“Listin getur verið rás fyrir kærleikann” - Vigdís Jakobsdóttir
Description
Vigdis Jakobsdóttir er ástríðufullur listamaður sem hefur komið að ævintýralegum verkefnum. Hún lærði leikstjórn í Bretlandi og við heimkomu byrjaði hún strax að leikstýra ásamt því að stofna fræðsludeild Þjóðleikhússins og starfaði þar í áratug. Hún var einnig aðjúnkt í listkennsludeild LHÍ, hefur verið í alþjóðastjórn ASSITEJ (samtök sviðslistahópa og leikhúsa fyrir unga áhorfendur) og er þessi misserin að ljúka störfum sem listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.
Í þætti vikunnar ræðum við ástríðu okkar beggja sem eru aðgengismál og hvernig listin getur verið farvegur fyrir kærleikann og magnaðar samfélagsbreytingar. Það var dásamlegt að eiga hispurslaust og gefandi spjall við þessa drífandi og kærleiksríku konu.
----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku
Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir