014. UNGT FÓLK | 16-19 ára | ,,Ég hef farið á 4 Dale Carnegie námskeið" | Auður Bríet
Description
Auður Bríet er tvítug og starfar hjá Hrafnistu í dag. Hún útskrifaðist úr fatahönnunarbraut frá FG í vor og stefnir á frekara nám í fatahönnun við háskóla í Hollandi. Auður hefur farið 3x á Dale Carnegie námskeið fyrir ungt fólk þ.e.a.s. 10-12 ára námskeið, 13-15 ára námskeið og svo 16-19 ára námskeið. Einnig sótti hún námskeiðið ,,Næsta kynslóð leiðtoga” og hefur verið aðstoðarmaður tvisvar sinnum.
Auður Bríet er lýsandi dæmi um að vera opin fyrir því að vaxa og stækka. Hún sér tækifærin og stekkur á þau. Auður er manneskja sem þorir að vera hún sjálf, fara sína eigin leið. Jákvæðni og útgeislun eru meðal styrkleika hennar.
Eftir að hafa sótt námskeið hjá Dale Carnegie upplifir hún að hún er rík af góðum verkfærum til þess að viðhalda jákvæða viðhorfi sínu ásamt samskiptafærninni. Einnig er hún dugleg að minna sig á að fara út fyrir þægindarammann reglulega til þess að auka sjálfstraustið alltaf enn meira.