Discover
Víðsjá

Víðsjá
Author: RÚV
Subscribed: 376Played: 12,452Subscribe
Share
© RÚV
Description
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
2476 Episodes
Reverse
Íslensk kvikmyndagerð verður í brennidepli í Víðsjá í dag.
Víðsjá í dag verður helguð íslenskri kvikmyndagerð í tilefni af alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hófst í gær. Rætt verður um ástand, horfur og innihald, góðir gestir koma í hljóðstofu, þau Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Guðný Guðjónsdóttir frá Saga-Film, Gunnar Tómas Kristófersson kvikmyndafræðingur, og kvikmyndaleikstjórarnir Kristín Jóhannesdóttir og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson.
Víðsjá er í dag helguð sænska rithöfundinum, leikhúsmanninnum og aktívistanum Henning Mankell en hann lést 5. október síðastliðinn.
Viðmælendur í þættinum eru Katrín Jakobsdóttir alþingismaður og íslenskufræðingur, María Árnadóttir leikkona og leikstjóri, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, Þórdís Gísladóttir rithöfundur og þýðandi og Ævar Örn Jósepsson rithöfundur.
Víðsjá spyr í dag: hverjir tilheyra góða fólkinu, hverjir nota þennan merkimiða, og í hvaða tilgangi.
Viðmælendur í þættinum eru Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður, Egill Helgason sjónvarpsmaður, Sabine Leskopf túlkur og löggiltur skjalaþýðandi, Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur, Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Strípalingur í kassa, Hinir frábæru fjórir frá Liverpool, Thor Vilhjálmsson og jólasaga. Allt í Víðsjá í dag á Rás 1 klukkan 17:03.
Í Víðsjá í dag verður brugðist við listgjörningi sem fram fer í Listaháskóla Íslands og á netinu þessa dagana þar sem ungur listnemi, Almar Atlason, dvelur nakinn í glerkassa í heila viku. Víðsjá veltir gjörningnum fyrir sér.
Bítlarnir telja í er þúsund síðna bók eftir Mark Lewisohn sem fjallar um uppvaxtarsögu Bítlanna. Bókin sem kom fyrst út árið 2013 hefur meðal annars verið kölluð grundvallarrit um sögu Bítlanna. Hún hefur nú verið þýdd á íslensku og gefin út af bókaútgáfunni Hring, af því tilefni heimsækja Dr. Gunni (Gunnar Lárus Hjálmarsson) og Jón Óskar myndlistarmaður Víðsjá í dag, og ræða um bókina, sem er sú fyrsta af þremur í þessum flokki.
Hlustendur heyra jólasögu frá ritlistarnema en þeir heimsækja Víðsjá með sögur sína í farteskinu þessa dagana. Bók vikunnar á Rás 1 er Fljótt fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson og að því tilefni les sonur Thors, Guðmundur Andri Thorsson, úr sinni nýútkomnu bók um föður sinn Og svo tjöllum við okkur í rallið. Birna Bjarnadóttir, bókarýnir Víðsjár, segir auk þess skoðun sína á þeirri bók í þætti dagsins.
Fréttir berast einnig af vafasömum heiðri sem breska tónlistarmanninum Morrisey hlotnaðist á dögunum.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um ljóðverkið Ég erfði dimman skóg sem kemur út í dag.
Kveikja verksins er ljóð eftir sænska skáldið Thomas Tranströmer en höfundar þess eru sjö talsins. Skáldin Soffía Bjarnadóttir, Hrafnhildur Þórhallsdóttir og Guðrún Inga Ragnarsdóttir heimsækja Víðsjá og segja frá verkinu. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir segir frá innsetningu sinni í Norræna húsinu sem hún kallar Jólalandið. Hún byggir sýninguna á spurningunni: Hvernig myndu jólin líta út fyrir manneskju sem er að heyra um þau í fyrsta skipti? Sigurbjörg Þrastardóttir verður á útiskónum og tekur sér í dag stöðu á plani fyrir utan bílasölu, og flutt verður brot úr þættinum Svipmynd af Thor Vilhjálmssyni sem Jón Hallur Stefánsson gerði árið 1995, en skáldsaga Thors, Fljótt fljótt sagði fuglinn, er bók vikunnar á Rás eitt að þessu sinni.
Þátturinn er helgaður þessum bandaríska hipp hopp tónlistarmanni en nýleg plata Kendricks Lamar, To Pimp a Butterfly, hefur hlotið mikið lof tónlistargagnrýnanda og er víða á listum yfir bestu plötur ársins. Tónlist Kendricks Lamar, sem er 28 ára rappari frá Compton hverfinu í suðurhluta Los Angeles borgar, hefur einnig haft mikil áhrif inn í umræðu um félagslega stöðu þeldökkra Bandaríkjamanna á síðustu misserum og hafa mótmælendur jafnvel sungið tónlist hans á götum úti í átökum við lögreglu. Í þættinum verður leikin tónlist af plötunni To Pimp a Butterfly og rætt við þau Önnu Marsibil Clausen, blaðamann, Loga Pedro Stefánsson, tónlistarmann, og Kjartan Atla Kjartansson, blaðamann, en öll þekkja þau vel til verka Kendricks Lamar.
Umsjónarmenn Víðjár í dag eru Guðni Tómasson og Sigyn Blöndal.
Ljóð, bækur og Moskan í Feneyjum eru til umfjöllunar í Víðsjá dagsins.
Rætt verður við Matthías Johannessen skáld en hann hefur sent frá sér ljóðabókina Við landamæri sem hefur að geyma úrval ljóða hans frá síðustu fimm árum. Lesið verður úr bók vikunnar á Rás 1 sem í þetta sinnn er skáldsagan Oona og Salinger eftir franska rithöfundinn Frédéric Beigbeder sem nú er komin út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Ritlistarnemar lesa 97 orða langar jólasögur sem eiga gjöfina sameiginlega sem þema og brot verða leikin úr erindum nokkurra frummælenda á málþingi sem fram fór í Listasafni Íslands um helgina en þar var rætt listaverks Christophs Buchel, Fyrsta Moskan í Feneyjum sem var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins fyrr á þessu ári en var lokað af borgaryfirvöldum í Feneyjum.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars sagt frá breska arkitektahópnum Assemble sem í gær hlaut hin virtu Turner verðlaun í Bretlandi.
Gauti Kristmannsson fjallar um ljóðabókina Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, María Kristjánsdóttir fjallar um leiksýningarnar Kate í Tjarnarbíói og Crisis Meeting í Mengi, jólasögur ritlistarnema við Háskóla Íslands verða á sínum stað og dágóður skammtur af stormviðvörunum.
Í Víðsjá í dag fjallar Birna Bjarnadóttir um skáldsöguna Spámennirnir í Botnleysufirði eftir danska rithöfundinn Kim Leine, en bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.
Þess verður einnig minnst að í gær voru 150 ár liðin frá því að finnska tónskáldið Jean Sibelius fæddist. Og vísindin koma svið sögu í Víðsjá í dag, spurt verður: Ef stærðfræðingur sannar tilgátu, en enginn skilur sönnunina, hefur þá tilgátan verið sönnuð? - sagt verður frá japönskum stærðfræðingi sem virðist vera kominn langt út fyrir skilning samtímamanna sinna á fræðunum. Einnig verður sagt frá viðtökum söngleiksins Lasarus, sem byggir á skáldsögunni Maðurinn sem féll til jarðar eftir Walter Tevis og lögum eftir breska tónlistarmanninn David Bowie, en söngleikurinn var frumsýndur í New York á mánudag. Jólasögur ritlistarnema við Háskóla Íslands verða á sínum stað, og lesið verður úr skáldsö...
Í Víðsjá í dag verður rætt við Sigurð Kristinsson prófessor í heimspeki við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um siðfræði og raunveruleikasjónvarp. Þess verður minnst að 60 ár eru liðin frá því að Halldóri Kiljan Laxness voru afhent Nóbelsverðlaun í bókmenntum við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi. Ritlistarnemar lesa jóla-örsögur sínar og rætt verður við Friðrik Rafnsson, þýðanda skáldsögunnar Oona og Salinger eftir franska rithöfundinn Frédéric Beigbeder en hún er að þessu sinni bók vikunnar á Rás 1. Sigurbjörg Þrastardóttir veltir fyrir sér væntingum erlendra gesta til Íslands og einnig verður lýst, að gefnu tilefni, eftir mannúðinni í íslensku samfélagi í dag.
Víðsjá í dag er umræðuefnið tvískipt.
Í fyrri hluta þáttarins verður rætt um samskipti og samninga milli þjóða en í þeim hluta þáttarins verða gestir þau Jón Baldvin Hanniblasson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Í síðari hlutanum verður síðan rætt um útlendingalöggjöf á Íslandi og viðmót Íslendinga gagnvart fólki af erlendum uppruna, en þá verða meðal gesta Herdís Þorgeirsdóttir, lögfræðingur, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi.
Umsjón með Víðsjá í dag hafa Guðni Tómasson, Eiríkur Guðmundsson og Sigyn Blöndal.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn í Þjóðskjalasafn Íslands að gefnu tilefni.
Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um kvikmyndirnar The Good Dinosaur, 45 Years og Krampus, lesið verður úr bók vikunnar sem að þessu sinni er skáldsagan Geirmundar saga Heljarskinns eftir Bergsvein Birgisson, og María Kristjánsdóttir leikhúsgagnrýnandi fjallar í dag um gríska þátttökuharmleikinn Láttu bara eins og ég sé ekki hérna, sem leikhópurinn Sómi stendur setur upp í Tjarnarbíói. Jólasögur ritlistarnema við Háskóla Íslands verða síðan á sínum stað.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Unu Þorleifsdóttur leikstjóra og Símon Birgisson dramatúrg um leikritið Um það bil, eftir sænska rithöfundinn Jonas Hassen Khemiri, en verkið verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um jólin.
Rætt verður við Ara Trausta Guðmundsson um miðlun á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal en í tilefni af því að nú eru 120 liðin frá fæðingu listamannsins hefur verið opnuð ný heimasíða um Guðmund og verk hans. Slegið verður á þráðinn til Stefáns Valdemars Snævarrs en hann ritar grein í nýtt hefti Tímarits Máls og menningar um Megas og póstmódernismann. Gauti Kristmannsson fjallar í dag um ljóðverkið Ég erfði dimman skóg eftir sjö íslenskar skáldkonur og jólasögur ritlistarnema við Háskóla Íslands verða á sínum stað.
Í Víðsjá í dag kennir ýmissa grasa.
Í Víðsjá í dag verður m.a. hugað að ímyndum Íslands og Grænlands, en Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur hefur sent frá sér bók sem nefnist Tvær eyjar á jaðrinum: Ímyndir Ísland og Grænlands frá miðöldum til miðrar 19. aldar, en þar kemst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að ímyndir landanna eins og þær birtust í skrifum Evrópumanna hafi verið mjög líkar lengi vel, mögulega allt frá öndverðu og fram á 18. öld, rætt verður við Sumarliða í Víðsjá í dag.
Eyþór Gunnarsson heimsækir Víðsjá og segir frá nýrri plötu frá hljómsveitinni Annes. Birna Bjarnadóttir fjallar í gagnrýni sinni um skáldsöguna Líkvöku eftir Guðmund S. Brynjólfsson og hlustendur heyra einnig jólasögur frá ritlistarnemum í Háskóla Íslands. Ennfremur verður hugað að ljósahátíð á Seyðisfirði sem er í bígerð og heitir List í ljósi og lesið verður úr bók vikunnar á Rás 1 sem að þessu sinni er Geirmundarsaga heljarskinns eftir Bergsvein Birgisson....
Vísindabyltingar, fornmenn. sögumenn, pöndur og fyndnar hliðar jólanna í Víðsjá á Rás 1 í dag klukkan 17:03. Og alltaf í Sarpnum og Hlaðvarpi RÚV.
Í Víðsjá í dag verður rætt við Eyju Margréti Brynjarsdóttur, heimspeking, um bókina Vísindabyltingar eftir Thomas S. Kuhn. Bókin, sem komin er út á íslensku í Lærdómsritaröð Bókmenntafélagsins, kom fyrst út árið 1962 og hafði mikil áhrif og vakti umtal og deilur.
Bergsveinn Birgisson, rithöfundur, segir frá skáldsögu sinni Geirmundarsaga heljarskinns, en hún er bók vikunnar á Rás 1. Gauti Kristmannsson segir skoðun sína á skáldsögu Braga Ólafssonar sem heitir Sögumaður og Sigurbjörg Þrastardóttir fjallar í pistli um fyndnar hliðar jólanna.
Víðsjá fer einnig í heimsókn í Tjarnarbíó og þar sem pöndur, mannfólk og grísk goð koma saman, en þetta er sennilega í fyrsta skipti sem panda hreiðrar um sig í íslensku leikhúsi. Sýningin Láttu bara eins og ég sé ekki hérna, sem þarna er á ferðinni er grískt þátttökuleikhús. Áhorfandinn þarf að ta...
Í Víðsjá í dag verður tekið á móti höfundum og þýðendum nýrra úrvalsbóka.
Á meðal gesta í þættinum verða Páll Baldvin Baldvinsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Brynja Cortes Andrésdóttir, Hermann Stefánsson, og Björn Þorsteinsson. Lesið verður úr nýútkomnum bókum eftir Pál Baldvin sem skrifað hefur um stríðssár síðari heimstyrjaldarinnar, Grimmsævintýrum fyrir unga og gamla sem Philip Pullmann hefur endursagt, greinasafninu Merking og tilgangur eftir Pál Skúlason, og skáldsögunum Ef á vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino, og Leiðin út í heim eftir Hermann Stefánsson.
Hátalarinn og Víðsjá bjóða í dag upp á hátíðardagskrá í tilefni af 85 ára afmæli Ríkisútvarpsins.
Í Víðsjá í dag verður rætt við Stefán Baldursson sem leikstýrir hinu fræga verki Sporvagninn girnd eftir bandaríska leikskáldið Tennessee Williams, en verkið verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annan í jólum. Gauti Kristmannsson segir í bókmenntarýni skoðun sína á skáldsögunni Stúlka með höfuð eftir Þórunn Jörlu Valdimarsdóttir.
Leikin verða brot úr örfáum þeirra fjölmörgu þátta sem skreyta jóladagskrá Rásar 1 að þessu sinni. Þannig heyra hlustendur brot úr jólaleikriti Útvarpsleikhússins sem heitir Leifur Óheppni og er eftir Maríu Reyndal og Ragnheiði Guðmundsdóttur. Leikritið sem María leikstýrir verður flutt í sex þáttum dagana 24.-29. desember klukkan 15. Einnig verður gripið ofan í þátt um rússneska píanóleikarann Sviatoslav Richter sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir hefur umsjón með og þátt um Starwars-kvikmyndirnar sem Sigyn Blöndal og Kjartan Guðmundsson hafa umsjón með, auk þáttar Jórunnar Sigurðardóttur Að skálda jól. Jólasögur ritlistarnema úr Háskóla Íslands skreyta einnig þátt...
Kommúistaógnin í Bandaríkjunum og Nína Tryggvadóttir, er meðal þess sem ber á góma í Víðsjá dagsins á Rás 1.
Í Víðsjá í dag verður m.a. rætt við Hallgrím Oddsson, blaðamann og hagfræðing, sem heldur fyrirlestur í Listasafni Íslands næstkomandi sunnudag sem hann kallar Ólöglegi innflytjandinn en í fyrirlestrinum mun Hallgrímur fjalla um það hvernig myndlistarkonan Nína Tryggvadóttir var álitinn málpípa alþjóðlegs kommúnisma á sínum tíma og henni þess vegna meinað að koma til Bandaríkjanna. Árni Matthíasson og Ragnheiður Eiríksdóttir koma í heimsókn og segja frá því sem að þeirra mati hefur borið hæst í heimi innlendrar og erlendrar popptónlistar á árinu. Jón Kalman les úr bók sinni Eitthvað á stærð við alheiminn sem er bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni og einnig verður jólasögum ritlistarnema við Háskóla Íslands laumað í loftið, en þær hafa allar eitthvað með gjöfina að gera.
Klukkan 16:05 hefst sameiginleg útsending Hátalarans og Víðsjár frá tónleikastaðnum Mengi við Óðinsgötu.
Farið verður yfir það sem hæst bar í listum og menningu á því herrans ári 2015. Á meðal gesta í þættinum verða Skúli Sverrisson, Markús Þór Andrésson, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Egill Helgason, Auður Ava Ólafsdóttir, Gunnar Theodór Eggertsson, Ágústa Kristófersdóttir, Þorgerður E. Sigurðardóttir, Daníel Bjarnason, Kría Brekkan, Sigurður Flosaon, Magnús Þór Þorbergsson og Njörður Sigurjónsson. Húshljómsveit Kippa Kaninusar sér um lifandi tónlistarflutning.