DiscoverFréttir dagsins07.12.2025 - Fréttir dagsins
07.12.2025 - Fréttir dagsins

07.12.2025 - Fréttir dagsins

Update: 2025-12-07
Share

Description

Í fréttum er þetta helst
Formaður Skólameistarafélags Íslands segir vendingar síðustu daga hafa fengið skólameistara víðs vegar um landið til að íhuga stöðu sína. Félagið á fund með mennta- og barnamálaráðherra og krefst formaðurinn skýringa á boðuðum breytingum sem voru rökstuðningur ráðherrans fyrir því að auglýsa tvö embætti skólameistara laus til umsóknar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sínum á Alþingi í gær þar sem hún kallaði stjórnarandstöðuna „andskotans pakk“. Hún kveðst vera mannleg eins og annað fólk.
Karlmaður um þrítugt var handtekinn fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í Kópavogi um síðustu helgi.
Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna undirstrikar heimssýn Donald Trump um að setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Í henni ætla stjórnvöld að endurvekja yfirráð sín á vesturhveli jarðar, byggja upp hernaðarmátt í Indlands- og Kyrrahafi og hugsanlega endurmeta samband sitt við Evrópu. Evrópskir bandamenn eru harðlega gagnrýndir í stefnunni, sem var birt aðfaranótt föstudags.
1,1 milljarði verður veitt í uppbyggingu á neyðarvistun Stuðla og eins milljarðs tímabundin fjárveiting verður veitt til stofnanna sem vinna gegn fíknivanda, samkvæmt breytingartillögum meirihlutans á fjárlögum næsta árs.
Sumir greinendur hafa hækkað nokkuð verðmöt sín á stóru sjávarútvegsfélögin í Kauphöllinni eftir að veiðigjöld næsta árs voru í birt í gær. Útlit er fyrir að aukning gjaldanna á næsta ári verði „töluvert minni“ en áður var ráðgert.
Rússar nota á annað þúsund misgamalla og lúinna fraktskipa undir ýmsum hentifánum til að koma olíu og öðrum varningi framhjá viðskipta- og hafnbanni Vesturvelda. Skipin eru illa eða ekki tryggð, bila oft - og eru orðin skotmörk úkraínska hersins.

Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.
Comments 
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

07.12.2025 - Fréttir dagsins

07.12.2025 - Fréttir dagsins