DiscoverEin Pæling
Ein Pæling
Claim Ownership

Ein Pæling

Author: Thorarinn Hjartarson

Subscribed: 557Played: 18,362
Share

Description

Hlaðvarp
474 Episodes
Reverse
Þórarinn speaks with Noorina Khalikyar about her experience coming to Iceland from Afghanistan as a refugee. Noorina is a doctor and an outspoken advocate for the liberation of Afghan women.In this episode, she discusses differing opinions among muslims in Iceland on whether women should be allowed to work, whether muslim women can be unveiled in Iceland, the concept of honor culture, views on homosexuality, and the impatience some inhabitants show toward differing cultural standards.What are the views of muslim men in Iceland toward homosexuality?Why don’t Western feminists support muslim women?Are Icelanders normalizing honor culture?How do muslim men perceive unveiled muslim women in Iceland?These questions and more are answered in this episode.
Þórarinn ræðir við Halldóru Þorsteinsdóttur héraðsdómara og háskólaprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík um mörk tjáningarfrelsins.Nýlegar vendingar í stjórnmálunum eru ofarlega á baugi en í liðinni viku fóru af stað miklar umræður eftir Kastljósþátt þar sem Snorri Másson var til viðtals og tjáði sig um sínar eigin skoðanir á kynjamálum. Farið er um víðan völl og rætt um ýmsa þætti tjáningarfrelsisins og velt vöngum yfir því hvenær réttlætanlegt er að skerða tjáningu og hvenær það er sem við göngum of langt.- Hver er munurinn á lagalegu og félagslegu tjáningarfrelsi?- Sækjum við í persónulegan félagsauð með því að benda á hvað aðrir séu ómögulegir?- Hver er aðkoma dómsvaldsins í málefnum sem snúa að tjáningarfrelsi?- Erum við öll Bubble boy þegar það kemur að tjáningarfrelsi?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um stjórnmál, rétttrúnað, kjarabaráttu, stöðu láglaunafólks og margt fleira.Umfjöllunin snýr meðal annars að undarlegum vendingum á vinstri væng stjórnmálanna, þar sem áherslan hefur oft færst yfir í táknræn mál á borð við „píkupólitík“ og kvennafrídaga. Sólveig leggur áherslu á að barátta láglaunafólks verði að byggjast á raunverulegum hagsmunum þeirra sjálfra, ekki forskrift millitekjuhópa sem nýti sér kjör hinna tekjulægstu undir merkjum „woke“ hugmyndafræði og persónufornafna.- Hvers vegna var Hallgrímur Helgason að „manspreada“ á Rauða borðinu?- Af hverju er svo oft talað niðrandi um stráka og „eitraða karlmennsku“?- Hvað þarf vinstrið að gera til að rétta úr kútnum?Svörin við þessum spurningum má finna hér.
Þórarinn ræðir við Kolbein H. Stefánsson um akademískt frelsi, útlendingamál og Háskóla Íslands. Akademískt frelsi hefur verið sérstaklega áberandi umræðuefni undanfarið eftir að Ingólfur Gíslason, aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika, tók þátt í mótmælum sem urðu til þess að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein gat ekki haldið erindi á vegum Háskóla Íslands. Sama dag og hlaðvarpið var tekið upp, þó eftir, brást rektor Háskóla Íslands loks við með því að hvetja til aukinnar umræðu um akademískt frelsi. Sú umræða hefur einnig velt upp spurningum um tjáningarfrelsi og ritskoðun. Auk þess að ræða þessi mál er rætt um útlendingamál og breytta sviðsmynd bæði er varðar umræðu og veruleika þeirra á Íslandi. Fjallað er um aðlögun á íhaldssömum gildum frá Mið-Austurlöndum, hvort ómenntað fólk sé vitlausara en menntað fólk, vísindalegan sannleik, pólitíska slagsíðu innan HÍ, skakkt hvatakerfi HÍ, sjálfsritskoðun kennara, tjáningarfrelsi og um þá staðreynd að aukinn innflutningur fólks til Íslands auki andúð gegn samkynhneigðum á Íslandi. - Eykur innflutningur fólks til Íslands andúð gegn samkynhneigðum? - Er vísindalegur sannleikur til? - Er pólitísk slagsíða innan félagsvísindadeilda Háskóla Íslands? - Er ómenntað fólk vitlausara en menntað fólk? Þessum spurningum er svarað hér.
Þórarinn ræðir við Konráð Guðjónsson, fyrrum aðstoðarmann utanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem og fyrrverandi efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar síðustu, um stefnu og stöðu efnahagsmála á Íslandi nú þegar lækkunarferli stýrivaxta er komin á bið.Rætt er um áhrif húsnæðismála á verðbólguna, kjaramál og krónutöluhækkanir, framleiðni, styttingu vinnuvikunnar, stefnu ríkisstjórnarinnar, kulnun og margt fleira.Konráð telur fílinn í herberginu vera launahækkanir og að of sjaldan sé rætt um þær í samhengi við stýrivexti. Hann telur launaskrið hafa kynt undir þeirri verðbólgu sem sést í dag og að ekki sé fyrirséð að hún muni koma til með að hjaðna á næstunni.- Eru launahækkanir bleiki fíllinn í herberginu?- Hvaða áhrif hefur kulnun á vinnumarkaðinn?- Hvaða áhrif hefur lóðaverð á húsnæðisverð?Þessum spurningum er svarað hér. Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Hjálmtý Heiðdal, formann Félagsins Ísland-Palestína um stríðið fyrir botni miðjarðarhafs, stjórnmálin á Íslandi, akademískt frelsi og sumarbústaðarferðir. Rætt er um stríðið ásamt því að ræða vendingar hérlendis er varðar mótmælendur sem hafa bæði ráðist gegn fjölmiðlum og akademísku frelsi á Íslandi. Hjálmtýr og Þórarinn takast á um það hvar mörk tjáningarfrelsi prófessora eigi að liggja og hvort að réttlætanlegt sé að kveða í kútinn það sem viðkomandi telur vera forkastanlegar skoðanir. Fasismi ber á góma, þjóðarmorð, afrakstur mótmæla á Íslandi og margt fleira.- Auka stuðningsmenn Palestínu við almennan stuðning með sínum mótmælum?- Hefur Ísraelsríki tilvistarrétt?- Hvort myndi Hjálmtýr fara í sumarbústað með Hannesi Hólmsteini, Stefáni Einari eða Frosta Logasyni?Þessum spurningum er svarað hérTil að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Magnús Árna Skjöld Magnússon, formann Evrópuhreyfingarinnar og prófessor við stjórnmálafræðideild á Bifröst, um kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið. Farið er um víðan völl og rætt um Draghi skýrsluna, stjórnmálin í Evrópu, stjórnmálin í Evrópu, hvað það þýðir að kíkja í pakkann, hvaða praktísku þýðingu það hefði fyrir Ísland að ganga í ESB, stöðu Evrópuríkjanna og margt fleira.- Á Ísland að ganga í ESB?- Hvaða þýðingu hefur Draghi skýrslan á ágæti þess að ganga í bandalagið?- Mun aðildarumsókn verða samþykkt? Þessum spurningum er svarað hér.
Þórarinn ræðir við Snorra Másson, inngildingarsérfræðing og þingmann Miðflokksins. Samræðurnar fara um víðan völl en sérstök áhersla er lögð á þær menningarbreytingar sem viðmælandi og þáttarstjórnandi telja að séu að eiga sér stað bæði erlendis en engu að síður hér heima. Menningarbreytingarnar eru settar í samhengi við það hvenær umburðarlyndi verður að trúarsetningu og jafnvel stjórnlyndi. Í því samhengi er rætt um það hvað það þýðir að vera Íslendingur, transmál, hælisleitendakerfið, tungumálið, unga öfga-hægrimenn, inngildingu, RÚV, stjórnmálin og margt fleira.- Hver er vítahringur útlendingamála?- Eru allir þeir sem aðhyllast ekki woke-vinstristefnu öfgamenn?- Hvenær verður umburðarlyndið að trúarsetningu?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Björgvin Inga Ólafsson og Sigurð Stefánsson um það hvernig megi leysa húsnæðisvandann. Rætt er um skipulagsmál, forgangsröðun, markmið, pólitíska eftirspurn, flöskuhálsana, fæðingartíðni, lóðaskort, félagsleg vandamál og margt fleira.Björgvin og Sigurður telja báðir að staðan í dag sé afar slæm og ef fram fer sem horfir muni sífellt færri ungmennum takast að fjárfesta í þaki yfir höfuðið. Sigurður bendir á að lífshlaup þeirra sem haldast á leigumarkaði út ævina sé töluvert frábrugðnara þeirra sem tekst að kaupa sitt eigið húsnæði. Þetta geti valdið auknum vandamálum í félagslegum kerfum og að lokum umtalsvert verra samfélagi. Hann telur að teikn séu á lofti og að það hrikti í samfélagssáttamálanum.Björgvin leggur sérstaka áherslu á fæðingartíðni en hann segir að óháð fasteignamarkaðnum séu óveðurský framundan ef stjórnvöldum tekst ekki að búa til hvata fyrir fólk að eignast börn. Hann bendir á að í dag séu um fimm skattgreiðendur fyrir hvern ellilífeyrisþega en eftir fáa áratugi muni sú tala verða tveir skattgreiðendur fyrir hvern ellilífeyrisþega.Þremenningarnir leggja fram ráð í lok þáttarins sem þeir telja að geti komið til móts við ofangreind vandamál.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Árna Árnason en hann hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir satíriskar ádeilur um íslenskt stjórnkerfi og stjórnmál í dulargervi fígúrurnar Ugla Tré. Rætt er um stjórnsýsluna, grín, mannúð, velferð, hvernig maður opnar bakarí og fleira. Árni og Þórarinn deila sögum um reynslu sína og annarra af því að eiga við kerfið en þeir eru sammála um að víða sé pottur brotinn og að það kunni að sína einkenni stærra vandamáls innan stjórnsýslunnar.- Er Ugla Tré bara grín eða pólitísk ádeila?- Afhverju tekur ár að opna bakarí?- Vinnur kerfið fyrir sjálft sig?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Jakob Birgisson, aðstoðarmann dómsmálaráðherra og Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins.Að þessu sinni er eftirfarandi spurningum svarað:- Er swing sena í Grafarvogi?- Hvað kjósa hlustendur Hjörvars Hafliða?- Hvað hefur Jakob farið oft í Gísla Martein?- Á að setja stífari reglur hvað varðar klæðaburð kvenna?- Þarf nýja baráttu fyrir tálmuð kvár?- Er Jakob meiri femínisti en maðurinn hennar Diljáar?- Er Diljá ánægð með Skjöld Íslands?- Vill Jakob fara í ESB?- Fara karlmenn í golf til að forðast konurnar og börnin?Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Róbert Helgason, sjálfstætt starfandi sérfræðing í málefnum sem snúa að gervigreind. Í hlaðvarpinu er farið yfir mismunandi forsendur og sviðsmyndir sem munu óumflýjanlega valda breytingum á samfélaginu. Róbert telur að þetta muni koma til með að valda straumhvörfum á lífsháttum, atvinnumarkaði og öðru.- Hvernig er best að gera sit tilbúinn fyrir byltinguna sem mun fylgja auknu vægi gervigreindar?- Hvaða störf munu hverfa?- Verður Evrópa með?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Frosta Sigurjónsson, frumkvöðul og fyrrum alþingismann. Frosti hefur miklar efasemdir um ágæti loftslagsaðgerða og að loftslagsbreytingar séu yfir höfuð af mannavöldum. Hann telur að Ísland nýti tækifæri sín ekki að fullu og að margt megi bæta í því að bæta lífskjör á Íslandi.Fjallað er um loftslagsaðgerðir, faraldurinn, thorium, vindmyllur, stjórnmál á Íslandi og hvort að Ísland eigi að ganga í ESB.- Eru loftslagsbreytingar vegna áhrifa mannsins á lífríkið?- Eru vindmyllur heillvænlegt skref til orkuöflunar á Íslandi?- Á Ísland að ganga í Evrópusambandið?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Albert Jónsson um loftslagsmál. Albert hefur víðtæka reynslu af því að vinna á sviði alþjóðamála og hefur skrifað mikið um aðgerðir Íslands í loftslagsaðgerðum sem hann telur ekki byggja á forsendum raunveruleikans. Hann telur að almenningur á Vesturlöndum hafi ekki verið nægilega vel upplýstur um kostnaðinn sem loftslagsaðgerðum fylgir og að stuðningur við slíkar aðgerðir myndi hverfa væri kostnaðurinn gerður opinber.Í þessu samhengi er rætt um Parísarsáttmálann, Kyoto bókunina, afhverju ekki sé tekið mark á því að 85% orkunotkunar Íslands sé með endurnýjanlegum hætti, hvort að stórnmálastéttina skorti tengingu við almenning, gervigreind,lífsgæði, Ísrael, Gaza, Trump, tolla og margt fleira.- Afhverju fá Íslendingar ekki að njóta góðs af því að vera með 85% endurnýjanlega orku?- Myndi stuðningur við loftslagsaðgerðir hverfa ef almenningur væri upplýstur um kostnaðinn?- Skortir stjórnmálamenn tenginu við almenning?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Margréti Valdimarsdóttur, afbrotafræðing og kennara við Háskóla Íslands. Í þættinum er rætt um afbrot innflytjenda og hælisleitenda sérstaklega og breytta sviðsmynd á Íslandi í þeim efnum. Sérstök áhersla er lögð á áhrif umræðunnar og hvernig óþol hefur aukist á Íslandi gagnvart menningartengdum breytingum. Fjallað er um spurningar sem vakna þegar hópar taka sig saman á borð við Skjöld Íslands en Margrét nefnir í viðtalinu að þetta sé keimlík þeirri þróun sem hefur átt sér á stað á Norðurlöndunum þar sem sífellt harkalegar er tekist á um umrædd mál.Margrét telur að tölulegar upplýsingar sem birtast þurfi að setja í samhengi við aðra tölfræði og að varhugavert sé þegar upplýsingum er beitt til þess að koma óorði á ákveðna hópa og mála upp dekkri mynd heldur en raunverulega er fyrir hendi.- Afhverju notaði Skjöldur Íslands járnkrossinn sem sitt merki?- Verður sænski veruleikinn eiga sér stað hér á landi?- Eru hægri hlaðvörp að ýta undir hræðsluáróður?Hér er þessum spurningum svarað.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Jón Pétur Zimsen, skólamann og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Rætt er um veiðigjöldin, umræðuna í kringum þau á Alþingi Íslendinga og áhrif þess á stjórnmál framtíðarinnar. Að því loknu er vikið að bágri stöðu skólakerfisins og afhverju foreldrum er haldið í myrkrinu hvað varðar árangri barnanna.Fjallað er sérstaklega um áhrif skjánotkunar og afhverju erfitt virðist vera að útiloka slík tæki í skólunum. Jón Pétur telur hagsmunaöfl hafa hagsmuni af því að skjánotkun barna minnki ekki. Þetta segir hann vera gríðarlega slæmt vegna þess að framtíð barnanna og velferð þeirra til framtíðar verður verri ef ekki er gripið í taumana strax. Hann vísar máli sínu til stuðnings til rannsókna eins og PISA þar sem niðurstöður íslenskra barna verður verri og verri.- Hvernig verða börn heimskari vegna skjánotkunar?- Hvaða öfl halda skólakerfinuí gíslingu?- Gerði Sjálfstæðisflokkurinn sér óleik í veiðigjaldamálinu?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Guðjón Heiðar Valgarðsson, sjálftitlaðan samsæriskenningamann, um stjórnmál, innflytjendamál, alþjóðapólitík, skjánotkun, heimspeki og margt fleira. Guðjón telur að innflytjendastraumur til Vesturlanda sé hluti af stærri stefnu fólks sem vill koma á heimsstjórnvöldum með auknu vægi stofnanna bandalagsríkja. Hann telur þetta ólýðræðislegt en hælisleitendastraumurinn sé til þess gerður til að sundra samfélögum. Hann fjallar um sýna vegferð í því hvernig samverkamenn í því að gagnrýna stjórnvöld hafi snúið við honum bakinu eftir að hann neitaði að ganga rétttrúnaðinum á hönd en hann telur mikiklvægara að standa keikur með sinni afstöðu.Hann er stuðningsmaður Trump en Guðjón telur hann vinna fyrir litla manninn með mikilli kænsku og snillibrögðum.- Hvernig er straumur hælisleitenda hluti af stærra plani?- Hversu mikið eiga börn að eyða tíma sínum í spjaldtölvum?- Afhverju er Trump mikilvægur fyrir Bandaríkin? Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Jónas Atla Gunnarsson, hagfræðing hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, um uppbyggingu húsnæðis. Fjallað er um þau áhrif á fasteignamarkaðinn sem kunna að eiga sér stað vegna dræmrar sölu á nýbyggingum. Rætt er um ýmsa þætti sem kunna að hafa áhrif á þessa stöðu líkt og hlutdeildarlán, lækkun stofnkostnaðar fyrir óhagnaðardrifna úrræða, stjórnmálin, hvort að HMS sé pólitísk stofnun, fjölskyldumynstur, þróun í Vesturlöndum og margt fleira.- Afhverju seljast ekki nýjar byggingar?- Hvað gerist ef fasteignasala minnkar?- Hvaða áhrif hafa áherslur í íbúðauppbyggingu á fjölskyldumynstur framtíðarinnar?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við hagfræðinginn Þórð Gunnarsson um ýmis málefni. Rætt er um stjórnmálin á Íslandi, breytta stöðu í útlendingamálum og orkumálum, vindorku, orkutilraunir á Spáni, stöðu vinstrisins, Sjálfstæðisflokkinn og margt fleira.- Afhverju vill enginn hlusta lengur á Landvernd?- Hversu lengi þolir Flokkur fólksins að fá ekkert í gegn?- Er Kristrún Frostadóttir besti leiðtogi Íslandssögunnar?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Jasmínu Crnac sem hefur bæði reynslu af því að vera flóttamaður og starfa með flóttafólki hér á landi. Fjallað er um hinar ýmsu áskoranir sem mæta löndum sem taka á móti flóttafólki og hvaða áhrif almenningsumræður hafa á málaflokkinn. Rætt er um menningu, stjórnmálin, lýðræði, MENAPT löndin, hvort að endurkomubann eigi að vera á afbrotamenn, öfgaöfl á Íslandi, ofþjónustu og fyrirmyndir á Alþingi.- Eru öfgastjórnmálaöfl á Íslandi?- Á að leyfa lýðræðinu að stýra hælisleitendamálunum?- Hvað erum við að gera öðruvísi heldur en á NorðurlöndunumTil að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
loading
Comments 
loading