Discover
Tveir á toppnum
Tveir á toppnum
Author: Tveir á toppnum
Subscribed: 26Played: 565Subscribe
Share
© 2025 Tveir á toppnum
Description
Blaðamennirnir Oddur Ævar og Tóti eru Tveir á toppnum og halda áfram að ræða kvikmyndir, sjónvarp og allt þar á milli í óbeinu framhaldi Bíóvarpsins sem dó með Fréttablaðinu. „Tveir á toppnum er óvenju góð flétta [...] þar sem mannlegi þátturinn hefur ekki gleymst.“ - Morgunblaðið 1987 - tveiratoppnumpodcast@gmail.com.
131 Episodes
Reverse
Tveir á toppnum hraðspóla í gegnum alls konar jólajóla í sínum þriðja Jólaþætti. Mæla með góðu og sígildu jólaglápi, rifja upp jólamyndir kvikmyndahúsanna 1985, fyrir 40 árum og bíta enn og aftur í gamla þrætueplið hvort Die Hard sé jólamynd eða ekki. Avatar-fyrirbærið er greint og hjónanna Rob og Michele Singer Reiner er minnst með hlýhug, þakklæti og sorg í hjarta. Sérstakur gestur er JólaSveinn Waage.
Hafsteinn Sæmundsson hlaðvarpsstjórnandi og höfundur bíóspurningaspilsins Bíóblaðurs mætir og spyr Tvo á toppnum spjörunum úr. Fyrst aðeins um gláp núlíðandi stundar, að lokum um einu tvær myndir ársins sem Hafsteini fannst eitthvað varið í. Mynd tengist efni þáttar beint. ----- Tveir á toppnum eru í samstarfi við Regus og Aðalskoðun sem býður hlustendum 20 prósent afslátt af skoðun, eina sem þarf að gera er að nefna Tvo á toppnum
Bland í poka þáttur þar sem allskonar er rætt með Jónasi Má Torfasyni. Tveir á toppnum eru í samstarfi við Regus og Aðalskoðun sem býður hlustendum 20 prósent afslátt af skoðun, eina sem þarf að gera er að nefna Tvo á toppnum
Símon Birgisson og Valur Grettisson mæta og greina The Running Man í döðlur. Fyrst aðeins um gagnrýni og svo mikið um Stephen King. Tveir á toppnum eru í samstarfi við Regus og Aðalskoðun sem býður hlustendum 20 prósent afslátt af skoðun, eina sem þarf að gera er að nefna Tvo á toppnum
Auðunn Blöndal okkar allra mætir og fer yfir vertíð tvö af Bannað að hlæja. Tveir á toppnum eru í samstarfi við Regus og Aðalskoðun sem býður hlustendum 20 prósent afslátt af skoðun, eina sem þarf að gera er að nefna Tvo á toppnum.
Nýjasta afurð Guillermo Del Toro rædd í þaula. Fyrst aðeins yfir vettling dagsins. Sérstakur gestur: Stefán Atli Sigtryggsson kvikmyndagerðarmaður í Svíþjóð OG kvikmyndafræðingur. Tveir á toppnum eru í samstarfi við Regus og Aðalskoðun sem býður hlustendum 20 prósent afslátt af skoðun, eina sem þarf að gera er að nefna Tvo á toppnum.
Alþjóðastjórnmálafræðingur mætir í hús til að ræða mynd Kathryn Bigelow á Netflix um eldflaugina yfirvofandi. Ræðum ýmislegt fleira: Nýjan rafmagnsbíl Tóta, hrekkjavökurifrildi, sjónvarpsgláp Tóta og margt, margt, margt fleira. Tveir á toppnum eru í samstarfi við Regus og Aðalskoðun sem býður hlustendum 20 prósent afslátt af skoðun, eina sem þarf að gera er að nefna Tvo á toppnum.
Hátíðaryfirferð yfir Halloween og fleiri hryllingsmyndir í tilefni af hrekkjavöku 2025. Aðeins um ónýtan bíl og vetrarfærð. Aníta Guðlaug Axelsdóttir specialisti í horror og Kjartan Rúnarsson bíófíkill mæta og kryfja málin. Tveir á toppnum eru í samstarfi við Regus og Aðalskoðun sem býður hlustendum 20 prósenta afslátt af skoðun, eina sem þarf að gera er að nefna Tveir á toppnum.
Kuldakast, Kvennaverkfall, Boots, Halloween og Gen V, vertíð 2. Tveir á toppnum eru í samstarfi við Regus og Aðalskoðun sem býður hlustendum 20 prósent afslátt af skoðun, eina sem þarf er að nefna Tvo á toppnum.
Sunnudagur til sælu. The Perfect Neighbour á Netflix, Smassmaskínan, Keira Knightley, Peacemaker, Task og miklu fleira. Engir spillar! Tveir á toppnum eru í samstarfi við Regus og Aðalskoðun sem býður hlustendum 20 prósent afslátt af skoðun, eina sem þarf er að nefna Tvo á toppnum.
Missterkar skoðanir á seríu sem hefur fengið misjafna dóma. Sérstakur gestur: Kristel Dögg Vilhjálmsdóttir. Tveir á toppnum eru í samstarfi við Regus og Aðalskoðun sem býður hlustendum 20 prósent afslátt af skoðun, eina sem þarf er að nefna Tvo á toppnum.
Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður og Stefán Pettersson einn mesti aðdáandi Alien mæta og kryfja Alien: Earth.
Ekkert annað kemst að en að kryfja myndina sem allir eru að tala um. Tóta tekst að vísu að troða inn Law and Order tilvísun, en ekki hvað. Sérstakur gestur: Arnar Már Eyfells, framleiðandi hjá Ketchup Creative.
Ómarkvisst stöðutékk, Slow Hourses, House of Guinness, Alien Earth, One Battle After Another, hvað er í vatninu hjá Leonardo DiCaprio, töfralæknir og norska konungsfjölskyldan, fótaaðgerð og ýmislegt fleira.
Ræðum allskonar, Charlie Sheen, The Girlfriend, Jimmy Kimmel. Eldarnir eftir Uglu Hauksdóttur svo í forgrunni.
Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður mætir og greinir í þaula heimildarmyndina á Netflix sem allir eru að tala um.
Geitungaárás í miðri umferð, hvað er framundan á skjánum í september? Alien Earth, bjórtegundir, eldriborgara morðráðgáta í boði Netflix, RIFF og Kim Novak. Og fleira.
Ófarir Sydney Sweeney, Biggest Loser og allskonar. Umræða um Caught Stealing frá Darren Aronofsky ÁN SPILLA.
Mynd ársins? Myndin rædd í þaula, hugrakkur Oddur mætti í bíó. Sérstakur gestur: Arnar Már Eyfells framleiðandi hjá Ketchup Creative. Ræðum kvikmyndabransann og miklu fleira.
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona mætir og kryfur til hlýtar einu rosalegustu bresku Love Island seríu seinni ára. Mætti síðast í þætti #36 þar sem hún krufði All Stars seríuna. Harmleikur Harrisons og Harry og MIKLU FLEIRA.























