DiscoverSterk saman
Sterk saman
Claim Ownership

Sterk saman

Author: Tinna Gudrun Barkardottir

Subscribed: 383Played: 13,133
Share

Description

Sterk saman er spjallþáttur þar sem fólk með reynslu kemur og segir söguna sína auk þess sem við fáum sérfræðinga og fagfólk í settið til okkar.
109 Episodes
Reverse
Tinna skiptir um hlutverk í þessum þætti og fer yfir hluta af sinni sögu.
#109 Guðbjörg Ýr

#109 Guðbjörg Ýr

2024-07-1402:20:18

Guðbjörg er 44 ára kona sem þekkti ekkert annað en að flýja vanlíðan. Henni var sagt að hún væri ljót og feit. Hún var send að heiman 12 ára gömul og leigði herbergi. Þessi magnaða kona segir söguna sína í þættinum.
#108 Andri Már

#108 Andri Már

2024-07-0701:26:33

Andri Már er 34 ára faðir og verðandi eiginmaður sem á stóra sögu. Hann hefur verið í bata frá vímuefnavanda í 7 ár en áfallasaga hans byrjar í frumbernsku.
#107 Köllum hana Sigrúnu

#107 Köllum hana Sigrúnu

2024-06-3001:33:48

Sigrún er 45 ára, fjögurra barna móðir utan að landi. Hún ólst upp við alkóhólisma og fátækt. Hún þróaði með sér alkóhólisma eftir hjáveituaðgerð eftir að hún átti sitt fjórða barn.
Móðir sem barist hefur við kerfið með dóttur sinni, sem glímir við fjölþættan vanda. Hún segir barnavernd og BUGL hafa brugðist fjölskyldunni og segir sögu sína og þeirra í þættinum.
Fyrrverandi lögreglumaður sem brennur fyrir málefni jaðarsettra. Skrifaði mastersritgerð um stuðning við fangelsaða foreldra eða skort þar á.
Gunnar, sem er ekki hans rétta nafn, á risa stóra áfallasögu sem hann sagði frá í síðasta þætti. Í þessum þætti fer hann yfir bataferlið en hann varð edrú og fann lausn inni í fangelsi.
#103 Köllum hann Gunnar

#103 Köllum hann Gunnar

2024-05-2602:54:061

Gunnar, sem er ekki hans rétta nafn, á risa stóra áfallasögu og þróaði með sér fíkn á unglingsárum. Hann segir söguna sína í þættinum.
#102 Freyr Eyjólfs

#102 Freyr Eyjólfs

2024-05-1901:05:36

Freyr er fimmtugur eiginmaður og faðir sem hefur mikið unnið við fjölmiðla í gegnum tíðina. Við ræðum söguna hans og almennt um lífið.
#101 Inga Hrönn - fallsaga

#101 Inga Hrönn - fallsaga

2024-05-1201:05:311

Inga Hrönn er hlustendum kunn. Hún er tveggja barna móðir og segir okkur frá reynslu sinni af nýlegu falli, svokallaðri fallbraut og hvernig hún komst inn á geðdeild og er nú á leið í meðferð.
#100 Kristel Ben

#100 Kristel Ben

2024-05-0501:48:511

Kristel Ben er fertug eiginkona, móðir og verðandi amma sem á sögu áfalla, sorga og sigra. Hún lenti ung í misnotkun, ólst upp í alkóhólisma, var ung einstæð móðir og upplifði mikla fátækt svo eitthvað sé nefnt.
#99 Guðrún Ósk

#99 Guðrún Ósk

2024-04-2801:13:10

Guðrún Ósk er 33 ára, þriggja barna móðir úr Keflavík sem á stóra sögu áfalla og neyslusaga hennar byrjar þegar hún var aðeins 13 ára gömul.
Ingibergur er meistari!
#97 Talía Mjöll

#97 Talía Mjöll

2024-04-1401:05:061

Talia Mjöll er tvítug stelpa sem á stóra sögu sem aðstandandi. Móðir hennar hvarf úr lífi hennar í átta ár og á meðan bjó hún við mikið ofbeldi.
#96 Jói Dagur

#96 Jói Dagur

2024-04-0702:07:08

Jói Dagur er 35 ára og á magnaða sögu. Hann ólst upp við góðar aðstæður og mikinn kærleik en lenti í stóru áfalli aðeins sjö ára gamall.
#95 Valgeir Elís

#95 Valgeir Elís

2024-03-3101:18:501

Valgeir Elís er 35 ára, mjög opinn og hress en á stóra sögu áfalla. Ungur fór hann í neyslu en hefur átt góð edrú tímabil. Hann veiktist lífshættulega snemma á þessu ári.
#94 Unnar

#94 Unnar

2024-03-2401:30:38

Unnar er 33 ára, fjögurra barna faðir sem á stóra sögu. Hann hefur verið í bata frá vímuefnavanda í 8 ár og fer óhefðbundna leið í sínum bata. Hann byrjaði að fikta við neyslu 11 ára, var á sveitaheimilum þar sem var mikið ofbeldi sem mótaði hann og lenti nokkrum sinnum í fangelsum.
#93 Súsanna

#93 Súsanna

2024-03-1701:14:111

Súsanna er 32 ára eiginkona og móðir sem hefur þurft að takast á við ýmis verkefni og gert með miklu æðruleysi. Hún er í bata frá vímuefnavanda og hefur verið í fjölda ára ásamt því að hafa barist við krabbamein í mörg ár.
#92 Ingibergur

#92 Ingibergur

2024-03-1001:36:131

Ingibergur er eiginmaður, faðir og afi sem hefur verið edrú í 36 ár, fyrstu 13 árin á hnefanum en síðan í bata, Hann er skemmtilegur, opinn, einlægur og fyndinn. Hann er með fjórða stigs krabbamein og lifir í núinu.
#91 Sigmar Guðmundsson

#91 Sigmar Guðmundsson

2024-03-0301:07:441

Sigmar Guðmundsson, þingmaður, er mikill talsmaður þess að betur sé gert fyrir okkar jaðarsetta fólk og peningar séu settir í meðferðarúrræði hér á landi. Við Inga fengum hann í spjall.
loading
Comments 
loading