"Það er ekki til quick-fix" - Dögg Guðmundsdóttir
Description
Dögg Guðmundsdóttir er mögnuð kona sem hefur mikla ástríðu fyrir næringarfræði og heilbrigðu sambandi við mat. Hún er á lokametrunum að klára MS í næringarfræði vinnur við ráðgjöf innan heilbrigðiskerfisins.
Við förum vítt og breitt í hið stóra viðfangsefni sem er næringarfræðin og kemur í ljós að það er ekki til neitt eitt svar til að öðlast heilbrigt líf í gegnum mataræði (sem var ákveðinn skellur). Við ræðum m.a. mýturnar sem eru þarna úti, af hverju kolvetnin hafa verið máluð út í horn sem einhvers konar djöfull, þarmaflóruna, nútvitund og geðheilbrigði. Alveg dásamlega skemmtilegt spjall og ég lærði svo mikið.
Endilega fylgið @naeringogjafnvaegi sem er æðislegur vettvangur sem kemur inn á ótalmargt í sambandi við heilsu, næringu og jafnvægi lífins.
Dögg á insta: @dogg.gudmunds
----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku
Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir