Ungt fólk og hvað?

Hlaðvarp þar sem ungt fólk talar um málefni sem skipta máli!

#23 Ungt fólk og björgunarsveitir

Steinar, Vilhjálmur og Embla kynntust öll í gegnum björgunarsveit. Þau ræða það hvernig er að vera í björgunarsveit og hvað þarf til að vera í slíkri. 

04-30
32:49

#22 Ungt fólk og Arna og Birta

Arna Rún og Birta Guðný komu til okkar í gott spjall og sögðu okkur frá því hvað þær eru að gera í dag. Arna og Birta voru í Ungt fólk og hvað en þurftu því miður að hætta um áramótin en það var ótrúlega gaman að fá þær aftur til okkar í gott spjall. 

04-23
37:04

#21 Ungt fólk og Selfoss

Í þættinum spjölluðu Jón Karl og Hlynur um lífið og tilveruna á Selfossi. 

04-16
44:02

#20 Ungt fólk og lýðháskóli

Víkingur og Sigurður spjalla við okkur í þessum þætti um ævintýri þeirra í lýðháskóla í Danmörku 👏🏻

04-09
48:22

#19 Ungt fólk og páskarnir

Í þessum þætti töluðum við um hvernig páskarnir eru hjá okkur. 

04-02
22:18

#18 Ungt fólk og Talbólan

Í þessum þætti fengum við til okkar han Gísla sem er einn af lóðsurum talbólunnar, hann segir okkur betur frá því sem hann gerir og hvað talbólan er 

03-26
42:02

#17 Ungt fólk og Samfés?

Í þessum þætti fengum við til okkar hann Victor Berg sem er framkvæmdarstjóri Samfés betur þekktur sem kamelljónið, hann sagði okkur hvað Samfés er og hvað hann gerir

03-19
44:04

#16 Ungt fólk og nýtt stúdíó

Í þessum þætti settumst við niður í nýja stúdíóinu okkar og tókum gott spjall. 

03-05
34:28

#15 Ungt fólk og Áhrif á nærumhverfi

Í þættinum komu til okkar Jón Hjörvar og Guðjón Snær, þeir ræddu hvernig væri hægt að hafa áhrif og vera sýnilegri í nærumhverfi. 

02-26
01:00:50

#14 Ungt fólk og Sigga Dögg

Í þessum þætti fengum við hana Siggu Dögg til okkar. Hún sagði okkur frá bókunum hennar fimm. Sigga Dögg er mentaður kynfræðingur og sagði okkur hvað felst í því að vera kynfræðingur.

02-19
01:00:04

#13 Ungt fólk og Beggi Ólafs

Í þessum þætti fengum við til okkar Begga Ólafs, fyrirlesara, með MSc í Hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði. Hann sagði okkur frá bókinni sinni tíu skref, hvernig maður getur náð markmiðum sínum og fleira.

02-12
49:53

#12 Ungt fólk og Píeta

Í þessum þætti fengum við til okkar hana Ingu Maríu kynningarstjóra Píeta samtakanna. Inga fræddi okkur um hvað Píeta samtökin eru og hvað þau gera. 

02-05
42:27

#11 Ungt fólk og Lilja Dögg

Við vorum svo heppin að fá til okkar hana Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Hún spjallaði við okkur um bæði lífið og tilveruna og menntamálin í dag. Lilja sagði okkur frá ævintýrum sínum áður en hún varð mennta- og menningarmálaráðherra.

01-28
01:04:25

#10 Ungt fólk og hvort myndiru frekar

Ungt fólk og hvort myndiru frekar, í tíunda þættinum tókum við bara létt spjall og fundum nokkrar hvort myndiru frekar spurningar.

01-23
30:13

#9 Ungt fólk og jólin

Ungt fólk og jólin, í níunda þættinum erum við að spjalla um jólin okkar og komum inn á áramótin líka. 

12-30
46:37

#8 Ungt fólk og Karlmennskan

Ungt fólk og Karlmennskan. Í þessum þætti fengum við til okkar Þorstein sem heldur uppi Instagram og Facebook reikningnum Karlmennskan. Þorsteinn svarar okkar helstu spurningum um Instagramið og hans vinnu tengda því.

12-18
41:13

#7 Ungt fólk og ADHD pt2

Ungt fólk og ADHD partur 2. Við fengum til okkar Sigrúnu sem er ADHD markþjálfi frá ADHD samtökunum til þess að segja okkur meira frá því hvernig ADHD virkar og svara þessum fræðilegu spurningum. Hver er munurinn á ADHD og ADD? Breytist ADHD með aldrinum? Þessum og fleiri spurningum svarar Sigrún í þættinum.

12-11
58:36

#6 Ungt fólk og ADHD

Í Ungt fólk og ADHD parti 1 spurja þær Védís og Embla, Örnu og Birtu spurninga um þeirra greiningu á ADHD og hvernig það hefur áhrif á þeirra daglega líf. Í næsta þætti fáum við til okkar fagaðila í ADHD til þess að svara okkar helstu spurningar um ADHD.

12-04
39:20

#5 Ungt fólk og fávitar

Ungt fólk og Fávitar. Í þessum þætti fengum við til okkar Sólborgu sem heldur uppi Instagram reikningnum Fávitar og var einnig að gefa út bókina Fávitar út frá Instagraminu. Sólborg svarar okkar helstu spurningum um Instagramið og bókina.

11-27
51:36

#4 Ungt fólk og femínismi

Í fjórða þætti af ungt fólk og hvað fengum við hana Hönnu Björg til okkar og hún fræddi okkur um femínisma. Hanna Björg er mamma, amma, kennari í Borgó og er virkur femínismi. Hún svaraði okkar helstu spurningum sem við höfðum um feminisma.  ATH þessi þáttur er einnig tekinn upp á Zoom. 

11-20
01:00:36

Recommend Channels