DiscoverVísindavarp Ævars
Vísindavarp Ævars
Claim Ownership

Vísindavarp Ævars

Author: RÚV

Subscribed: 413Played: 3,821
Share

Description

Ævar vísindamaður setur allt milli himins og jarðar undir smásjána og rannsakar eins og honum einum er lagið. Fróðleikur og skemmtun fyrir forvitna krakka á öllum aldri.
Umsjón: Ævar Þór Benediktsson.
54 Episodes
Reverse
Talan einn

Talan einn

2015-06-0320:01

Við skoðum töluna einn - hvernig hún varð til og hvernig tölur hafa þróast með mannkyninu gegnum árin.
Skrímsli

Skrímsli

2015-06-1020:06

Í þætti kvöldsins rannsakar Ævar skrímsli, þar sem snjómaðurinn ógurlegi, Loch Ness-skrímslið, Lagarfljótsormurinn, draugar og geimverur koma við sögu. Hlustaðu ef þú þorir!
Ísland

Ísland

2015-06-2420:01

Landið okkar er ótrúlega spennandi land, fullt af jarðfæði- og sagnfræðilegum undrum. Í þætti kvöldsins rannsakar Ævar hvers vegna hér verða svo oft eldgos, hvernig jöklar skríða, landnámið, víkinga, sjóræningja og hvort að Vatnajökull sé nógu stór til að koma öllum jarðarbúum fyrir á honum!
Geimurinn

Geimurinn

2015-07-0119:59

Í þætti dagsins lítum við til himins og rannsökum stjörnurnar. Sólkerfið, sprengistjörnur, rauðir risar, hvítir dvergar og hvernig maður fer á klósettið í geimnum - allt þetta og miklu meira til í Vísindavarpi Ævars!
Framtíðin

Framtíðin

2015-07-0819:54

Í þætti dagsins veltir Ævar fyrir sér framtíðinni, hverju var búið að lofa okkur og hverju við gætum átt von á. Við fjöllum um geislasverð, svifbretti og geimferðir, klónun, risaeðlur og draumalesara. Allt þetta og miklu meira til!
Háspenna/Lífshætta

Háspenna/Lífshætta

2015-07-1520:01

Þáttur dagsins er einstaklega hættulegur. Hvað ætlarðu að gera ef þú lendir á eyðieyju? En ef þú sekkur í kviksyndi? Ævar segir sögur af lirfum, slími, flöskuskeytum og hversu erfitt er að velja góða útvarpsstöð sem allir í bílnum eru sáttir við þegar maður er á ferð um landið.
Konur í vísindum

Konur í vísindum

2015-07-2220:04

Í Vísindavarpi dagsins segir Ævar frá merkilegum vísindamönnum úr mannkynssögunni sem allir eiga það sameiginlegt að vera konur.
Í grænum sjó

Í grænum sjó

2015-07-2921:07

Ævar rannsakar hafið, hvað býr þar, mengun af mannavöldum, LEGO-sjóslys og svaðilför til Surtseyjar.
Eureka!

Eureka!

2015-08-0519:37

Í þessum þætti rannsakar Ævar fjóra merka vísindamenn úr mannkynssögunni; Arkímedes, Leonardi Da Vinci, Charles Darwin og Albert Eintstein. www.ruv.is/aevar
Við förum um víðan völl í vísindavarpi dagsins: Fjarflutningur, vélmenni, uppvakningar og galdrafár koma við sögu. Hlustaðu á þáttinn til að heyra meira.
Þingvellir

Þingvellir

2015-08-1919:31

Ævar heimsækir Þingvelli, dembir sér á bólakaf í Íslandssöguna, rannsakar Alþingi (það er skemmtilegra en það hljómar, ég lofa) og veltir fyrir sér jarðfræðinni á bak við þennan merkilega stað. www.ruv.is/aevar
Kíkt í póstkassann

Kíkt í póstkassann

2015-08-2620:01

Ævar opnar póstkassann sinn og svarar bréfum frá hlustendum. Hér verður talað um ketti og mannsheilann, ís sem skiptir um lit og risaskordýr.
Af goshverum og kindum

Af goshverum og kindum

2015-09-0919:27

Í þætti dagsins fjallar Ævar um goshveri, kindur, Perluklifur og hvað maður á eiginlega að gera ef það er svakalega vont veður úti.
Í þættinum í dag setjum við náttúru Íslands undir stækkunarglerið.
Ævar kennir okkur þrjár tilraunir og opnar póstkassann sinn - sem er hreinlega að springa!
Sprengju-Kata

Sprengju-Kata

2015-09-3021:00

Í dag fær Ævar bestu vinkonu sína í heimsókn, hana Katrínu Lilju - betur þekkta sem Sprengju-Kötu. Hann spyr hana um allt milli himins og jarðar, en þó sérstaklega út í það hvernig maður verður vísindamaður.
Ævar rannsakar internetið og allt (eða svona næstum því) sem því tengist. Hver var til dæmis fyrsti tölvupósturinn og hvað stóð í honum? Ævar spjallar líka við Sindra Bergmann Þórarinsson, KrakkaRÚV-stjóra, en Sindri er algjör netsérfræðingur.
Ævar fær sent bréf þar sem spurt er um hættulegasta stað í heimi. Þetta er frábær spurning, en um leið spurning sem ekki er hægt að svara í einni setningu. Fyrst þarf að skoða heiminn, svo hvað er hættulegt og svo - á einhvern ótrúlegan hátt - bætast hákarlar í spilið. Hlustaðu ef þú þorir!
Ævar rannsakar Kjalarnesið, Hvalfjörðinn og hin hættulega djúpu Hvalfjarðargöng. Hann segir okkur þjóðsögu af stórhættulegum hval og kíkir ofan í dýpstu holu í heimi.
Í Vísindavarpi dagsins verður farið um víðan fótboltavöll. Við skoðum sögu þessarar vinsælu íþróttar á milli þess sem við gerum tilraunir og skoðum hinar ýmsu stórhættulegu þjóðsagnapersónur.
loading