DiscoverTalandi um það
Talandi um það
Claim Ownership

Talandi um það

Author: RÚV

Subscribed: 168Played: 2,631
Share

Description

Andir Freyr Viðarsson ræðir við allskonar fólk um áhugamál þess og sitthvað fleirar.
41 Episodes
Reverse
Anna Kristjánsdóttir

Anna Kristjánsdóttir

2016-09-0456:13

Andri ræðir við Önnu Kristján sem er önnur í röðinni af Íslendingum til að ganga í gegnum kynskiptiaðgerð. Því ferli lauk árið 1995 og hefur ansi margt breyst síðan, bæði hvað reglur varðar og einnig hvað hugarfar fólks varðar. Anna talar um þegar hún stóð í dómsal fyrir framan fimm dómara í Svíðþjóð og beið eftir að fá “leyfi" til að fara í aðgerðina, hún talar um síðasta vinnudaginn sinn sem Kristján Kristjánsson og svo þegar hún mætti aftur eftir vaktafrí sem Anna Kristjáns. Hvernig var að fara í fyrsta skiptið í kvennaklefann? Hvernig var að vera boðið í fyrsta skipti upp í dans af karlmanni? Hvað á maður að kalla fólk eins og hana?Þessum spurningum og mörgum öðrum svarar Anna Kristjáns í þessum fyrsta þætti af Talandi um það. Í lokin tekur Tuðfaðirinn við rétt áður en lag þáttarins er leikið.
Bjarni Baldvinsson

Bjarni Baldvinsson

2016-09-1151:45

Andri ræðir við Bjarna Baldvinsson um tölvuleikjafíkn hans. Bjarni heillaðist aðallega af leiknum World of warcraft og spilaði frá sér tvö ár og hjónabandið. Raunverulegir vinir hans hurfu og eftir sátu “vinir? víðsvegar um Evrópu sem áttu það sameiginlegt með Bjarna að vera fastir í leiknum, hann hitti þó engan þeirra nema í leiknum.
Í þessum þætti talar Andri við Hjördísi Heiðu og Maríönnu Vilbergs sem báðar þurftu að horfast í augu við að allt í einu þurfa að sitjast niður í hjólastól og í leiðinni að læra að lifa í sátt við það. Báðar eiga þær börn og er óhætt að segja að þessar breytingar hafi tekið á. Þrátt fyrir þetta þá fara þær hlæjandi í gegnum þetta en þetta er ekki eintóm gleði, þær eru líka miklar baráttukonur.
Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson segir frá glæstum ferli sínum sem tónleikahaldari á Húsavík á tíunda áratugnum.
Í fimm vikur safnaðist fólk saman fyrir framan heimili Steinunnar og mótmælti. Þetta tímabil kallar hún martröð og í þessum þætti talar hún opinskátt um það.
Friðjón R Friðjónsson kosningarstjóri talar um ástríðu sína á starfinu og hvernig hann kom Guðna Th. Jóhannessyni á Bessastaði.
Myndatökumaðurinn Ívar Kristján Ívarsson segir frá því þegar hann neyddist til að dúsa í tvær vikur í stofufangelsi hjá Tyrknesku mafíunni og aðdraganda þess.
Ágústa talar einlagt og opinskátt um Sylvíu Nótt, upphafið, tilfinninguna undir gerfinu og endirinn.
Leikarinn, umboðsmaðurinn og lögfræðingurinn Helga Vala Helgadóttir talar um lögfræði. Þungu málin og hvernig hún skilur álagið eftir í vinnunni.
Hjalti talaði um stuttan ferill sinn sem atvinnuboxari í Las Vegas árið 1994.
Einar talar um þegar hann bjó heima hjá pönklistahópnum CRASS í Englandi árið 1983.
Sigrún Arnardóttir

Sigrún Arnardóttir

2016-11-2001:03:13

Sigrún er kvennsjúkdómalæknir og talaði hún um blæðingar.
Hálfdán Pedersen

Hálfdán Pedersen

2016-11-2758:59

Hálfdán laug sig inn í ísskúlptúrskeppni í Colorado ásamt fjórum öðrum. Allir á svæðinu héldu að þau hlytu að vera snillingar í faginu þar sem þau kæmu frá Íslandi, í rauninni höfðu þau aldrei gert þetta áður.
Harpa elskar mest af öllu að vera í náttúrinni og vera vopnuð riflinum sínum. Hún er án nokkurs vafa mesta og reyndasta veiðikona landsins. Maðurinn hennar er einnig veiðimaður og er ekki óalgengt að þau gefi hvort öðru byssur eða hnífa í jólagjöf.
Bergsteinn Jónsson

Bergsteinn Jónsson

2016-12-1157:18

Bergsteinn hefur unnið fyrir Unicef í tíu ár. Hann er alltaf á vagt á meðan við hin snúum okkur í hina áttina og dreifum huganum með upplýsingum sem engu máli skipta. Bergsteinn er gull af manni sem hefur sögu að segja.
Þóra gerðist Vottur Jehóva árið 1987 þegar hún var í kringum tvítugt. Foreldrarnir höfðu áhyggjur en hafa þær ekki lengur. Þóra er ennþá eina manneskjan í fjölskyldunni sem er Vottur Jehóva. Hún heldur ekki jól, heldur ekki upp á afmæli og fer ekki í jarðarfarir, fyrir utan allt þetta þá er hún í rauninni eins og ég og þú.
Hrafn Gunnlaugsson

Hrafn Gunnlaugsson

2016-12-2558:40

Hrafn er á einlægu nótunum þar sem hann talar um allt frá jólunum á Kúbu til snarbilaðs áramótapartýs í sjónvarpssal. Hrafn gerir líka eitthvað sem hann hefur aldrei gert áður í fjölmiðlum, tjáir sig um veikindi sonar síns sem var vægt til orða tekið erfiðuer tími.
Andri Freyr Viðarsson ræðir við Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóra um kynni hans af Kúbu á níunda áratug síðustu aldar.
Andri Freyr Viðarsson ræðir við Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóra um kynni sín af og Kúbu og segir hann m.a. frá því þegar hann hitti Fidel Castro.
Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

2017-01-2956:54

Guðrún Bergmann hikar ekki við að tala um kynorkuna og kennir okkur í leiðinni að nota hana rétt. Það er öllum holt að hlusta.
loading
Comments