DiscoverTrivíaleikarnir
Claim Ownership
Trivíaleikarnir
Author: Daníel Óli
Subscribed: 28Played: 580Subscribe
Share
© Daníel Óli
Description
Trivíaleikarnir færa pub quiz stemninguna beint heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Tvö tveggja manna lið etja kappi í léttri og skemmtilegri spurningakeppni þar sem spurningar um allt milli himins og jarðar dynja á keppendum. Hvort sem þú elskar pub quiz og spurningaspil eða veist varla hvað Gettu Betur er, að þá er eitthvað fyrir þig í Trivíaleikunum. Hlustaðu, hlæðu með okkur og lærðu eitthvað nýtt í leiðinni.
Fáðu fleiri þætti með áskrift á Patreon: https://www.patreon.com/trivialeikarnir
Fáðu fleiri þætti með áskrift á Patreon: https://www.patreon.com/trivialeikarnir
39 Episodes
Reverse
Þrítugasti og áttundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mætti stórgott lið Jóns Hlífars og Kristjáns sterku liði Arnórs Steins og Inga í Stúdíó Sánu. Ekki missa af þessari rjúkandi heitu skemmtun af hlaðvarpsþætti, komdu þér fyrir, ýttu á play og njóttu vel. Hvaða land sem liggur ekki að sjó (er landlukt) er stærst allra landluktra landa að flatarmáli? Hvers konar dýr er persónan fræga Tom Nook sem kemur fyrir í Animal Crossing tölvuleikjaseríunni? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Arnór Steinn, Ingi, Jón Hlífar og Kristján.
Þrítugasti og sjöundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni hefur lukkudýr hlaðvarpsins snúið aftur í framhaldsþætti sem allir hafa beðið eftir! Marín Eydal og Arnór Steinn tókust á við sterkt lið Ástrósar Hindar og Kristjáns í gígantískum vitsmunaslag í hinu gamla og góða stúdíói 9A. Hvert er algengasta orðið í enskri tungu? Hvert er háværasta dýr jarðarinnar? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Arnór Steinn, Marín Eydal, Ástrós Hind og Kristján.
Þrítugasti og sjötti þáttur Trivíaleikanna en að þessu sinni mættu Magnús Hrafn, Ástrós Hind, Ingi og Kristján til leiks í stúdíó Sána. Ekki missa af þessari veislu og hlustaðu á hundrað mismunandi leiðir til að mjálma vitlaust. Undir hvaða listamannsnafni er tónlistarmaðurinn Richard Starkey betur þekktur? Hvað er Cosa Nostra? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Magnús Hrafn, Ástrós Hind, Ingi og Kristján.
Þrítugasti og fimmti þáttur Trivíaleikanna en Daníel er mættur aftur og tók á móti Stefáni Geir, Jóni Hlífari, Kristjáni og Inga í meðalheitu stúdíó Sána. Er ælubogi færeyskt orð yfir hringtorg eða regnboga? Hvaða land hefur flesta staði á heimsminjaskrá? Hvaða áfengi drykkur er notaður þegar búið er til Sangria? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Stefán Geir, Jón Hlífar, Kristján og Ingi.
Þrítugasti og fjórði þáttur Trivíaleikanna, Daníel er ennþá týndur en það er víst góð ástæða fyrir því samkvæmt spurningahöfundi þáttarins Arnóri Steini. Að þessu sinni mættu Marín Eydal, Ástrós Hind, Heiðdís María og Ingi í löðrandi heitt stúdíó undir súð í Grafarvoginum þar sem spænskunni var slett óspart og ekkert var tilsparað. Í hvaða borg er að finna hina frægu Karlsbrú? Hvaða fyrirtæki kom með fyrstu stafrænu myndavélina á almennan markað árið 1999? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Marín Eydal, Ástrós Hind, Heiðdís María og Ingi.
Þrítugasti og þriðji þáttur Trivíaleikanna en að þessu sinni brá Arnór Steinn sér í dómarasætið þar sem Daníel er stunginn af út á land yfir sumarið. Kristján og Jón Hlífar tókust á við Inga og Heiðdísi Maríu í löðrandi sveittu stúdíói 33 þar sem engu var til sparað. Hvers konar matvæli er Paneer? Hvernig eru skeljarnar á litinn sem skjóta má á fremsta ökumann í Mario Kart tölvuleikjaseríunni? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Kristján, Jón Hlífar, Ingi og Heiðdís María.
Þrítugasti og annar þáttur Trivíaleikanna en að þessu sinni er það þemaþáttur um tíunda áratuginn. Arnór Steinn og Daníel Rósinkrans fara um allar trissur tíunda áratugarins er þeir taka á móti Jóni Hlífari og Kristjáni í 90's slag sem lætur Jean-Claude van Damme líta út eins og nýfæddan kettling frænku þinnar. Hver vinanna í Friends átti flestar talaðar línur? Hver Kryddpíanna hætti fyrst í hljómsveitinni? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Arnór Steinn, Daníel Rósinkrans, Jón Hlífar og Kristján.
Þrítugasti og fyrsti þáttur Trivíaleikanna en í stúdíó 9A mættu að þessu sinni meistararnir Einar og Óli úr hlaðvarpinu vinsæla Tveir Fellar. Einar gekk til liðs við okkar allra besta Inga og Óli plús Kristján mynduðu saman ofurliðið "Króli." Í þessari viku opnuðum við einnig fyrir áskrift að hlaðvarpinu inni á Patreon.com/trivialeikarnir fyrir þá sem vilja fá fleiri þætti og meira efni frá Trivíaleikunum - endilega tékkið á því! Hvaða ógeðfellda hráefni er í Sardinska ostinum Casu Martzu? Hvaða spendýr má sjá í skjaldarmerki Hufflepuff heimavistar í sögunum um Harry Potter? Hvaða þjóð hefur unnið fleiri verðlaun á Vetrarólympíuleikum en nokkur önnur? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Ingi, Kristján, Einar og Óli Þorbjörn.
Stærsta tilkynning í sögu Trivíaleikanna!
Vertu með og komdu í áskrift: https://www.patreon.com/trivialeikarnir
Þrítugasti þáttur Trivíaleikanna! Í þennan stórmerkilega tímamóta þátt mættu þau Ástrós Hind, Magnús Hrafn, Ingi og Arnór Steinn í stúdíó 9A og létu til sín taka. Hver er fjölmennasta þjóðin sem hefur aldrei unnið til verðlauna á Ólympíuleikum? Hver er mest seldi PEZ karl allra tíma? Hvaða frumefni og gastegund er notuð til að vernda bandarísku stjórnarskrána? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Arnór Steinn, Ástrós Hind, Ingi og Magnús Hrafn.
Tuttugasti og níundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mætti atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta Donni Kristjáns ásamt góðvini sínum Tomma í stúdíó 9A. Á móti þeim tóku reynsluboltarnir Kristján og Ingi í hörkuslag þar sem reynt var á nýtt fyrirkomulag nokkurra spurningaliða. Hver er refsingin fyrir að gleyma að segja „ólsen” í spilinu Ólsen Ólsen? Bílamerki hvaða bílategundar er ekki bara fyrsti bókstafurinn í nafninu heldur er einnig talið tákna handaband kaupanda og seljanda bílsins? Hver var síðasti forsætisráðherra Íslands til að útskrifast úr Menntaskólanum við Sund? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Kristján, Ingi, Donni og Tommi.
Tuttugasti og áttundi þáttur Trivíaleikanna. Til leiks mættu Jón Hlífar, Marín Eydal, Kristján og Ástrós Hind í stúdíó 9A. Hver var Borgarstjóri Reykjavíkur áður en að Jón Gnarr tók við embættinu árið 2010? Hvert er algengasta fyrsta eiginnafn kvenna á Íslandi sem hefst á bókstafnum „E”? Af hvers konar dýri er kasmírull unnin? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Jón Hlífar, Marín Eydal, Kristján og Ástrós Hind.
Tuttugasti og sjöundi þáttur Trivíaleikanna og fyrsti bónusþáttur í sögu hlaðvarpsins! Í bónusþáttum leyfum við okkur að breyta út af venjulega formattinu og prófa nýja dagskrárliði, ný þemu og algjörlega ný formött. Að þessu sinni var Jólaþema tekið fyrir og mættu til leiks bræðurnir Valdi og Bjarki en þeir tóku á móti Kristjáni og Heiðdísi Maríu í Jólaslag vitsmuna og kímni þar sem miklu meira en Macintoshi og piparkökum var tortímt. Hver er mest selda Jólasmáskífa allra tíma? Hvaða skrápdýr vill Ómar Ragnarsson fá í skóinn í laginu Gefðu mér gott í Skóinn? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Valdi, Bjarki, Kristján og Heiðdís María.
Tuttugasti og sjötti þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mættu Marín Eydal og Arnór Steinn þeim Kristjáni og Hnikarri Bjarma í títanískum slag vitsmuna og kómedískrar fagurfræði. Hvaða tvö tónskáld sömdu The Sound of Music? Hvaða söngkona átti smellinn Milkshake sem kom út árið 2004? Sýklalyf eru stundum kölluð fúkkalyf en hvað þýðir orðið „fúkki"? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Marín Eydal, Arnór Steinn, Kristján og Hnikarr Bjarmi.
Tuttugasti og fimmti þáttur Trivíaleikanna. Við opnum þáttinn með glænýju og geggjuðu þemalagi en að þessu sinni mættu reynsluboltarnir Ingi og Kristján til leiks á móti Leifi úr 20. þætti og bróður hans Bjarka. Hvaða rómantíska gamanmynd átti upprunalega að heita 3000? Um hve margar gráður hallar skakki turninn í Pisa? Hvaða spænski listamaður hannaði vörumerki Chupa Chups sleikjóa? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Bjarki, Ingi, Kristján og Leifur.
Tuttugasti og fjórði þáttur Trivíaleikanna. Jón Hlífar og Marín Eydal tóku á móti Ástrós Hind og Kristjáni í rosalegum þætti af hlaðvarpinu skemmtilega. Hvaða hljómsveit ber skammstöfun sem stendur fyrir Bangtan Sonyeondan? Hver var fyrsta þjóðin til að senda kött út í geim? Hvers konar baunir eru notaðar í hefðbundið mexíkóst Chili con carne? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Ástrós Hind, Jón Hlífar, Kristján og Marín Eydal.
Tuttugasti og þriðji þáttur Trivíaleikanna sem útvarpað var í beinni á Útvarp Mosfellsbæ sem partur af bæjarhátíðinni Í túninu heima. Arnór Steinn og Ástrós Hind tóku á móti Inga og Kristjáni í hörkuþætti þar sem snert var á einu og öðru úr heimabæ hlaðvarpsins. Hvert er lengsta fljót Bandaríkjanna? Hvaða tæki skapaði Alexander Graham Bell til að bjarga lífi James A. Garfield forseta Bandaríkjanna? Í upphafsatriði hvaða sjónvarpsþátta grípa aðalpersónurnar epli sem dettur af skilningstrénu? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Arnór Steinn, Ástrós Hind, Ingi og Kristján.
Tuttugasti og annar þáttur Trivíaleikanna sem og annar þemaþátturinn í sögu hlaðvarpsins. Að þessu sinni var þemað tölvuleikir sem þýðir að allar spurningar þáttarins snúast um tölvuleikjasenuna en í þáttinn mættu tveir fyrrum keppendur Arnór Steinn og Marín Eydal en einnig Óli Jóels og Daníel Rósinkrans frá Gametíví. Hvort er Dartrix pokémon eða stinningarlyf? Hvaða svindlkóða notuðu spilarar til að fá pening í upprunalega Sims leiknum? Hve mörg rauð ljós blikkuðu í hinu hrikalega Red Ring of Death sem Xbox eigendur óttuðust meira en allt? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Marín Eydal, Arnór Steinn, Óli Jóels og Daníel Rósinkrans.
Tuttugasti og fyrsti þáttur Trivíaleikanna en í þessum þætti mættu gömlu reynsluboltarnir til leiks í stúdíó 9A þegar Jón Hlífar og Magnús Hrafn tókust á við Kristján og Inga í einhverjum rosalegasta þætti hlaðvarpsins hingað til. Frá hvaða landi kemur rétturinn Massaman Karrí upprunalega, í hvaða blóðflokki eru fæstir íslendingar, hvaða ár komu leikjatölvurnar Playstation 3 og Nintendo Wii fyrst út? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Jón Hlífar, Magnús Hrafn, Kristján og Ingi.
Tuttugusti þáttur Trivíaleikanna en í þennan tímamótaþátt mættu tveir nýjir keppendur til leiks Valdi og Leifur frá borðspilahlaðvarpinu Pant vera Blár! Kristján og Ástrós mættu til leiks á ný eftir svekkjandi endi á síðasti þætti og freista þess hér að sækja sigur í hinu goðsagnakennda stúdíó 9A. Hvað heitir mennski strákurinn í sögunni um Bangsímon? Hvað kallast túnfífill eftir að hann hefur afblómgast? Hvaða kvikmynd frá tíunda áratugnum gerði línuna „Hasta la vista, baby" ódauðlega í poppkúltúr? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Kristján, Ástrós Hind, Valdi og Leifur.
Comments
Top Podcasts
The Best New Comedy Podcast Right Now – June 2024The Best News Podcast Right Now – June 2024The Best New Business Podcast Right Now – June 2024The Best New Sports Podcast Right Now – June 2024The Best New True Crime Podcast Right Now – June 2024The Best New Joe Rogan Experience Podcast Right Now – June 20The Best New Dan Bongino Show Podcast Right Now – June 20The Best New Mark Levin Podcast – June 2024
United States