06.12.2025 - Fréttir dagsins
Update: 2025-12-06
Description
Í fréttum er þetta helst
Í fréttum er þetta helst\nSkipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna.\nSvo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi.\nÍbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim.\nÞingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu.\nÍbúar í Ölfusi eru langþreyttir á mengun í Varmá sem kemur frá nágrönnum þeirra í Hveragerði. Skólplykt leggur yfir íbúðahverfi í Ölfusi og fiskar hafa drepist í ánni vegna klórs frá sundlauginni í Laugaskarði. Bæjaryfirvöld tilkynntu ekki um klórslys sem varð í vor fyrr en daginn eftir að það átti sér stað.\nVeiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar.\nStjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni.\nTakk fyrir í dag, sjáumst á morgun. .
Í fréttum er þetta helst\nSkipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna.\nSvo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi.\nÍbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim.\nÞingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu.\nÍbúar í Ölfusi eru langþreyttir á mengun í Varmá sem kemur frá nágrönnum þeirra í Hveragerði. Skólplykt leggur yfir íbúðahverfi í Ölfusi og fiskar hafa drepist í ánni vegna klórs frá sundlauginni í Laugaskarði. Bæjaryfirvöld tilkynntu ekki um klórslys sem varð í vor fyrr en daginn eftir að það átti sér stað.\nVeiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar.\nStjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni.\nTakk fyrir í dag, sjáumst á morgun. .
Comments
In Channel



