DiscoverFotbolti.net
Fotbolti.net
Claim Ownership

Fotbolti.net

Author: Fotbolti.net

Subscribed: 3,512Played: 318,640
Share

Description

Hlustaðu á podcastþættina vinsælu af Fótbolta.net. Fjölbreyttir þættir um allar hliðar fótboltans.
2270 Episodes
Reverse
Landsleikjahléið er búið og enska úrvalsdeildin er farin aftur af stað. Til allrar hamingju. Kristján Atli Ragnarsson og Óskar Smári Haraldsson, stuðningsmenn Liverpool, mættu í heimsókn í dag og fóru yfir áhugaverða umferð í ensku úrvalsdeildinni. Það er svo sannarlega nóg til að ræða eftir helgina.
Innkastið eftir hreint rosalega umferð í Bestu deild karla þar sem allt var á ystu nöf. Það er búið að leggja upp fyrir rosalega lokaumferð. Dómaraskandallinn og dramatíkin á Skaganum, Blikar stóðust pressuna, Gylfi íhugar að hætta, flautumark og fáránleiki í Kórnum og andlausir Vestramenn.
Gestur vikunnar er nýráðinn þjálfari Fylkis, Árni Freyr Guðnason.Árni er alinn upp í Hafnafirði. Hann spilaði upp yngri flokka FH en hans bestu ár sem leikmaður komu í Breiðholtinu sem leikmaður ÍR.Ásamt því að spila þá þjálfaði hann yngri flokka FH en hann hefur einnig þjálfað kvennalið FH og verið yfirþjálfari yngri flokka í Kaplakrika.Árni Freyr tók við ÍR þegar félagið var í vandræðum í 2.deildinni í Júní 2022 en skilur við liðið í 1.deild sem eitt af liðum ársins í Íslenskum fótbolta.Við Árni Freyr ræddum fótboltaþjálfun, golf, tónlist og dramatíkina vegna félagsskipta hans til Fylkis.Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró, Fitness Sport, Tékkanum Budvar og Hafinu Fiskverslun fyrir samstarfið og hlökkum til framhaldsins.Það Er Alltaf Von - Njótið!
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 19. október. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. Farið er yfir fótboltatíðindi vikunnar, landsliðið, lokabaráttuna í Bestu deildinni og fleira. Hörður Snævar Jónsson ritstjóri 433.is er á línunni og ræðir um landsliðið og framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara en Hörður telur framfarirnar ekki nægilega miklar undir hans stjórn. Ragnar Páll Bjarnason formaður fótboltadeildar Fylkis ræðir um vonbrigðatímabil í Árbænum og spennandi þjálfararáðningu. Reiði stuðningsmanna ÍR, nýtt undirlag Laugardalsvallar og ýmislegt fleira kemur við sögu!
16 liða úrslitin halda áfram og í þetta sinn tekur Haraldur Örn á móti Fram og Fótbolti.net. Fyrir Fram keppti Alex Freyr Elísson en fyrir Fótbolti.net keppti Stefán Marteinn Ólafsson.
Landsleikur Íslands og Tyrklands var gerður upp í þætti kvöldsins. Lokatölur urðu 2-4 fyrir gestina frá Tyrklandi. Fréttamenn Fótbolta.net, þeir Sæbjörn Steinke, Haraldur Örn og Sölvi Haralds fóru yfir leikinn, vafaatriðin og frammistöðuna. Það var ekki mikil ánægja með dómara leiksins og VAR myndbandstæknina á Laugardalsvelli. Þá var einnig rætt hvers vegna Gylfi Þór Sigurðsson kom ekki við sögu í leiknum og þetta örlitla sem hefði þurft að gerast svo Ísland ætti möguleika á sigri í riðlinum.
Gestur vikunnar er Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslenska kvennalandsliðsins. Steini kemur frá Norðfirði en flutti ungur á mölina og fór í KR og lék þar lengi ásamt að hafa átt góð ár í FH og Þrótti Reykjavíkur.Þjálfaraferillinn er langur og við ræddum að mestu tímann hjá Breiðablik og landsliðinu samt því að hafa fórum yfir hvernig það væri að vera pabbi íþróttafólks.Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró,Fitness Sport, Tékkneskum Budvar og Hafinu Fiskverslun fyrir samstarfið og hlökkkum til framhaldsins!Það Er Alltaf Von - Njótið!
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 5. október. Umsjón: Tómas Þór, Benedikt Bóas og Valur Gunnarsson. Gestir þáttarins eru þrír að þessu sinni. Fyrst komu Logi Tómasson og Orri Steinn Óskarsson sem áttu frábæran leik með landsliði Íslands í jafntefli við Wales í gær. Svo kom Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og fór yfir málin. Að lokum var farið er yfir fréttir vikunnar, landsleikurinnn gerður upp og rætt um Bestu deildina sem hefst að nýju næstu helgi.
Åge Hareide bauð í viðhafnarútgáfu af Tveggja Turna Tali í kvöld. Í fyrsta sinn eru skipafréttir sagðar en Åge seldi togara upp á Skaga fyrir 25 árum sem átti eftir að skipta miklu máli þar í bæ.Við ræddum landsliðsþjálfarastarfið, muninn á Norðmönnum, Íslendingum, Dönum og Svíum og svo kom það í ljós að okkar maður er vinur Haralds Noregskonungs. Við þökkum að okkar bestu samstarfsfélögum í Nettó, Netgíró, Lengjunni, Fitness Sport, Tékkanum Budvar og Eyjó í Hafinu fiskverslun. Njótið !
Íslandsmeistararnir Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og gerðu upp frábært tímabil í Kópavoginum. Breiðablik varð meistari eftir hreinan úrslitaleik við Val fyrir framan metfjölda áhorfenda síðasta laugardag. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Blika síðan 2020. Einnig var um að ræða síðasta leik Ástu á ferlinum og síðasti leikinn sem þær systur spila saman. Fullkominn endir á mögnuðum tíma ef svo má segja.
16 liða úrslitin halda áfram og í þetta sinn tekur Haraldur Örn á móti KR og RÚV. Fyrir KR keppti Axel Óskar Andrésson en fyrir RÚV keppti Jóhann Páll Ástvaldsson.
Brighton - Tottenham varð auðvitað veislan sem við spáðum. Liverpool með sterkan 0-1 sigur á Selhurst Park gegn Crystal Palace. Cole Palmer nokkuð rólegur um helgina og Haaland skorar ekki annan leikinn í röð. Saka í góðum gír á Emirates og Forest náðu í sterkt stig á Stamford Bridge.
Nik Chamberlain stýrði kvennaliði Breiðabliki til Íslandsmeistaratitils síðasta laugardag eftir hreinan úrslitaleik við Val. Hann var að klára sitt fyrsta tímabil hjá félaginu eftir að hafa gert flotta hluti með Þrótt þar áður. Nik, sem er frá Eastbourne á Bretlandseyjum, kom fyrst til Íslands árið 2007 en hann hefur verið hér samfleytt í býsna langan tíma. Hann mætti í dag á skrifstofu Fótbolta.net og fór yfir tímabilið með Breiðabliki og tímann sinn á Íslandi. Og auðvitað tígulmiðjukerfið sem hann hefur gert frægt.
Andréssynir úr Mosfellsbæ kíktu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fóru vel yfir málin. Bræðurnir eru stórskemmtilegir en í þættinum fara þeir aðeins yfir fótboltasumarið á Íslandi (Afturelding komst upp í Bestu deildina), lífið í akademíu á Englandi og síðastliðna umferð í ensku úrvalsdeildinni. Þeir þekkja enska boltann vel eftir að hafa verið báðir á mála hjá Reading, en Jökull er þar enn samningsbundinn.
Elvar Geir, Valur Gunnars og Haraldur Örn í Innkastinu eftir þriðju umferð úrslitakeppninnar. Víkingur og Breiðablik leiðast áfram hönd í hönd á toppi deildarinnar en bæði lið gerðu jafntefli. Við færumst nær úrslitaleik. Davíð Ingvars funheitur, mark frá miðju í Víkinni, erfitt að skilja Heimi Guðjóns, Fylkismenn eru fallnir, KR-ingar raða inn mörkum og Andri Rúnar nennir ekki Lengjudeildinni.
Magnús Már Einarsson, Maggi.net, er gestur vikunnar.Magnús byrjaði 13 ára að starfa sem blaðamaður á fotbolti.net og breytti leiknum í umfjöllunumum íslenskan fótbolta ásamt Hafliða Breiðfjörð á næstu 19 árum.Sonur hans fótbrotnaði á fyrir nokkrum árum og það fékk Magga til að hugsa um hvað hann væri að gera í lífinu. Hann hætti á .net og fór að einbeita sér að þjálfun og að vera pabbi.Árangurinn er að hann á tvö börn, það þriðja er á leiðinni og hann kom Aftureldingu í efstu deild.Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró,Fitness Sport, Tékkneskum Budvar fyrir samstarfið og bjóðum Eyjó og Hafið fiskverslun velkomin í hópinn!Það Er Alltaf Von - Njótið!
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 5. október. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. Gestur þáttarins er Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar en Mosfellingar eru komnir upp í Bestu deildina. Farið er yfir fréttir vikunnar, Bestu deildina, tap Víkings í Sambandsdeildinni, Sæbjörn Steinke skoðar landsliðshópinn og Kristján Atli ræðir um enska boltann.
Einn stærsti leikur síðari ára í íslenska fótboltanum fer fram á laugardaginn þegar Valur tekur á móti Breiðabliki. Risarnir tveir í kvennaboltanum eigast þarna við í einum leik sem mun skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari. Breiðablik er með einu stigi meira fyrir leikinn. Það er óhætt að gera kröfu á áhorfendamet en leikurinn fer fram á Hlíðarenda á laugardaginn klukkan 16:15. Fótboltaþjálfararnir Magnús Haukur Harðarson og Óskar Smári Haraldsson mættu í heimsókn í dag og fóru vel yfir leikinn sem er framundan.
Fótbolta nördinn er nýr hlaðvarpsþáttur hjá Fótbolti.net. Í þessum þáttum munu knattspyrnumenn og fjölmiðlamenn etja kappi í spurningakeppni. 16 liða úrslitin eru hafin og hægt er að hlusta á þeim í spilaranum og öllum öðrum hlaðvarpsveitum.
Cole Palmer með alvöru sýningu á brúnni og er sá fyrsti til þess að skora fernu í fyrri hálfleik frá stofnun úrvalsdeildarinnar 1992. Draumamark bakvarðarins dugði ekki til á Emirates. Liam Delap með tvennu fyrir Traktors strákana. Liverpool fóru á toppinn með því að leggja Úlfana 1-2 á meðan Man City mátti sætta sig við stig gegn sterkum Newcastle mönnum í norðrinu og Man Utd steinlá á heimavelli gegn Tottenham.
loading