Discover
Vinsældalisti Rásar 2

164 Episodes
Reverse
Það er nokkuð merkilegt að öll lögin á topp þremur þessa vikuna eru ábreiður. Í 3. sæti er lagið Hringaná sem er gömul vögguvísa í nýrri útgáfu fyrrum söngvara Ojbarasta, Teits Magnússonar, sína fimmtu viku á lista. Gamla Bítlalagið Golden Slumbers í fallegum flutningi bresku hljómsveitarinnar Elbow, sest í 2. sæti eftir tvær vikur á lista. Í 1. sæti eru Hjálmar með gamla Flowers-slagarann, Gluggann. En lagið gerði sér lítið fyrir og tók toppsætið af Stúfi með Baggalúti og Frikka Dór.
Ensk-kanadísk-þýska söngkonan Alice Merton vippar sér uppí þriðja sæti með lagið No Roots, á meðan Bítlalagið Golden Slumbers í flutningi bresku hljómsveitarinnar Elbow heldur öðru sætinu. Gamla flowers lagið Glugginn í flutningi Hjálma heldur fyrsta sætinu, aðra vikuna í röð.