“Það er ekki hættulegt að leyfa fólki að vera eins og það er” - Daníel E. Arnarsson
Description
Daníel E. Arnarsson er magnaður hugsjónamaður og hefur komið víða við á stuttri ævi. Hann var um tíma framkvæmdastjóri Vinstri grænna og starfaði einnig sem framkvæmdastjóri Samtakanna '78 í 7 ár. Þar að auki hefur hann verið á þingi sem varamaður og freistar þess nú að komast inn í lögfræði í HÍ.
Í þessum þætti fræðist ég mikið um Samtökin '78 og það magnaða starf sem þar er unnið. Við ræðum auðvitað líka pólitík, bakslagið og hvernig við getum haldið áfram að gera heiminn að betri stað. Það gustar af Daníel og þetta er stórskemmtilegt spjall því hann er myljandi skemmtilegur.
-----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku
Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir