05 I Birta Björnsdóttir, yfirmaður erlendra frétta á RÚV
Update: 2024-12-08
1
Description
Birta Björnsdóttir er landsmönnum vel kunnug, við höfum flest öll séð hana flytja okkur fréttir á sjónvarpsskjánum en ef við erum meira fyrir hlaðvörpin þá gætum við kannast við hana úr vinsæla hlaðvarpinu Heimskviður. Birta leiðir okkur í gegnum sínar ýmsu jólahefðir, en skilnaður foreldra hennar á unga aldri gerði það að verkum að jólin voru ekki alltaf eins föst í skorðum eins og hjá mörgum okkar.
Hún segir okkur frá jólum í Flórída og árið þegar hún fór eins langt og mögulegt var frá Íslandi yfir jólin, til Ástralíu. Við heyrum einnig hvaða sjarmerandi hefðir og jólaheim hún hefur skapað sér og svo verður spennnandi að heyra hvar hún ætlar að eyða jólunum í ár.
Þessi þáttur er í boði A4 verslana og SS hamborgarhryggsins
Comments
In Channel




