Heiðarleiki og sjálfsmildi eru lykilinn að því að geta skoðað eigin hegðun af einlægni en án dómhörku. Í þessum sóló þætti fjallar Auður H. Ingólfsdóttir um hennar eigin vegferð í átt að sjálfbærari lífsstíl og hversu mikilvægt það er að við gerum ekki þá kröfu á sjálf okkur að vera fullkomin. Hún ræðir líka um þær sálfræðilegu hindranir sem geta hindrað okkur í að breyta hegðun og hvernig við getum komist yfir þessar hindranir.
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun, brennur fyrir hraðari innleiðingu á nýjum lausnum sem geta hjálpað okkur að takast á við loftsslagvánna, bætt orkunýtni og aukið orkuöryggi. Sigurður segir innleiðingarhlutann oft vera týnda hlekkinn í breytingakeðjunni. Jafnvel þó að nýjar og hagkvæmar lausnir séu komnar fram á sjónarviðið þá sé ekki hægt að treysta á að innleiðing eigi sér stað sjálfkrafa. “Það þarf að brúa bilið frá lausninni til notkunar” segir hann. Við spjöllum um rafbíla, breytingahræðslu, silakeppi, vini glóperunnar og margt fleira. https://www.instagram.com/transformia_1111/
Sóley Björk Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum við Eyjarfjörð og fyrrverandi bæjarfulltrúi, segist vera áhugakona um breytingar. Hún telur óumflýjanlegt að framundan séu breytingar í hegðun og lífsstíl og leggur áherslu á mikilvægi þess að við tökum öll lítil skref í átt að sjálfbærari lífsstíl. Lífsgæði, fyrir Sóleyju, snúast um að meta það sem maður hefur hverju sinni, líða vel og vera sátt í eigin skinni. Henni finnst það mikil gæfa að vera í starfi sem hún geti gefið af sér. Í því felist mikil lífsfylling en jafnframt þarf að gæta að því að setja sér mörk, hvíla sig og gera eitthvað sem er nærandi. IG Transformia: https://www.instagram.com/transformia_1111/
Valgerður H. Bjarnadóttir hefur verið öflug liðskona kvennabaráttu og jafnréttismála í 40 ár, fyrst 20 ár innan „kerfsins“ en síðustu 20 árin sem sjálfstætt starfandi með eigin rekstur undir heitinu: Vanadís, rætur okkar og draumar. Jafnvægi og sátt, bæði innra með sér og við hið ytra, er rauður þráður í allri hennar vinnu og nálgun á lífið. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að samþykkja og skilja bæði myrkrið og ljósið og forðast ekki það sem er erfitt. Sjálf á hún þá erfiðu lífsreynslu að baki að hafa upplifað alvarlegt heimilisofbeldi í nánu sambandi og segir að þó hún óski engum að upplifa slíkt hafi reynslan dýpkað hana víkkað og hjálpað sér að skilja bæði sjálfa sig og manneskjuna. Instagram Transformia @transformia_1111
Auður H. Ingólfsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins, segir frá hugmyndinni að baki Transformia hlaðvarpinu, hver hún er og ákveðnum vendipunktum í hennar lífi sem leiddu hana inn á þá braut að beina kröftum sínum að umhverfis- og sjálfbærnimálum.