Tveir kallar

<p dir="ltr">Tveir kallar með podcast. <br /><br /><span style="color:#ba372a;"><a href="https://www.tveirkallar.is/" style="color:#ba372a;">tveirkallar.is </a></span></p> <p dir="ltr"><span style="color:#ba372a;"><a href="https://www.instagram.com/tveirkallar">@tveirkallar</a> á Instagram</span></p>

32: Á bak við tjöldin

Tveir kallar fá flugfreyju og sjómann til að hjálpa sér, verða grasekklar, pakka í spítalatöskuna, eru gerðir útlægir, leiðrétta málfræði hvor annars (nei ok, bara á annan veginn) og hringja í flugmann á Tenerif. E.

12-08
01:17:53

31: Ströggl og stolt

Tveir kallar leita bæði þriggja fyrrverandi fylgjenda og sökudólgsins sem ber ábyrgð á lækkaðri fæðingartíðni og Valgeir Dór kemur úr felum en lýsir skömmustulegur ströggli við atvinnuleit og krefst svara fyrir hönd reiðra karla. Brjálað að gera.

12-01
01:17:31

30: Eldurinn kæfður

Tveir kallar eru boðnir í partí og mæta ekki því þeir vilja frekar horfa á sjónvarpið. Mesti rasisti og mesta karlremba landsins hafa samband en verra er að Tveir kallar lenda í small talki úti í búð. Síðan þarf að kjósa hver verður rekinn úr samfélaginu. Horfðu á tveirkallar.is 

11-24
01:37:50

29: Grái fiðringurinn

Tveir kallar kaupa sér sportbíl og bruna af stað. Á leiðinni fara þeir í „hvort myndirðu frekar“, greiða úr flækjum, gubba, fara í kulnun, læra að smíða, finna gömlu vopnin sín og þrífa stór heimilistæki eins og

11-17
01:05:21

28: Költ fyrir karla

Tveir kallar ætla að ganga í leynireglu fyrir karla en mega ekki vera memm svo þeir fara óboðnir í afmæli í staðinn. Óvænt símtal á sér stað og þeir gerast bæði leiðtogar í költi og ráðherrar. Tveirkallar.is Tveir kallar á Instagram

11-10
01:05:52

27: Aukakall – Páll Óskar

Þátturinn ætti náttúrulega að heita Aðalkall því þetta er Páll Óskar. Þetta er ekki viðtalsþáttur heldur tekur Palli þátt í hefðbundnum dagskrárliðum með Tveimur köllum. Saman ræða þeir að sjálfsögðu um fótbolta (ha?), bakslagið, framlengingarsnúrur, kyndilbera minnihlutahópa, ókynslóðabundna tónlist og veiðileyfi á trans fólk.   „Við getum víst lifað saman undir sama þaki, í sama herbergi. Við getum víst verið saman í sömu skólastofu. Við getum víst verið saman í sama skólanum. Við getum víst farið saman á sama skólaballið.“   Horfðu á tveirkallar.is Vertu með á Instagram  

11-03
01:42:30

26: Þegar karlar verða feður

Tveir kallar eignast fyrsta barnið sitt og lífið tekur stakkaskiptum – sem endar með skilnaði og ósköpum. Þeir ranka við sér í aftursætinu hjá mömmu að borða normalbrauð og leita sér að fyrirmyndum því þegar allt kemur til alls eru þeir bara litlar karlrembur að reyna að skilja heiminn og finna tóninn sinn.   Horfðu tveirkallar.is Fylgstu með á Instagram  

10-27
01:04:46

25: Þriðja kryddið

Tveir kallar lenda í þýskum heimildarþætti svo þeir raka sig og halda afmæli, stilla upp air fryer og nota nóg af MSG. Trúnó dagsins er svo nokkuð sem hlustendur hafa beðið eftir frá fyrsta þætti Tveggja kalla.   Horfðu á tveirkallar.is Fylgstu með á Instagram  

10-20
54:59

24: Konur manosphere-karlanna

Tveir kallar skamma hvor annan, komast að því að náinn vinur hefur stundað hatursorðræðu, tala um konur karlanna sem sogast inn í manosphere-ið og í Hlustanda dagsins er alveg bannað að snúa út úr sem minnir mig á frænda minn sem fékk einu sinni bronkítis á siglingu inn í Svartahafið.   Horfðu tveirkallar.is

10-13
01:29:15

23: Skjátími fullorðinna

Tveir kallar fá hótun frá nágranna, lenda í fábreytnibyltingunni, gleyma sér í símanum og ættleiða barn. tveirkallar.is

10-06
01:13:00

22: Fjölgun örvhentra

Tveir kallar skoða gröf og greiningar, trans og tölfræði, fylgni og fjöldatölur. Fyrst tala þeir þó að sjálfsögðu um dauðann. Eftir að þeir hafa velt fyrir sér hvers vegna örvhentu fólki hefur farið fjölgandi svarar annar þeirra kollega sem hefur farið með fleipur um hann. Í lokin keyra þeir hringveginn og deila uppskriftum með hlustendum. Eðlilega.   Tveir kallar á Instagram Horfðu á tveirkallar.is 

09-29
01:08:59

21: Þar liggur hundurinn grafinn

Tveir kallar fara til tannlæknis og dýralæknis en þegar það á að fara að draga þá til sálfræðings líka þykir þeim nóg komið og fara að horfa á sjónvarpið. Síðan grafa þeir hund.   Tveir kallar á Instagram tveirkallar.is  

09-22
01:06:58

20: Aukakall – Björgvin Franz

Tveir kallar fá Björgvin Franz Gíslason til liðs við sig til að svara því hvort það megi ekkert grínast lengur. Þeir leggja leið sína í piparsveinsíbúð í miðbænum þar sem Björgvin trúir þeim fyrir nokkru sem hann hefur nánast engum sagt áður og fara svo á sportbar þar sem þeim berst óvænt ástarjátning.

09-15
01:23:07

19: Skoðanir eru ekki staðreyndir

Tveir kallar læra um muninn á staðreyndum og skoðunum, fara í fýlu í mörg mörg ár og ætla sko aldrei aftur að tala við vin sinn en fá síðan óvænta gjöf sem þeir þola ekki. Þökkum áheyrnina og þiggjum endurgjöf hér eða á Instagram. @tveirkallar og tveirkallar.is 

09-08
01:14:02

18: Verndarar götunnar

Tveir kallar fara víða í þessum þætti, kíkja meðal annars á djammið, taka þátt í eftirlitsferð óbreyttra borgara og fara svo beint á AA-fund.

09-01
01:40:00

17: Kynin hafa aldrei verið bara tvö

Tveir kallar telja tröppur og tala um trans fólk en fara svo að pissa og hitta einhvern sem heilsar þeim innilega en þeim finnst þeir aldrei nokkurn tíma hafa séð hann áður.

08-25
01:02:03

16: Þungir karlar

Tveir kallar bregða sér á leik í amerískum fótbolta í Fíladelfíu og yfir löðrandi (vegan) cheesesteak í hálfleik fara þeir á trúnó um þunglyndi sem lét lítið á sér kræla en hafði ógnvekjandi áhrif þegar til kastanna kom. Þátturinn er ekki í boði Sertral.

08-18
01:20:05

15: Andlega ruslatunnan

Tveir kallar fara á ströndina með börnin, velta fyrir sér hvort þeir noti konuna sína sem andlega ruslatunnu og fela sig svo inni á klósetti til að hlaða félagslega batteríið.   Tveir kallar á YouTube Tveir kallar á Instagram tveirkallar.is 

08-11
01:03:11

14: Aukið ofbeldi í samfélaginu

Tveir kallar fara á miðilsfund, velta fyrir sér hvort ofbeldi sé að aukast í samfélaginu og redda í algjöru stressi afmælisgjöf fyrir 11 ára frænku.

08-04
54:44

13: Hvað er karlmennska?

Tveir kallar eru á leiðinni til Hollywood, fara á trúnó um heimilisstörfin og skilgreina það sem kollegar hafa þráspurt um: Hvað er karlmennska?

07-28
01:04:02

Recommend Channels