1. Sigmar Vilhjálmsson - Íslenski Draumurinn
Description
Þáttur síðan 2019
Sigmar Vilhjálmsson er gestur fyrsta þáttar af Íslenska Draumnum sem fór í loftið 2019. Í þáttunum er tekið viðtal við Íslenska frumkvöðla, viðskiptamenn og farið yfir þeirra viðskiptaferil þar sem hlustendum er gefin betri innsýn inn í heim þeirra sem hafa stofnað og rekið sín eigin fyrirtæki á Íslandi. Þættirnir eru gefnir út á allar helstu streymisveitur.
Margir þekkja Sigmar Vilhjálmsson eflaust frá 70 mínútum, Idol Stjörnuleit eða sem einn af fyrri eigendum Hamborgarafabrikkunar, Keiluhallarinnar, Shake & Pizza og stofnanda sjónvarpsstöðvana Miklagarðs og Bravó TV. Í þessu viðtali þar sem allt er látið flakka fer hann yfir sinn ævintýralega viðskiptaferil. Allt frá æskuárunum á Egilstöðum og í það að stofna Hamborgarafabrikkuna og reka mest sótta keilusal í Evrópu.