Discover
Samlestur
25 Episodes
Reverse
Magnús J. Magnússon, fyrrum skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, er gestur þáttarins. Þetta er annað viðtalið sem við tókum þegar við heimsóttum Leikfélag Selfoss fyrr í sumar. Allstaðar þar sem Magnús hefur komið við í gegnum árin þar sprettur upp nýtt leikfélag en hann hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2021 fyrir framlag sitt til eflingar leiklistarstarfs meðal grunnskólanema. Support the show
Gestur þáttarins er Auður Bergdís Ástudóttir. Auður stundaði nám við Royal Academy of Dramatic Arts í London og er einn af stofnendum Dýnamík Sviðslistaskóla. https://www.svidslistaskolinn.com/Support the show
Í byrjun sumars lögðum við land undir fót og brunuðum austur fyrir fjall og heimsóttum Leikfélagið á Selfossi.Við tókum græjurnar með okkur og stilltum okkur upp á sviðinu í leikhúsinu á Selfossi og tókum á móti nokkrum frábærum gestum. Það voru hjónin Guðný lára og Stefán Örn sem tóku á móti okkur en þau eru einmitt með Viktor í hljómsveitinni Rökkvu. Við tókum lagið og spjölluðum um lífið í og úr leikhúsinu en Guðný er fráfarandi formaður LS og Stefán er þaulreyndur stórleikari sem fer með hvern leiksigurinn á fætur öðrum. Öll erum við fársjúk af athyglissýki og skömmumst okkar ekkert fyrir það... eða...Support the show
Almar Blær leikari kíkti til okkar í smá spjall. Almar á rætur sínar að rekja í áhugaleikhúsin, en hann kláraði nám í Listháskólanum og var í kjölfarið ráðinn til vinnu við Þjóðleikhúsið.Almar hlaut nýverið tilnefningu til Grímu verðlaunanna sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir sýninguna Ást og upplýsingar! Það var hrikalega gaman að fá hann í heimsókn.Support the show
13. Sena er kominn inn á pardus.is/samlesturÍ byrjun sumars lögðum við land undir fót og brunuðum austur fyrir fjall og heimsóttum Leikfélagið á Selfossi.Við tókum græjurnar með okkur og stilltum okkur upp á sviðinu í leikhúsinu á Selfossi og tókum á móti nokkrum frábærum gestum. Það voru hjónin Guðný lára og Stefán Örn sem tóku á móti okkur en þau eru einmitt með Viktor í hljómsveitinni Rökkvu. Við tókum lagið og spjölluðum um lífið í og úr leikhúsinu en Guðný er fráfarandi formaður LS og Stefán er þaulreyndur stórleikari sem fer með hvern leiksigurinn á fætur öðrum. Öll erum við fársjúk af athyglissýki og skömmumst okkar ekkert fyrir það... eða...Þetta er fyrsti þátturinn úr þessari heimsókn okkar á Selfoss en alls tókum við upp 4 þætti á sviðinu þar.Tryggið ykkur áskrift á pardus.is/samlestur á aðeins 990 kr og fylgist með.Support the show
Þú getur hlustað á allan þáttinn á pardus.is/samlesturGestir þáttarins eru leikarinn Hafþór Agnar Unnarsson og leikstjórinn Teitur Magnússon. Kvikmyndin Uglur hefur sópað að sér verðlaunum á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum siðustu misseri en þar fer Hafþór með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar undir leikstjórn Teits. Það var hrikalega gaman að fá strákana í heimsókn og spjölluðum við um listina og lífið bakvið cameruna. Þátturinn er tæpir 2 tímar, en þú hgetur hlustað á allan þátinn á pardus.is. Njótið.Support the show
Þú getur hlustað á allan þáttin á pardus .is/samlestur Gestur okkar í þessum þætti er hún Gerður Halldóra Sigurðardóttir frá Leikfélagi Selfoss. Gerður fer með okkur yfir hennar sögu í leikfélaginu ássamt því að við skoðum hinar ýmsu hliðar á lífinu bakvið tjöldin.Þátturinn er rétt tæpir 2 tímar að lengd en þú getur nálgast allan þáttinn á pardus.is/samlestur Support the show
Í þessum þætti fengum við til okkar eina af okkar uppháhalds, hana Ingveldi Láru Þórðardóttir úr Leikfélagi Hafnarfjarðar. Við spjöllum um leiklistina, lífið bakvið tjöldin og lásum við saman stuttverkið Fréttir af Suðurlandi sem hún Ingveldur skrifaði fyrir stuttverkahátið sem var haldin núna síðasta vor. Support the show
Þessi þáttur er 1 klst og 30 mín að lengd. Þú getur hlustað á allan þáttin á pardus .is/samlestur "Lífið er abstract vitleysa". Sannari orð hafa varla verið sögð. Gestur þáttarins í dag er Ása Hlín Benediktsdóttir, rithöfundur, ljóðskáld og kvikmyndagerðarmaður. Ása ekur um á rafmagnsbíl og blastar Gangsta' Rap. Hún hefur mikið dálæti af hinu yfirnáttúrulega, hrollvekjum og vísindaskáldskap, en burt séð frá Gangsta' Rap þá hefur hún óbeit af annari tónlist og norrænum skítaraunveruleika. Ása hefur einstaklega skemmtilega sýna á lífinu og það var ótrúlega gaman að fá hana í heimsókn. Við elskum að fá til okkar skapandi fólk, sem er svona vel lesið og kemur vel að orði. Vilrkilega skemmtilegt spjall. Við ætlum klárlega að fá hana í spjall aftur því það er alveg hellingur af hlutum sem við þurfum að ræða. Hér geturu séð smá sýnishorn af verkum eftir Ásu: Ljóðið Örlög, - Háskólakórinn flytur tónverk eftir Þóru Marteinsdóttir, útfrá texta Ásu. https://www.youtube.com/watch?v=ZXBxBTZC78U Stuttmyndin GRÍMURhttps://www.youtube.com/watch?app=desktop&v=m40_4RP7Oao&fbclid=IwAR37evq5AOYU5lxclVTFD5VQ_xRCBGNJlK92mTuEw_g4LJGdijjVu5ONclASupport the show
"Leikfélag Hafnarfjarðar bjargaði lífi mínu", segir Tryggvi Rafnsson leikari, en hann er einmitt gestur þáttarins í dag. Tryggvi var kosinn Hafnfirðingur ársins 2021 í eftir að hann steig fram á síðasta ári og fór að tala opinskátt um andlega erfiðleika sína. Við vorum sérstaklega spennt fyrir því að fá hann í þáttinn því það gefur okkur byr undir vænginn að vita af því að það séu fleiri þarna úti sem hafa svipaða sögu að segja og deila skoðun okkar á mikilvægi áhugaleikfélanna. Við ræddum við hann um grímurnar, leiklistina og lífið bakvið tjöldin. Tryggvi sagði okkur frá því að hann hafi skrifað og sé að gefa út ljóðabókina; "Ég", sem kemur formlega út núna á næstu dögum. Ljóðabókin er þó komin í forsölu og er hægt að kaupa hana hér á heimasíðu Króníka; https://kronika.is/products/forsala-eg Þú getur nálgast þáttinn á öllum helstu streymisveitum. Support the show
Þú getur hlustað á allan þáttinn á pardus.is/samlesturÍ þessum þætti kíktu til okkar hjónin Aðalsteinn Jóhannsson og Oddfreyja Oddfreysdóttir. Við lásum saman 4 stuttverk sem skrifuð voru í Höfundasmiðju Leikfélags Hafnarfjarðar síðastliðna helgi. Athugið að lýsingar í þættinum gætu verið full grafískar.Support the show
Uppistandarinn og snillingurinn hún Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir kíkti í heimsókn. Hún reyndi að kenna Viktor hvernig á að vera með uppistand og sagði okkur frá sýningunni hennar; Madame Tourette, sem verður frumsýnd fimmtudaginn 9 júní í Klúbbi Listahátíðar! Þar mun Elva frumflytja meinfyndna samfélagslega og pólitíska ádeilu á viðhorf almennings og stjórnvalda gagnvart öryrkjum. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir og leikmyndahönnuður er Þórunn María Jónsdóttir. Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.Support the show
Linkur á þáttinnpardus.is/samlestur Í þessum þætti kíkti til okkar hann Ársæll Hjálmarsson. Við lásum saman leikritið hans Leiðin að endanlegri hamingju eða Hvernig á að myrða eiginkonu sína. Tryggðu þér áskrift inn á pardus.is/samlestur og hlustaðu á þáttinn í heild sinni.Support the show
Maíkrans ( Blóm og kransar) var samstarfsverkefni Hugleiks, Leikfélags Hafnarfjarðar og Leikfélags Kópavogs. Fimm stuttverk voru skrifuð, æfð og flutt á sviði á tveggja vikna tímabili.Í þessum þætti kíktu til okkar þau Aðalsteinn Jóhannson, Sigríður Elín Ólsen og Jóhannes Kristinn Hafsteinsson en þau léku saman í einu af verkunum sem sett var upp á þessari stuttverkahátíð. Við fengum þau til að leiklesa verkið Dánardægur, eftir hann Gísla Björn Heimisson.Support the show
Linkur á þáttinnpardus.is/samlestur Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri kíkti til okkar í spjall. Við fórum aðeins yfir feril hans í kvikmyndagerð. Töluðum um húsnæðisvanda Leikfélegas Hafnafjarðar og fengum að heyra aðeins frá því hvernig hann missti af frumsýningu Astrópíu.Support the show
Don Ellione, öðru nafni Friðjón Elli Hafliðason, leikari, leikstjóri og höfundur, kíkti til okkar í spjall. Við lásum saman stuttverkið Lambakjöt, spjölluðum um bílskúrsdrauma, leikhúslífið, handritaskrif og ýmislegt annað. Hrikalega skemmtileg heimsókn. Þessi þáttur er opinn öllum. Þú getur nálgast fleiri þætti inn á www.pardus.is/samlesturÁskriftin kostar ekki nema 990kr á mánuði. Tryggðu þér áskrift í dag og fáðu aðgang að öllum þáttum og væntanlegu aukaefni.Við gefum út 4 auka þætti í mánuði, nýr þáttur á hverjum miðvikudegi fyrir áskrifendur. Support the show
Allur þátturinn er aðgengilegur á pardus.is/samlesturGuðlaugur Ómar Guðmundsson og Brynja Ýr Júlíusdóttir úr Leikfélagi Keflavíkur kíktu til okkar í spjall í dag. Þau lásu senu úr verkinu Fyrsti Kossinn sem þau skrifuðu og var sett upp af LKef. Þau fluttu einnig frumsamið lag í þættinum. Hrikalega hæfileikaríkir listamenn sem eru klárlega þess virði að fylgjast með í framtíðinni. Support the show
1 dagur til stefnu. Þetta er að fara gerast og við gætum ekki verið spenntari.Toi Toi ToiSupport the show
2 dagar til stefnu. Við erum að springa úr spennu.Support the show
Brot úr væntanlegum þætti. Fylgist með 18 maí.Guðlaugur Ómar Guðmundsson og Brynja Ýr Júlíusdóttir úr Leikfélagi Keflavíkur kíktu til okkar í spjall í dag. Þau lásu senu úr verkinu Fyrsti Kossinn sem þau skrifuðu og var sett upp af LKef. Þau fluttu einnig frumsamið lag í þættinum. Hrikalega hæfileikaríkir listamenn sem eru klárlega þess virði að fylgjast með í framtíðinni. Takk fyrir okkur. Hlökkum til næstu heimsóknar Support the show

















