DiscoverSterk saman
Sterk saman
Claim Ownership

Sterk saman

Author: Tinna Gudrun Barkardottir

Subscribed: 404Played: 15,039
Share

Description

Sterk saman er spjallþáttur þar sem fólk með reynslu kemur og segir söguna sína auk þess sem við fáum sérfræðinga og fagfólk í settið til okkar.
117 Episodes
Reverse
Börn sett í úrræði með hálf fullorðnum einstaklingum sem sitja í gæsluvarðhaldi. Er það vegna þess að litið er á fólk sem notar hugbreytandi efni sem annars flokks? Allt breytt til hins verra eftir að Rótin tók yfir Konukot og ýmislegt fleira.
#118 Begga pt.3

#118 Begga pt.3

2024-09-2901:08:07

Berglind eða Begga hefur nú barist við kerfið í mörg ár en nú hefur sonur hennar, 11 ára, fengið greiningu eftir blóð, svita og tár.
#117 Gígja Skúladóttir

#117 Gígja Skúladóttir

2024-09-2201:02:101

Gígja er fertug móðir, dóttir og eineggja tvíburi sem á stóra sögu. Hún er hugsjónakona og vill réttlæti og virðingu stjórnvalda hvað varðar Laugaland, meðal annars.
#116 Garibaldi

#116 Garibaldi

2024-09-1559:461

Garibaldi er 26 ára strákur úr Garðabænum sem fór ungur að sýna áhættuhegðun og endaði í mikilli morfín neyslu. Hann er í dag í bata frá vímuefnavanda og segir okkur söguna sína.
#115 Birna Ólafsdóttir

#115 Birna Ólafsdóttir

2024-09-0801:42:53

Birna er fjögurra barna móðir og amma og á mann í fangelsi. Hún á merkilega sögu og hafa viðhorf hennar og verkefni mikið breyst umtalsvert síðustu ár.
#114 Steindór ADHD pabbi

#114 Steindór ADHD pabbi

2024-09-0101:27:55

Steindór sem er þekktur sem ADHD pabbi á stóra sögu en hefur snúið lífi sínu við og aðstoðar nú fólk sem markþjálfi meðal annars.
#113 Erika Dorielle

#113 Erika Dorielle

2024-08-2501:25:41

Erika fæddist í Bandaríkjunum og var yfirgefin af móður sinni aðeins fjögurra ára gömul. Hún ólst upp við mikla vanrækslu og allt kerfið brást henni og bróður hennar.
Berglind eða Linda eins og hún er kölluð hefur þurft að jarða tvo syni sína, Viggó Emil og Ingva Hrafn. Hún segir okkur söguna sína og þeirra.
Ívar er 41 árs, sex barna faðir og tónlistarmaður sem nýfarinn er að skrifa bækur. Flestir þekkja hann sem annan helming hljómsveitarinnar Dr. Mister & Mr. Handsome. Hann hefur snúið lífi sínu við og gert upp fortíðina.
#110 Tinna segir sína sögu

#110 Tinna segir sína sögu

2024-07-2101:48:021

Tinna skiptir um hlutverk í þessum þætti og fer yfir hluta af sinni sögu.
#109 Guðbjörg Ýr

#109 Guðbjörg Ýr

2024-07-1402:20:18

Guðbjörg er 44 ára kona sem þekkti ekkert annað en að flýja vanlíðan. Henni var sagt að hún væri ljót og feit. Hún var send að heiman 12 ára gömul og leigði herbergi. Þessi magnaða kona segir söguna sína í þættinum.
#108 Andri Már

#108 Andri Már

2024-07-0701:26:33

Andri Már er 34 ára faðir og verðandi eiginmaður sem á stóra sögu. Hann hefur verið í bata frá vímuefnavanda í 7 ár en áfallasaga hans byrjar í frumbernsku.
#107 Köllum hana Sigrúnu

#107 Köllum hana Sigrúnu

2024-06-3001:33:48

Sigrún er 45 ára, fjögurra barna móðir utan að landi. Hún ólst upp við alkóhólisma og fátækt. Hún þróaði með sér alkóhólisma eftir hjáveituaðgerð eftir að hún átti sitt fjórða barn.
Móðir sem barist hefur við kerfið með dóttur sinni, sem glímir við fjölþættan vanda. Hún segir barnavernd og BUGL hafa brugðist fjölskyldunni og segir sögu sína og þeirra í þættinum.
Fyrrverandi lögreglumaður sem brennur fyrir málefni jaðarsettra. Skrifaði mastersritgerð um stuðning við fangelsaða foreldra eða skort þar á.
Gunnar, sem er ekki hans rétta nafn, á risa stóra áfallasögu sem hann sagði frá í síðasta þætti. Í þessum þætti fer hann yfir bataferlið en hann varð edrú og fann lausn inni í fangelsi.
#103 Köllum hann Gunnar

#103 Köllum hann Gunnar

2024-05-2602:54:061

Gunnar, sem er ekki hans rétta nafn, á risa stóra áfallasögu og þróaði með sér fíkn á unglingsárum. Hann segir söguna sína í þættinum.
#102 Freyr Eyjólfs

#102 Freyr Eyjólfs

2024-05-1901:05:36

Freyr er fimmtugur eiginmaður og faðir sem hefur mikið unnið við fjölmiðla í gegnum tíðina. Við ræðum söguna hans og almennt um lífið.
#101 Inga Hrönn - fallsaga

#101 Inga Hrönn - fallsaga

2024-05-1201:05:311

Inga Hrönn er hlustendum kunn. Hún er tveggja barna móðir og segir okkur frá reynslu sinni af nýlegu falli, svokallaðri fallbraut og hvernig hún komst inn á geðdeild og er nú á leið í meðferð.
#100 Kristel Ben

#100 Kristel Ben

2024-05-0501:48:511

Kristel Ben er fertug eiginkona, móðir og verðandi amma sem á sögu áfalla, sorga og sigra. Hún lenti ung í misnotkun, ólst upp í alkóhólisma, var ung einstæð móðir og upplifði mikla fátækt svo eitthvað sé nefnt.
loading