samþykkt í borgarráði Reykjavíkur og mun opna sköpunarsetur í efri hæðum Hafnarhússins. Evrópusambandið er að búið að senda ákvörðun á Apple um meinta misnotkun á aðgengi þriðja aðila að NFC-hluta iPhone síma og getur sektað Apple um 10% af heildartekjum. Xbox prik er á leiðinni sem mun bjóða upp á sjónvarpsstreymiapp og leikjastreymispilun, og kemur vonandi út innan 12 mánaða. Fortnite er loksins hægt að spila, en í gegnum Xbox cloud gaming (sem er ekki í boði á Islandi). Google bjó til sveigjanlega útgáfu af Robot letrinu sínu, sem er hægt að stilla í döðlur. Wendy’s ætlar að opna aftur á Íslandi er kominn með mjög skondinn Twitter aðgang. Sennheiser Momentum Truly Wireless 3s létta og gera fyrri útgáfu ódýrari. Sony WH-1000XM5 mikið endurnýjuð heyrnatól koma líklega út 12. maí næstkomandi. Það er langt í næstu sendingu af Snap Pixy drónanum, sem virðist hafa fengið góðar viðtökur. Atli fjallar um Sony Linkbuds heyrnatólin sem eru alveg þráðlaus heyrnatól sem fara EKKI inn í eyrun. Sala á Chromebook tölvum hrynur um 60% og Apple seldi mest af tölvum (og spjaldtölvum) á síðasta ársfjórðungi.   Þessi þáttur er í Macland sem selur tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason.

05-07
01:27:49

308 Rafræn skilríki misnotuð og Netflix hækkar verð

Það eru fregnir af alvarlegri misnotkun rafrænna skilríkja hjá tveimur aðilum í kringum áttrætt. En þýðir það að rafræn skilríki séu hættuleg eða ónothæf? Mac Studio og Studio Display verð eru komin hjá Macland og við rennum vel yfir þau. Mun Atli kaupa sér eitt sett? Við förum einnig yfir umfjallanir á settinu hjá kollegum okkar. Netflix hækkar verð á áskriftum OG herjar á þau sem deila aðgangi án þess að kaupa sér stærri pakka. Við förum snögglega yfir það sem kom fram á MWC og eitt það áhugaverðasta þar er Thinkpad tölva með ARM örgjörva. Dieter Bohn, ein sá vinsælasti í tæknifjöllunum, lætur af störfum hjá The Verge og kveðjum við hann með trega. Overwatch 2 fer í beta-prófanir 26. apríl og fólk fær póst um að skrá sig.    Þessi þáttur er í boði Macland.    Stjórnendur eru Atli Stefán, Kristján Thors og Vöggur.

03-20
57:07

307 Loksins Apple skjár og M1 Ultra örgjörvi

Tæknivarpið rennir yfir það besta úr kynningu Apple sem fór fram í gær af upptöku og til þess fáum við draumaliðið í settið. Pétur Jónsson og Hörður Ágústsson mæta og segja okkur sannleikann um ný tæki frá Apple.  Apple kynnti nýja liti fyrir iPhone 13 og 13 Pro, iPhone SE símann, iPad Air spjaldtölvuna, M1 Ultra örgjörvann, Mac Studio borðtölvuna og Studio Display skjáinn. Þessi þáttur er í boði Macland sem mun selja þessi tæki strax og það getur! Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.

03-09
01:23:05

306 Krónan uppgvötar vefinn og Tesla bíll bilar í polli

Certís netöryggissveit Fjarskiptastofu sendir frá sér viðvörun vegna stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og biður íslenskt fyrirtæki um að herða ólina. Krónan er að prufukeyra beta útgáfu af vefverslun, en fram að þessu hefur Krónan einungis boðið upp á app. Tesla Model Y keyrði í poll og dó rafhlaðan skömmu síðar. Þola Tesla bílar ekki erfiðar aðstæður hér á Íslandi?  Gulli keypti sér töfratæki sem hefur umbylt heimili hans: rafmagnsskæri. Rivian rafbílasprotinn hækkar verð ógætilega og ýtir þeim að forpöntunum. Stríðið í Úkraínu hefur ekki bara áhrif á netöryggi, heldur einnig örgjörvaframleiðslu heimsins sem var nú þegar á slæmum stað. Apple sendi út boð fyrir viðburð sem á sér stað 8. mars næstkomandi og við rennum (aftur) yfir orðróma. Þessi þáttur er í boði Macland sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson. 

03-04
56:45

305 Ekkert HBO Max en stórt rafíþróttamót í apríl

HBO Max var að bæta við fimmtán Evrópulöndum en Ísland er því miður ekki eitt þeirra sem eru sorgarfréttir. Það þarf greinilega að hitna enn frekar í streymistríðinu til þess.. Riot Games ætlar að halda risastórt rafíþróttamót á árinu og verður keppt í Valorant (sem er samruni Overwatch og Counter-Strike). Windows 11 er komið með nýja verkefnastiku sem hentar betur spjaldtölvum, en enginn af okkur er kominn á Windows 11. Talið er að næsta útgáfa af örgjörvum Apple verði M2 og fari í alla vega fjóra makka á þessu ári! En hvernig örgjörvi verður M2? Nýr samfélagsmiðill leit dagsins ljós í vikunni: Truth Social sem er vægast sagt gildishlaðið heiti. Elden Ring er kominn út, lítur fáranlega vel út og fær frábæra dóma. Leikurinn kemur frá leikstjóra Dark Souls leikjaseríunnar og er í boði á langflestum stýrikerfum (nema macOS). Dragon Age 4 er víst hálfnaður samkvæmt einum framleiðanda leiksins og er á leiðinni á næsta ári. Galaxy S22 dómarnir rigna inn og fær Ultra útgáfan glimrandi dóma. Pixel 7 lekar eru byrjaðir og það er ekki von á miklum breytingum. Þessi þáttur er í boði Macland sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason.

02-25
01:07:01

304 TVíK kennir íslensku og Indó fær leyfi

TVíK hreppti víst fyrsta sætið í Gullegginu með spjallmenni sem kennir þér íslensku á nýjum stað á lærdómskúrvunni. Fjarskiptastofa setur fram áætlun um að hætta nota 2G og 3G senda í farsímanetum landsins. Indó fær starfsleyfi en hvað er Indó? Spotify heldur áfram að kaupa fyrirtæki tengd hlaðvörpum og Joe Rogan málið heldur áfram.    Þessi þáttur er í boði Macland sem er með fullt af Konudagstilboðum 👩👩👩   Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

02-19
58:29

301 Persónuvernd og tækni + fréttir vikunnar

Gleðilegan alþjóðlegan Persónuverndardag! Í tilefni dagsins fáum við til okkar hana Vigdísi Evu Líndal frá Persónuvernd til að ræða persónuvernd í tækni. Að því loknu förum við yfir tæknifréttir vikunnar. Eru markaðshrun Netflix og Peleton vísar að stærra hruni eða gekk bara aðeins of vel? Intel er að reisa 20 milljarða dollara verksmiðjur í Ohio en til hvers? Samsung Unpacked lék eiginlega í heild sinni út og við fáum að sjá alla næstu síma Samsung áður en þeir eru kynntir. Samsung hefur aldrei gengið eins vel og sló hagnaðarmet sín. Cybertruck hefur opinberlega verið seinkað til 2023 og Áslaug systir Atla er vonsvikin.   Þessi þáttur er í boði Macland og Elko sem selja tækin sem við elskum.   Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Freyr.

01-28
01:23:21

300 Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES sýning

Þá er Tæknivarpið loksins komið í rútínu og við fáum fyrsta fréttaþáttinn. Orion Sentry er eitt fyrsta íslenska Mac appið í langan tíma og reynir að koma í veg fyrir þjófnað á tölvum. Fjarskiptastofa vinnur í því að gera háhraðanet á þjóðvegum að kröfu. Vivaldi vafrinn er nú í boði á Astro Slide 5G nördasímanum. Það var brotist inn í tölvukerfi Strætó og þau ákváðu að borga ekki lausnargjald fyrir gögnin. CS:GO úrvalsdeild RÍSÍ heitir núna Ljósleiðaradeildinn. CES sýningin var í byrjun árs og telja gárungar að þetta sé líklega sú besta í mjög langan tíma. Við förum yfir það helsta þaðan eins og 55” tölvuskjá frá Samsung, 42” OLED sem sló í gegn og Freestyle skjávarpa sem er hægt að skrúfa upp í ljós. Stærsta frétt vikunnar er svo kaup Microsoft á Activision Blizzard fyrirtækinu upp fyrir fáranlega háa upphæð.    Þessi þáttur er í boði Macland og Elko. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason

01-20
54:46

299 - Þáttur ársins 2021

Nú er loksins komið að því. Þáttur ársins er mættur, aðeins seinna en vanalega útaf sottlu. Þar fer næstum allur hópurinn bakvið Tæknivarpið (og Simon.is) yfir það sem var mest spennandi í nýju tækni og tækjum á árinu sem var að líða.  Flokkarnir eru eftirfarandi:  Græja ársins Sími ársins  Kaup ársins Leikur ársins Farleikur ársins App/forrit ársins Kvikmynd ársins Sjónvarp ársins Hlaðvarp ársins Vonbrigði ársins Klúður ársins Stærsta tæknifrétt ársins Við þökkum kærlega fyrir innsend svör hlustenda og árið sem var að líða 🙏🏻   

01-16
03:17:43

Tækniviðtal: Log4j með Guðmundi Sigmundssyni frá CERT-IS

Tæknivarpið fær til sín Guðmund Arnar Sigmundsson frá CERT-IS netöryggissveit Fjarskiptastofu. Við ræðum öryggisgallann í Log4j og áhrifin af honum.  Þessi þáttur er í Elko og Macland 🙏🏼 Stjórnandi er Atli Stefán Yngvason sem er að finna á Twitter.

12-21
39:08

297 Tómir rafbílar teppa götur í Noregi og ljótar Macbook Pro tölvur

Jólin nálgast og því skelltum við í létta umræðu um jólagjafir árins. Lofsöngvar voru sungnir um nýju ljótu tölvuna hans Mosa og brátt kemur Pixel úrið sem mun gera Elmar að hræsnara. Að lokum ræddum við stærsta vandamálið í Noregi um þessar stundir þar sem rafmagnslausir rafbílar virðast vera að teppa allar götur eftir síðasta kuldakast Þessi þáttur er í boði Macland og Elko.    Stjórnendur í þætti 297 eru Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir, Marinó Fannar Pálsson og Mosi.

12-09
01:08:09

296 Break frá Fractal 5 og jólagjafir

Fractal 5 gaf út sitt fyrsta app á Slush nýsköpunarhátíðinni í vikunni: Break. Break er samfélagsmiðill sem ætlar að skipuleggja tækisfærishittinga fyrir fólk. Við rennum yfir jólabækling Elko og rekum augum í fótanuddtækið sem virðist aldrei ætla deyja. Nýja ríkisstjórnin ætlar að opna sína eigin streymisveitu til að miðla íslensku efni geymt hjá Kvikmyndamiðstöðinni. Er það sniðugt eða á bara að upphala þessu á YouTube? SpaceX er víst á leiðinni á hausinn samkvæmt Elon Musk sjálfum, nema allt starfsfólkið vinni langar vaktir um helgar til að bjarga því. Tesla kynnir fjórhjól fyrir börn sem heitir auðvitað Cyberquad. Meðstofnandi og forstjóri Twitter Jack Dorsey stígur til hliðar og hleypir nýjum að. Ætli það sé framtíð fyrir Twitter án Trump? Apple virðist hafa dregið úr framleiðslu á iPhone þetta árið en ekki er vitað hvort það sé vegna eftirspurnar eða framleiðslugetu.   Þessi þáttur er í boði Elko og Macland. Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason og Daníel Ingólfsson

12-03
01:04:46

295 Rafræn skilríki fyrir klám

Á dögunum fór hátt í fjölmiðlum umræða um klámnotkun barna og hvort hægt væri að krefjast innskráningar með rafrænum skilríkjum til að skoða klám. Um þetta er fjallað í þætti dagsins og hvort þetta sé raunhæf leið og líkleg til árangurs. Einnig ræddu þáttastjórnendur um sölu innviða fjarskiptafyrirtækja, Svartan fössara í Elko, tískustrauma unga fólksins, Pixel 6a leka og ónothæfa Tesla bíla. Að síðustu var rætt um nýjasta snjalllásinn á heimilum þáttastjórnenda.   Þessi þáttur er í boði Elko og Macland. Stjórnendur eru: Andri Valur, Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson

11-25
01:16:35

294 Icelandverse, Tiro talgreinir og Spotify íhugar hljóðbækur

Íslandsstofa sló í gegn með Icelandverse markaðsaðgerðinni í síðustu viku og fór um víðan völl. En hvað fannst Mosa? Tiro er talgreinir sem skilur íslensku og virðist svínvirka. Apple svignar undan þrýstingi og opnar á tól sín fyrir viðgerðir einstaklinga, sem hafa verið fram að þessu einungis verið í boði fyrir vottuð verkstæði eins og Macland. Youtube ætlar að fela “dislike” teljarann en heldur áfram að taka á móti þeim og Atli klórar sér bara í hausnum. Spotify fikrar sig í önnur viðskiptatækifæri og kaupir fyrirtæki sem styður við hljóðbókagerð. Einnig þá er Spotify að rúlla út nýjum textafídus þannig þú getur raulað með uppáhaldslaginu þínu. Fujifilm bjó til fallega Instax myndavél og Atli er slefandi. Pixel 6 styður víst bara 22W hleðslu og nördar eru reiðir (en þeir misskildu víst).  Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Mosi. Þessi þáttur er í boði Elko, Macland og Bruggstofunar + Honkítonk BBQ.

11-18
01:18:06

293 Steam Deck leikjatölvunni seinkar og Pixel 6 Pro lentur

Mannvirkjaskrá kemst á netið og verður stafræn. Sýn fer í færsluhirðingu eða posaleigu. Húsasmiðjan bjó til app og er með einhverja útgáfu af “skannað & skundað”. Steam Deck leikjatölvunni hefur verið seinkað sem kemur ekkert sérlega á óvart. Microsoft býr til Chromebook “killer” til að komast inn í skólastofurnar í Bandaríkjunum. Næstu örgjörvar Apple halda áfram að leka. Elmar fjallar um sín fyrstu viðbrögð við Pixel 6 Pro símanum.   Þessi þáttur er í boði Elko, Macland, og Bruggstofunnar + Honkítonk BBQ. Hlustendur Tæknivarpsins eru með 10% afslátt af drykkjum hjá Bruggstofunni. Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

11-11
01:12:25

292 Hopp fær styrk, Facebook verður Meta og Airpods 3

Hopp fær styrk til að fara í útrás, Sýn skilar fínum afgangi, Gagnaveita Reykjavíkur heitir nú Ljósleiðarinn, Facebook fyrirtækið fer í ásýndarbreytingu, Netflix býður nú einnig upp á tölvuleiki, Gulli prófar Surface Laptop Go fartölvuna frá Mowo.is og við fjöllum um fyrstu prófanir Atla og Sverris á Apple Airpods 3.    Þessi þáttur af Tæknivarpinu er í boði Elko og Bruggstofunnar Honkítonk BBQ á Snorrabraut.    Stjórnendur eru: Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson.

11-05
01:23:16

291 Rafbílavæðing Íslands og framtíð orkuskipta

Við förum yfir tæknifréttir vikunnar og fáum góðan gest í þáttinn til að ræða rafbílavæðingu Íslands hann Kolbein Marteinsson (Linked-In).   Fyrsta íslenska frétt vikunnar er einmitt rafbílafrétt því Tesla opnaði í vikunni ofurhleðslustöðvar á Akureyri. HR var hakkað og krefst óprúttinn aðili lausnargjalds fyrir gögn sem hann heldur í gíslingu. En ætlar HR að borga lausnargjaldið?    Þagnarbindi tækniumfjallara rofnuðu og fyrstu umsagnir Macbook Pro fartölva og Airpods 3 fylltu Youtube strauminn hans Atla. Macbook Pro afköst virðast fara fram úr væntingum og hentar vel fyrir þau sem vinna við myndvinnslu og efnisframleiðslu.    Svo fáum við þáttarbrjótanda fréttir: Airpods 3 heyrnatólin eru komin í sölu á Elko.is!!   Þessi þáttur er í boði Bruggstofunnar Honkítonk BBQ og Elko. Hlustendur Tæknivarpsins eru með 10% afslátt af drykkjum hjá Bruggstofunni.  Stjórnendur eru: Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.

10-28
01:24:19

290 Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar

Apple og Google héldu bæði kynningu í vikunni og það er hátíð hjá okkur! Apple kynnti nýja liti fyrir Homepod mini, þannig hann virðist vera seljast eitthvað. Airpods 3 ný, endurhönnuð og með Spatial Audio á sama verði (179 USD). Tvær nýjar Macbook Pro tölvur: 14” og 16” með M1 Pro og M1 Max kubbasettum/örgjörvum. En hvaða raufar eru á þeim? Google hélt flotta kynningu og það eru tveir nýir Pixel símar: 6 og 6 Pro. Hvorn Pixel pantaði Elmar? Þessi þáttur er í boði Elko og Bruggstofunnar.  Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir og Marinó Fannar.

10-22
01:28:55

289 Snjallheimilið, ljósaperur, ofnarofar og ryksugur

289 Snjallheimilið, ljósaperur, ofnarofar og ryksugur   Eru snjallperur besta inngangan í snjallheimilið? Eða eru það snjallofnarofar? Hvað eru tur og retur ofnar? Er eitthvað varið í ryksuguvélmenni? Eiga allir í Tæknivarpinu Dyson ryksugu? Hver er réttur fjöldi Dyson ryksuga til að eiga? N-1? Alexa, Google home eða Siri? Allt þetta með stofnanda Facebook hópsins honum Marinó Fannari.  Svo er Apple kynning 18. október og Atli fær að renna yfir orðróma: Macbook Pro, Airpods 3 og Mac mini (og kannski iMac Plus).  Stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben, Sverrir Björgvinsson og Vöggur Mar.

10-15
01:23:43

288 Facebook í tómu tjóni og rafstrætó

Nýtt af íslensku sjónvarpi: Ófærð fer af stað 17. okt og Stella Blomkvist heillar Gulla. Reykjavík er stútfull af erlendum rafíþróttamönnum og Cloud9 fær að kíkja inn í eldfjall. Strætó ætlar að fjölga rafstrætisvögnum og það er víst allt tilbúið fyrir það. Facebook fór á hliðinna og þurfti að spenna upp gagnaver til að komast aftur í gang. Svo hefur Facebook uppljóstrarinn loksins komið fram og fór í viðtal hjá 60 mínútum. En hverju er verið að ljóstra upp? Twitch var illa hakkað en mjög viðkvæm gögn virðast ekki hafa farið víðar. Intel bjó til skammarlega lélega auglýsingu og fær það óþvegið í like/dislike á YouTube.  Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.  Kostendur eru Bruggstofan + Honkítonk BBQ, Elko og Arena gaming (þjóðarleikvangur Íslands í rafíþróttum). 

10-10
01:18:08

Recommend Channels