DiscoverBara bækurÖrforlög á Norðurlöndum, Una sameinast Benedikt og Stjörnufallseyjur
Örforlög á Norðurlöndum, Una sameinast Benedikt og Stjörnufallseyjur

Örforlög á Norðurlöndum, Una sameinast Benedikt og Stjörnufallseyjur

Update: 2023-10-28
Share

Description

Fjallað er um prósaverkið Stjörnufallseyjur eftir Jakub Stachowiak. Draumkennd frásögn um söknuð og sorg sem dregur fram andstæður í hverfulum heimi. Líkamar skjálfa, borgir verða að lófum, hornlausir einhyrningar birtast og gamlar konur baða sig við ljósið í myrkrinu. Marta María Jónsdóttir myndlýsti bókina og Jakub segir okkur allt um verkið í lok þáttar.

Við hugum líka að bókaútgáfu og það sérstökum kima hennar útgáfur sem flokkast sem örforlög. Ana Stanichevic sem hefur um árabil kennt við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands hefur nýlega lokið doktorsprófi frá skólanum en hún rannsakaði örforlög á Norðurlöndum, aðallega hér á Íslandi og Danmörku. Hún segir okkur frá skilgreiningum og einkennum slíkra útgáfa.

Einar Kári Jóhannsson hefur fengist við bóksölu, ritstjórn og útgáfu um nokkurt skeið. Útgáfa sem hann kom að stofnun, Una útgáfuhús náði góðu flugi fyrir nokkrum árum sem flokka má sem örútgáfu en hefur nú sameinast öðru stærra forlagi, Benedikt. Einar Kári segir okkur frá tilurð þess og hugsjónum nýsameinaðs Benedikts.

Viðmælendur: Ana Stanicevic, Einar Kári Jóhannsson og Jakub Stachowiak.

Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Fall - Sigur Rós.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Comments 
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

Örforlög á Norðurlöndum, Una sameinast Benedikt og Stjörnufallseyjur

Örforlög á Norðurlöndum, Una sameinast Benedikt og Stjörnufallseyjur