DiscoverÚtihátíð
Útihátíð
Claim Ownership

Útihátíð

Author: RÚV Hlaðvörp

Subscribed: 23Played: 72
Share

Description

Í þessum þáttum er skoðuð saga íslensku útihátíðarinnar sem var hér allsráðandi í sumarstemningunni á ofanverðri síðustu öld. Farið verður í ferðalag aftur í tímann með viðkomu í Atlavík, Húnaveri, Eldborg, Herjólfsdal og víðar. Fjöldi góðra gesta koma í þáttinn og segja sögur af liðnum útihátíðum sem ýmist gengu vel eða ekki eins vel.

Umsjón og dagskrárgerð: Áskell Heiðar Ásgeirsson.

Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.



Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

4 Episodes
Reverse
Í þessum lokaþætti fjöllum við um þá umræðu sem varð um stöðu útihátíða í upphafi aldarinnar, skoðum uppgang bæjarhátíðanna og ræðum stöðu hátíða hérlendis og framtíð þeirra. Viðmælendur í þættinum eru Einar Bárðarson, Birgitta Haukdal, Drífa Snædal, Bjarni Ólafur Guðmundsson, Björt Sigfinnsdóttir, og Bergur Ebbi Benediktsson. Umsjón og dagskrárgerð: Áskell Heiðar Ásgeirsson. Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.   Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þriðja þætti færum við okkur inn á síðasta áratug tuttugustu aldar og skoðum hvernig það kom til að útihátíðin flutti að mestu úr sveit inn í bæi landsins. Við heyrum af þekktum hátíðum eins og Eldborg 92 og Uxa 95 og fræðumst um upphaf Halló Akureyri. Viðmælendur í þættinum eru Stefán Pálsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Davíð Rúnar, Kristinn Sæmundsson og Karl Steinar Valsson. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í öðrum þætti tökum við fyrir blómatíma íslensku útihátíðanna sem haldnar voru í fögrum skógarrjóðrum fjarri þéttbýlinu um land allt um Verslunarmannahelgarnar á níunda áratug síðustu aldar. Stuðmenn og Ringó í Atlavík, Bindindismót í Galtalæk, risahátíðir í Húnaveri og stöðugt fjör á Þjóðhátíð. Viðmælendur í þættinum eru Erla Ragnarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Magnús Kjartansson, Sigríður Beinteinsdóttir og Felix Bergsson. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í fyrsta þættinum skoðum við upphaf útihátíða á Íslandi eftir miðja síðustu öld. Við skoðum sérstaklega stórar hátíðir sem fram fóru á tímabilinu 1968-1980. Komið verður við í Húsafelli, við fræðumst um Saltvík 71 og Rauðhettuhátíðir sem haldnar voru við Úlfljótsvatn. Viðmælendur í þættinum eru Stefán Pálsson, Jakob Frímann Magnússon, Magnús Kjartansson, Sigríður Beinteinsdóttir og Árni Guðmundsson. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.