Discover
Vörumerki
Vörumerki
Author: Margrét Björk Jónsdóttir
Subscribed: 35Played: 215Subscribe
Share
© Copyright {2025} All Rights Reserved
Description
Ert þú með góða viðskiptahugmynd, langar þig að stofna eigið fyrirtæki eða styrkja þitt persónulega vörumerki?
Margrét Björk Jónsdóttir deilir í rauntíma sinni reynslu af því að byggja upp vörumerki frá grunni, ásamt samtölum við sérfræðinga og frumkvöðla sem hafa byggt eða starfað fyrir sterk, traust vörumerki.
Fylgstu með á bakvið tjöldin og fáðu innsýn í raunverulegt frumkvöðlaferli, fullt af mistökum, óvissu en líka lærdómi, hugmyndum og árangri.
7 Episodes
Reverse
Aníta Hirlekar, margverðlaunaður íslenskur fatahönnuður, ræðir sinn einstaka feril sem hefur leitt hana að því að hanna fyrir risastór erlend merki og klæða áhrifamesta fólk landsins.
Við fáum að heyra um það þegar forsetinn okkar, Halla Tómasdóttir, hafði samband við Anítu á 📲Messenger þegar hana langaði í kjól og hvernig það þróaðist í samstarf þeirra á milli.
Við ræðum tískubransann sem er harður heimur, hönnunarstuld, jafnvægið á milli þess að skapa og reka verslun. Við ræðum einnig um sköpunarferlið, sjálfstraust og ferlið við að finna eigin stíl, auk þess sem Aníta gefur ungum hönnuðum góð ráð.
💡 Þáttur sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki fundið sig í hefðbundnu námi, eða eru að stíga sín fyrstu skref í hönnun, list eða frumkvöðlastarfi. Fyrir alla sem elska tísku og fallega hönnun og vilja fá fágæta innsýn inn í heim íslenskrar fatahönnunar.
🪡 Aníta Hirlekar
✨ Þessi þáttur er í boði 👟 Skór.is & Alfreð. Kynntu þér Hæfnileitina!
♡ Þátturinn er tekinn upp í Tekk stúdíói.
📱 Fylgdu Vörumerki á bakvið tjöldin á Instagram @vorumerki
Guðrún Helga Sørtveit segir frá því hvernig vörumerkið hennar, Fyrsta árið, varð að veruleika eftir nokkurra ára umhugsun.
📖 Við ræðum allt ferlið, frá hugmynd, hönnun og framleiðslu yfir í markaðssetningu og sölustaði.
💬 Hún ræðir áskoranir sem fylgja því að vera áhrifavaldur með tugþúsundir fylgjenda, athugasemdir á djamminu, dónaleg skilaboð og þá tilfinningu að allir hafi skoðun á henni.
💡 Guðrún deilir góðum ráðum um árangursríkt samstarf fyrir áhrifavalda og hlaðvarpsstjórnendur og útskýrir af hverju góðar hugmyndir eru sterkasti sölupunkturinn.
Þáttur fyrir alla sem eru eða langar að byggja upp eigið vörumerki, hafa áhuga á samfélagsmiðlamarkaðssetningu eða vilja bara þá sem vilja fá innsýn inn í áhrifavaldaheiminn.
----
☁️ Fyrsta árið
💡Þessi þáttur er í boði Alfreð. Kynntu þér Hæfnileitina!
♡ Þátturinn er tekinn upp í Tekk stúdíói.
📱 Fylgdu Vörumerki á bakvið tjöldin á Instagram @vorumerki
Guðmundur Heiðar Helgason er hugmynda- og textasmiður og ráðgjafi í almannatengslum hjá vörumerkjastofunni Tvist.
🚌 Hann starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Strætó í nokkur ár og segir frá nokkrum af þeim flóknu málum sem hann þurfti að takast á við. Þar af ber eitt mál hæst, sem hann segir það erfiðasta sem hann hafi tekist á við á sínum ferli.
Þetta er spjall af betri gerðinni sem inniheldur bæði persónulegar frásagnir og pælingar um okkar uppáhalds umræðuefni, vörumerki.
Gummi er óhræddur við að segja hlutina beint út og hikar ekki við að benda á mál sem honum þykir hafa mátt tækla betur út frá PR-sjónarmiðum.
Hann segir frá því hvaða íslensku vörumerki honum finnst bera af, og veltir því fyrir sér hvort ferskleiki sé ofmetinn og kunnugleiki vanmetinn? 🤔
Þáttur sem enginn áhugasamur um markaðsmál, almannatengsl og sterk vörumerki má láta framhjá sér fara.
----
💡Þessi þáttur er í boði Alfreð. Kynntu þér Hæfnileitina!
♡ Þátturinn er tekinn upp í Tekk stúdíói.
📱 Fylgdu Vörumerki á bakvið tjöldin á Instagram @vorumerki
Sirrý Arnardóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins með yfir þrjátíu ára reynslu í faginu.
Við ræðum hvernig áfangi hjá henni fyrir nokkrum árum landaði mér draumastarfinu, sem jafnframt markaði upphafið að mínum fjölmiðlaferli.
Við förum yfir fjölmiðlastarfið, kosti og galla, breytingar á fjölmiðlaumhverfinu síðustu ár og ráð fyrir þá sem langar að starfa í faginu.
Þá bregður Sirrý sér í kennarahlutverkið og gefur mér gagnleg ráð varðandi þetta hlaðvarp. (Note to self: muna að anda)
Sirrý hefur undanfarin ár starfað sem stjórnendaþjálfari, kennari og rithöfundur og hefur kennt fjölda fólks í öllum stéttum að koma fram með öryggi, fagmennsku og einlægni að leiðarljósi. Í þættinum deilir hún meðal annars sínu allra besta ráði þegar kemur að samskiptum og framkomu. Hint: 🏓
Skylduhlustun!
📱 Fylgdu Vörumerki á bakvið tjöldin á Instagram @vorumerki
♡ Þátturinn er tekinn upp í Tekk stúdíói.
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir þekkir markaðsmál frá sjónarhorni bæði áhrifavalds og markaðsstjóra. Hún hefur skapað sín eigin tækifæri í gegnum árin og staðið af sér fjölmiðlastorma.
Við ræðum „stóra kökudeigsmálið,“ hvort Tax Free dagar Hagkaups séu barns síns tíma, hugsanlega hagsmunaárekstra og hvort nokkur munur sé á manneskjunni og vörumerkinu Evu Laufey.
🎙️ Þáttur um að takast á við nýjar áskoranir, vera óhræddur við að gera mistök og treysta því að hlutirnir fari eins og þeir eiga að fara.
📱 Fylgdu Vörumerki á bakvið tjöldin á Instagram @vorumerki
♡ Þátturinn er tekinn upp í Tekk stúdíói.
Einlægt spjall við Vilmu Ýr Árnadóttur, sem eftir 19 ár í sama starfi ákvað að stökkva út í djúpu laugina, fylgja innsæinu og byrja upp á nýtt. Í dag rekur hún sitt eigið fyrirtæki, Vilma Home, sem hefur vaxið hratt undanfarið ár.
Við ræðum ferlið sem það er að byggja upp vörumerki frá grunni og Vilma segir meðal annars frá mistökum sem kostuðu hana margar milljónir.
Þetta er þáttur stútfullur af góðum ráðum og hvatningu fyrir þá sem langar um að breyta til eða jafnvel stofna eigið fyrirtæki 💡
♡ Fylgdu Vilmu á Instagram @vilma_home
♡ Fylgstu með Vörumerki á bakvið tjöldin @vorumerki
♡ Þátturinn er tekinn upp í Tekk stúdíói.
Sesselía Birgisdóttir þekkir svo sannarlega sterk vörumerki, hún hefur stýrt markaðsstarfi og stafrænum umbreytingum hjá fyrirtækjum eins og Advania, Högum, Póstinum og Vodafone.
Í þessum fyrsta þætti deilir Sesselía því hvernig hún beitti sömu aðferðum til að byggja upp sitt eigið vörumerki og hvernig sú ákvörðun átti eftir að hafa fjölmörg tækifæri í för með sér. 💡
🎙️ Skylduhlustun fyrir þá sem vilja styrkja ímynd sína, auka sýnileika og tengslanet, en fyrst og fremst- skapa ný tækifæri á eigin forsendum!
📱 Fylgdu Vörumerki á bakvið tjöldin á Instagram @vorumerki
♡ Þátturinn er tekinn upp í Tekk stúdíói.




